Lífið

Áttan: Íslandsmót í snjósundi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þeir Nökkvi Fjalar og Egill Ploder fara fyrir Áttunni. Í síðasta þætti ákváðu þeir að keppa við hvorn annan í hinni fornu þjóðaríþrótt Íslendinga, snjósundi.

Þetta var fyrsta opinbera Íslandsmótið í íþróttinni síðan á 18. öld. Keppt var með frjálsri aðferð í tuttugu metra laug og að sjálfsögðu var sýnt frá keppninni hér á Vísi. Það var enginn annar en Rikki G sem sá um að lýsa viðureigninni.

Myndband af herlegheitunum má sjá hér fyrir neðan.

Áttan er bæði á Instagram og Snapchat og eru duglegir við að setja þangað efni. Þið getið fylgt þeim á slóðinni attan_official á báðum stöðum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×