Ísland ekki lengur umsóknarríki ESB Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2015 18:24 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Vísir/GVA/Getty Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra greindi frá því að ríkisstjórnin hafi samþykkt þetta á fundi sínum á þriðjudag. Gunnar Bragi greindi frá þessu í samtali við Spegilinn á RÚV.Ráðherra afhenti nú síðdegis utanríkisráðherra Lettlands bréf þessa efnis, en Lettland fer nú með formennsku í ráðherraráði ESB. Á vef utanríkisráðuneytisins segir að samtal hafi átt sér stað milli ESB og Íslands um stöðu Íslands sem umsóknarríkis. „Þar kom fram að ríkisstjórnin hyggist ekki endurvekja aðildarferlið, að ný stefna yfirtaki skuldbindingar fyrri ríkisstjórnar í aðildarferlinu og að ESB geri ráðstafanir sem taki mið af því að Ísland teljist ekki lengur umsóknarríki. Komi til þess að hefja eigi þetta ferli að nýju telur núverandi ríkisstjórn mikilvægt að það sé ekki gert án þess að spyrja þjóðina hvort hún vilji gerast aðili að Evrópusambandinu. Á sama tíma er áhersla lögð á styrka framkvæmd EES samningsins og nánara samstarf við ESB á grunni hans.“ Á vef ráðuneytisins segir að stefna beggja stjórnarflokka sé skýr, að „hag Íslands er best borgið utan Evrópusambandsins. Þessi stefna lá fyrir í kosningabaráttunni og birtist í stjórnarsáttmálanum, þar sem hlé var gert á viðræðum og ákveðið að þeim yrði ekki framhaldið án þjóðaratkvæðis. Jafnframt var ákveðið að úttekt yrði gerð á viðræðum og stöðunni innan ESB og þróun þess. Ríkisstjórnin hefur fylgt þessari stefnu og staðið við það sem sagt var fyrir um í stjórnarsáttmálanum. Með þessu er staðan skýr gagnvart ESB, aðildarríkjum þess og íslensku þjóðinni í þessu máli. Á fundum forsætisráðherra Íslands með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og forseta leiðtogaráðsins í júlí 2013 var þessi nýja stefna útskýrð. Á þeim fundum kom skýrt fram að þessir tveir leiðtogar stofnana ESB myndu fagna skýrri stefnu varðandi aðildarferlið.“ Hér að neðan má sjá bréfið sem Gunnar Bragi sendi utanríkisráðherra Lettlands. Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hún hafi ekki í hyggju að taka upp aðildarviðræður við Evrópusambandið á nýjan leik. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra greindi frá því að ríkisstjórnin hafi samþykkt þetta á fundi sínum á þriðjudag. Gunnar Bragi greindi frá þessu í samtali við Spegilinn á RÚV.Ráðherra afhenti nú síðdegis utanríkisráðherra Lettlands bréf þessa efnis, en Lettland fer nú með formennsku í ráðherraráði ESB. Á vef utanríkisráðuneytisins segir að samtal hafi átt sér stað milli ESB og Íslands um stöðu Íslands sem umsóknarríkis. „Þar kom fram að ríkisstjórnin hyggist ekki endurvekja aðildarferlið, að ný stefna yfirtaki skuldbindingar fyrri ríkisstjórnar í aðildarferlinu og að ESB geri ráðstafanir sem taki mið af því að Ísland teljist ekki lengur umsóknarríki. Komi til þess að hefja eigi þetta ferli að nýju telur núverandi ríkisstjórn mikilvægt að það sé ekki gert án þess að spyrja þjóðina hvort hún vilji gerast aðili að Evrópusambandinu. Á sama tíma er áhersla lögð á styrka framkvæmd EES samningsins og nánara samstarf við ESB á grunni hans.“ Á vef ráðuneytisins segir að stefna beggja stjórnarflokka sé skýr, að „hag Íslands er best borgið utan Evrópusambandsins. Þessi stefna lá fyrir í kosningabaráttunni og birtist í stjórnarsáttmálanum, þar sem hlé var gert á viðræðum og ákveðið að þeim yrði ekki framhaldið án þjóðaratkvæðis. Jafnframt var ákveðið að úttekt yrði gerð á viðræðum og stöðunni innan ESB og þróun þess. Ríkisstjórnin hefur fylgt þessari stefnu og staðið við það sem sagt var fyrir um í stjórnarsáttmálanum. Með þessu er staðan skýr gagnvart ESB, aðildarríkjum þess og íslensku þjóðinni í þessu máli. Á fundum forsætisráðherra Íslands með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og forseta leiðtogaráðsins í júlí 2013 var þessi nýja stefna útskýrð. Á þeim fundum kom skýrt fram að þessir tveir leiðtogar stofnana ESB myndu fagna skýrri stefnu varðandi aðildarferlið.“ Hér að neðan má sjá bréfið sem Gunnar Bragi sendi utanríkisráðherra Lettlands.
Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira