Nýtt lag hátíðarinnar Aldrei fór ég Suður: „Þú gerir ekki rassgat einn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. mars 2015 13:38 Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar, og Birna Jónasdóttir, rokkstjóri Aldrei fór ég Suður. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég Suður verður haldin í tólfta sinn á Ísafirði dagana 3. – 4. apríl. Líkt og fyrri ár verður margt um að vera á hátíðinni en í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar kemur fram að einn af bakhjörlum hennar sé Orkusalan. „Fyrirtækið er liður í því að hátíðin geti orðið að veruleika og gerir sitt til að halda stuðinu gangandi, en í fyrra mættu um þrjú þúsund manns á Aldrei fór ég Suður og er búist við að mikill fjöldi haldi Vestur til að skemmta sér og öðrum,“ segir í tilkynningunni. Sérstakt lag „Þú gerir ekki rassgat einn“ var samið fyrir hátíðina í ár en það er Bragi Valdimar Skúlason sem á heiðurinn að lagi og texta en sjálfur Helgi Björnsson syngur. „Mér finnst lagið alveg frábært og því tekst að lýsa vel stemningunni á bakvið Aldrei fór ég Suður. Það er nú víst þannig að þegar upp er staðið þá gerir maður auðvitað ekki rassgat einn og er gott að eiga góða að í verkefni sem þessu. Við hjá Orkusölunni viljum því leggja okkar af mörkum til að gera aðstandendum hátíðarinnar auðveldara fyrir og finnst mjög skemmtilegt að hafa meðal annars átt þátt í því að koma þessu lagi á framfæri og vekja þannig athygli á hátíðinni,“ segir Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri Orkusölunnar. Glænýtt myndband við lagið kom út í morgun en í því má meðal annars sjá myndefni frá fyrri hátíðum. Birna Jónasdóttir, rokkstjóri Aldrei fór ég Suður, er í skýjunum með afraksturinn, „Það er gaman að sjá hversu margir flottir listamenn hafa komið fram og hversu vel allt hefur heppnast til þessa. Hátíðin í ár verður eflaust þar engin undantekning,“ segir Birna. Til að hátíðargestir fái að njóta enn frekar í ár var ákveðið að hver hljómsveit verði lengur á sviðinu eða í um 30 mínútur sem er um 10 mínútum lengur en í fyrra. „Þetta er langt ferðalag fyrir suma, bæði listamennina og gesti. Við ákváðum því að gefa tónlistarfólkinu tækifæri til að skemmta aðdáendum sínum meira og betur.“ segir Birna. Meðal þeirra sem koma fram á Aldrei fór ég Suður þetta árið eru Amaba Dama, Hugleikur Dagsson, Prins Póló, Saga Garðarsdóttir og Valdimar Guðmundsson. Aldrei fór ég suður Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég Suður verður haldin í tólfta sinn á Ísafirði dagana 3. – 4. apríl. Líkt og fyrri ár verður margt um að vera á hátíðinni en í tilkynningu frá forsvarsmönnum hátíðarinnar kemur fram að einn af bakhjörlum hennar sé Orkusalan. „Fyrirtækið er liður í því að hátíðin geti orðið að veruleika og gerir sitt til að halda stuðinu gangandi, en í fyrra mættu um þrjú þúsund manns á Aldrei fór ég Suður og er búist við að mikill fjöldi haldi Vestur til að skemmta sér og öðrum,“ segir í tilkynningunni. Sérstakt lag „Þú gerir ekki rassgat einn“ var samið fyrir hátíðina í ár en það er Bragi Valdimar Skúlason sem á heiðurinn að lagi og texta en sjálfur Helgi Björnsson syngur. „Mér finnst lagið alveg frábært og því tekst að lýsa vel stemningunni á bakvið Aldrei fór ég Suður. Það er nú víst þannig að þegar upp er staðið þá gerir maður auðvitað ekki rassgat einn og er gott að eiga góða að í verkefni sem þessu. Við hjá Orkusölunni viljum því leggja okkar af mörkum til að gera aðstandendum hátíðarinnar auðveldara fyrir og finnst mjög skemmtilegt að hafa meðal annars átt þátt í því að koma þessu lagi á framfæri og vekja þannig athygli á hátíðinni,“ segir Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri Orkusölunnar. Glænýtt myndband við lagið kom út í morgun en í því má meðal annars sjá myndefni frá fyrri hátíðum. Birna Jónasdóttir, rokkstjóri Aldrei fór ég Suður, er í skýjunum með afraksturinn, „Það er gaman að sjá hversu margir flottir listamenn hafa komið fram og hversu vel allt hefur heppnast til þessa. Hátíðin í ár verður eflaust þar engin undantekning,“ segir Birna. Til að hátíðargestir fái að njóta enn frekar í ár var ákveðið að hver hljómsveit verði lengur á sviðinu eða í um 30 mínútur sem er um 10 mínútum lengur en í fyrra. „Þetta er langt ferðalag fyrir suma, bæði listamennina og gesti. Við ákváðum því að gefa tónlistarfólkinu tækifæri til að skemmta aðdáendum sínum meira og betur.“ segir Birna. Meðal þeirra sem koma fram á Aldrei fór ég Suður þetta árið eru Amaba Dama, Hugleikur Dagsson, Prins Póló, Saga Garðarsdóttir og Valdimar Guðmundsson.
Aldrei fór ég suður Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Frekari breytingar í Valhöll Innlent Fleiri fréttir Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent