Enski boltinn

Aston Villa rúllaði yfir Sunderland

Anton Ingi Leifsson skrifar
Benteke fagnar í dag.
Benteke fagnar í dag. Vísir/Getty
Aston Villa skellti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í dag með fjórum mörkum gegn engu. Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. WBA vann einnig, en þeir unnu Stoke og Leicester og Hull skildu jöfn.

Tim Sherwood og lærisveinar hans voru heldur betur í stuði á Leikvangi ljóssins í dag, en þeir unnu 4-0 sigur. Christian Benteke opnaði markaveisluna eftir rúman stundarfjórðung og Gabriel Agbonlahor bætti við tveimur. Benteke skoraði svo annað mark sitt og fjórða mark Villa fyrir hlé. 0-4 í hálfleik.

Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik og stórsigur Sunderland því staðreynd. Aston Villa er í 16. sæti eftir sigurinn með 28 stig, en Sunderland er sæti neðar með tveimur stigum minna.

Leicester og Hull City gerðu markalaust jafntefli. Leicester er á botninum með nítján stig, sjö stigum frá öruggu sæti. Hull er í fimmtánda sæti með 28 stig, jafn mörg stig og Everton sem er sæti ofar.

Brown Ideye var hetja WBA sem vann mikilvægan sigur á Stoke. Hann skoraði eina mark leiksins á 20. mínútu, en WBA er í þrettánda sæti eftir sigurinn. Stoke siglir lygnan sjó og er í áttunda sæti deildarinnar með 42 stig.

Leicester - Hull City 0-0

Rautt spjald: Tom Huddlestone (Hull - 72.).

Sunderland - Aston Villa 0-4

0-1 Christian Benteke (16.), 0-2 Gabriel Agbonlahor (18.), 0-3 Gabriel Agbonlahor (37.), 0-4 Christian Benteke (44.).

WBA - Stoke 1-0

1-0 Brown Ideye (20.).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×