Innanríkisráðherra vill að fólk ráði nöfnum barna sinna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2015 21:03 Innanríkisráðuneytið skoðar nú hvort þörf sé á að endurskoða lög um mannanöfn og biðlar til almennings að koma sínum sjónarmiðum um mannanafnalög á framfæri. Innanríkisráðherra er opinn fyrir breytingum á lögunum. Mannanafnalög hafa verið í gildi hér á landi allt frá árinu 1914, en í þeim er meðal annars kveðið á um störfn mannanafnanefndar sem meðal annars hefur það hlutverk að skera úr álita eða ágreiningsmálum sem kunna að koma upp um nafngjafir og nafnritun. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að nú sé komin tími til að ræða breytingar í málaflokknum. „Ég er mjög þeirrar skoðunar að fólk eigi nú að ráða sínum málum sjálft og hafa frelsi til þess að velja nöfn á börnin sín,“ segir hún. Almenningi gefst frá og með deginum í dag kostur á að segja senda sína rökstuddu skoðun á mannanafnalögum til innanríkisráðuneytisins. Verða helstu niðurstöður svo nýttar við mat á því hvort lagðar verði til breytingar á gildandi lögum, sem Ólöf segist vera opin að verði breytt. „Við erum opin fyrir breytingum en það togast samt alltaf á í mér ákveðin íhaldssemi og þessi grundvallarskoðun mín að við eigum að fá að ráða okkur sjálf,“ bætir hún við.En er réttlætanlegt árið 2015 að fjölskyldur séu að fá dagsektir þegar barnið þeirra heitir ekki eitthvað sem ríkinu þóknast?„Þetta er bara að lögum og það er ekki að ástæðulausu sem ég er að setja þetta á dagskrá, það er af því að er ég sjálf þeirrar skoðunar að það sé ástæða til að endurskoða þetta,“ segir innanríkisráðherra. Mannanöfn Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Innanríkisráðuneytið skoðar nú hvort þörf sé á að endurskoða lög um mannanöfn og biðlar til almennings að koma sínum sjónarmiðum um mannanafnalög á framfæri. Innanríkisráðherra er opinn fyrir breytingum á lögunum. Mannanafnalög hafa verið í gildi hér á landi allt frá árinu 1914, en í þeim er meðal annars kveðið á um störfn mannanafnanefndar sem meðal annars hefur það hlutverk að skera úr álita eða ágreiningsmálum sem kunna að koma upp um nafngjafir og nafnritun. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að nú sé komin tími til að ræða breytingar í málaflokknum. „Ég er mjög þeirrar skoðunar að fólk eigi nú að ráða sínum málum sjálft og hafa frelsi til þess að velja nöfn á börnin sín,“ segir hún. Almenningi gefst frá og með deginum í dag kostur á að segja senda sína rökstuddu skoðun á mannanafnalögum til innanríkisráðuneytisins. Verða helstu niðurstöður svo nýttar við mat á því hvort lagðar verði til breytingar á gildandi lögum, sem Ólöf segist vera opin að verði breytt. „Við erum opin fyrir breytingum en það togast samt alltaf á í mér ákveðin íhaldssemi og þessi grundvallarskoðun mín að við eigum að fá að ráða okkur sjálf,“ bætir hún við.En er réttlætanlegt árið 2015 að fjölskyldur séu að fá dagsektir þegar barnið þeirra heitir ekki eitthvað sem ríkinu þóknast?„Þetta er bara að lögum og það er ekki að ástæðulausu sem ég er að setja þetta á dagskrá, það er af því að er ég sjálf þeirrar skoðunar að það sé ástæða til að endurskoða þetta,“ segir innanríkisráðherra.
Mannanöfn Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira