Innlent

Berbrjósta konur velkomnar í Laugardalslaugina

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
"Við höfum aldrei skipt okkur af þessu,“ segir forstöðumaður laugarinnar.
"Við höfum aldrei skipt okkur af þessu,“ segir forstöðumaður laugarinnar. Vísir/Stefán
„Við höfum aldrei skipt okkur af þessu,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Laugardalslaugar, aðspurður hvort konum sem bannað að vera berar að ofan í lauginni. „Við gerum ekki athugasemdir.“



„Þetta kemur upp á hverju sumri hér. Gestir eru mismunandi viðkvæmt fyrir þessu en á meðan fólk er ekki að særa blygðunarkennd annars fólks, þá er þetta bara í lagi.“ Bakkarnir hér eru yfirfullur af fólki í sólbaði.“

Sjá einnig:Ætla berbrjósta í Laugardalslaugina og vilja þig með



Þetta er þó ekki ríkjandi afstaða í öllum sundlaugum landsins en árið 2008 var sagt frá því að berbrjósta konu hefði verið vísað úr sundlauginni í Hveragerði. Í fréttinni, sem birt var í blaðinu 24 stundum, segir að baðvörður á vakt hafi rétt konunni stuttermabol og sagt að hún yrði að hylja sig, ella yrði hún rekin upp úr.



Engar reglur giltu þó sem bönnuðu konunni að vera berbrjósta í lauginni og sagði Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, í samtali við blaðið að málið hefði einfaldlega aldrei komið upp áður.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×