Innlent

Von á fjörugum umræðum á Alþingi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Búast má við fjörugum umræðum á þingi í dag vegna bréfs Gunnars Braga.
Búast má við fjörugum umræðum á þingi í dag vegna bréfs Gunnars Braga. Vísir/GVA
Þingið kemur saman að nýju í dag og hefst þingfundur á óundirbúnum fyrirspurnum þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra situr fyrir svörum.



Ríkisstjórnin hefur verið harðlega gagnrýndir eftir að ákvörðun hennar um að fara fram á að Ísland verði tekið af listum Evrópusambandsins um umsóknarríki var gerð ljós á fimmtudag. Ekki var haft samráð um þingið um það.



Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í Sprengisandi um helgina að Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, hefði brugðist í málinu en hann neitaði að senda bréf til Evrópusambandsins til að skýra þá afstöðu að þingsályktun um aðildarumsóknin væri enn í gildi.



Þá upplýsti hann einnig að rætt hafi verið um að leggja fram vantrauststillögu á Gunnar Braga.

Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að utanríkisráðherra yrði í þinginu. Í tilkynningu sem birt var á vef Alþingis í dag kemur hins vegar fram að hann muni ekki vera.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×