Menning

Nemendur í Vöruhönnun taka þátt í Hönnunarmars

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sex nemendur úr Vöruhönnun Listaháskóla Íslands munu sýna úrdrátt úr sínum verkefnum.
Sex nemendur úr Vöruhönnun Listaháskóla Íslands munu sýna úrdrátt úr sínum verkefnum. mynd/aðsend
Nemendur við Vöruhönnun í Listaháskóli Íslands taka þátt í Hönnunarmars undir leiðsögn Garðars Eyjólfssonar fagstjóra vöruhönnunar og Thomas Pausz adjúnkt.

Sex nemendur úr Vöruhönnun Listaháskóla Íslands munu sýna úrdrátt úr sínum verkefnum.

Um er að ræða tvo nemendur á hverju ári sem sýna einstaklingsverkefni. Þetta er fyrsta sýning í seríu sem vinnur með sérstaka efnisþætti tengda rannsókn vöruhönnuða og veitir innsýn í þá vinnuferla sem vöruhönnuðir nota í sinni vinnu.



Markmið sýningarinnar er að styrkja menningu í kringum vöruhönnun á Íslandi með þverskurði og innsýn inní námið.

Vöruhönnunar deildin heldur dagbók sem má fylgjast með hér. 

Verkefnin eru öll áframhald af vinnu sem unnin var í Vöruhönnun í Listaháskóla Íslands.

Hugmynd að sýningu, kennsla og umsjón: 

Garðar Eyjólfsson, lektor og Fagstjóri vöruhönnunar & Thomas Pausz, aðjúnkt.

Þátttakendur: 

Elsa Dagný Ásgeirsdóttir

Elísabet Kristín Oddsdóttir

Björn Steinar Blumenstein

Birta Rós Brynjólfsdóttir

Sigurrós Guðbjörg Björnsdóttir

Stefán Finnbogason

Verkefnastjóri: Emilía Sigurðardóttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×