Enski boltinn

Loksins vann Everton deildarleik | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Everton fagnar.
Everton fagnar. vísir/getty
Everton vann sinn fyrsta deildarleik síðan 31. janúar þegar liðið lagði Newcastle að velli í Guttagarði í dag, 3-0. James McCarthy, Romelo Lukaku og Ross Barkley voru á skotskónum.

James McCarthy skoraði fyrsta markið sem var nokkuð skrautlegt. Skotið virtist vera fara beint á Tim Krul í markinu, en hann hafði lítin áhuga á því að verja og boltinn endaði í netinu. Staðan 1-0 í hálfleik.

Í síðari hálfleik tvöfölduðu heimamenn forystu sína. Aaron Lennon var sprækur og fiskaði víti eftir tæplega klukkutíma leik. Á punktinn fór belgíski framherjinn, Romelu Lukaku, og skoraði hann af miklu öryggi.

Fabrico Coloccini fékk svo að líta reisupassann á 59. mínútu fyrir fólskulega tæklingu og eftirleikurinn því auðveldur fyrir þá bláklæddu út Bítlaborginni. Ross Barkley bætti við þriðja markinu í uppbótartíma.

Everton er eftir sigurinn í fjórtánda sæti deildarinnar, en liðinu hefur gengið afleitlega það sem af er ári. Newcastle er í ellefta sæti með fjórum stigum fleiri.

Markið hjá James: 2-0: Rautt á Coloccini: Barkley skorar þriðja mark Everton:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×