Neitar því að hafa hótað Ásgeiri Kolbeins: „Þetta er leiksýning hjá honum“ Bjarki Ármannsson skrifar 16. mars 2015 21:14 Kamran Keivalou segir rekstur Austurs í núverandi mynd ólöglegan. Vísir/Vilhelm „Þetta er alls ekki satt,“ segir Kamran Keivalou, einn eigenda skemmtistaðarins Austur, um kæru Ásgeirs Kolbeinssonar til lögreglu vegna meintra hótana Kamran í sinn garð. Kamran og Ásgeir hafa deilt um rekstur skemmtistaðarins um nokkra hríð en sá fyrrnefndi segir að með kærunni sé verið að reyna að slá ryki í augu fólks. „Fyrir um mánuði fengum við lögmaður minn boð frá lögreglu um að koma og svara spurningum um þetta, hvort ég hafi hótað honum eður ei,“ segir hinn íranski Kamran. „Við neituðum því. Hann er að nota þetta til að rugla Íslendinga, og íslenska lögreglu, í ríminu og beina sjónum frá því ólöglega sem hann er að gera á Austri. Þetta er leiksýning hjá honum.“ Harðsvírar deilur um rekstur Austurs Stundin greindi fyrst frá deilum þeirra Kamran og Ásgeirs í síðustu viku. Félagið Alfacom General Trading í eigu Kamran gerði tilboð í 101 Austurstræti, félagið sem sér um rekstur Austurs, haustið 2013. Ásgeir Kolbeinsson, sem átti fjórðung í 101 Austurstræti, segir Kamran hafa samið um að kaupa allt hlutaféð en aðeins greitt fyrir helming þess. Kamran lét loka posum félagsins vegna deilna um samþykki fyrir greiðslum félagsins. Í kjölfar þess stofnaði Ásgeir félagið Austurstræti 5 sem tekur við greiðslum og starfrækir posa Austurs. Sjá einnig: Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Ásgeir sakar Kamran um hótanir.Vísir/Vilhelm Vínveitingarleyfi staðarins er hins vegar enn skráð á 101 Austurstræti. Þetta sætta forsvarsmenn sig Alfacom ekki við og hafa farið fram á við lögreglu og embætti sýslumanns að rekstri staðarins verði lokað þar sem félagið hafi hvorki leyfi til rekstursins né gildan leigusamning. „Alls ekki röddin mín“ Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagðist Ásgeir hafa afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum Kamran í sinn garð. Ásgeir segir upptökuna óyggjandi sönnunargagn en Kamran segir hana falsaða og að einhver annar en hann sjálfur sé að tala inn á hana. „Þetta er alls ekki röddin mín,“ segir hann. „Það var engin þörf á að hóta nokkrum manni þar sem við vorum búnir að kæra þetta. Þegar maður kærir einhvern formlega til lögreglu, og gerir allt löglega, er engin þörf á að hóta viðkomandi.“ Kæra Kamran til lögreglu er nú hjá ákærusviði sem mun taka ákvörðun um hvort rannsaka þurfi málið frekar eða ástæða sé til að gefa út ákæru. Tengdar fréttir Ásgeir Kolbeinsson kærir einn eigenda Austurs fyrir alvarlegar hótanir Fjölmiðlamaðurinn hefur afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum í garð sinn og fjölskyldu sinnar. 16. mars 2015 19:23 Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Harðvítugar deilur um rekstur Austurs eru nú til meðferðar hjá yfirvöldum. 13. mars 2015 10:48 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
„Þetta er alls ekki satt,“ segir Kamran Keivalou, einn eigenda skemmtistaðarins Austur, um kæru Ásgeirs Kolbeinssonar til lögreglu vegna meintra hótana Kamran í sinn garð. Kamran og Ásgeir hafa deilt um rekstur skemmtistaðarins um nokkra hríð en sá fyrrnefndi segir að með kærunni sé verið að reyna að slá ryki í augu fólks. „Fyrir um mánuði fengum við lögmaður minn boð frá lögreglu um að koma og svara spurningum um þetta, hvort ég hafi hótað honum eður ei,“ segir hinn íranski Kamran. „Við neituðum því. Hann er að nota þetta til að rugla Íslendinga, og íslenska lögreglu, í ríminu og beina sjónum frá því ólöglega sem hann er að gera á Austri. Þetta er leiksýning hjá honum.“ Harðsvírar deilur um rekstur Austurs Stundin greindi fyrst frá deilum þeirra Kamran og Ásgeirs í síðustu viku. Félagið Alfacom General Trading í eigu Kamran gerði tilboð í 101 Austurstræti, félagið sem sér um rekstur Austurs, haustið 2013. Ásgeir Kolbeinsson, sem átti fjórðung í 101 Austurstræti, segir Kamran hafa samið um að kaupa allt hlutaféð en aðeins greitt fyrir helming þess. Kamran lét loka posum félagsins vegna deilna um samþykki fyrir greiðslum félagsins. Í kjölfar þess stofnaði Ásgeir félagið Austurstræti 5 sem tekur við greiðslum og starfrækir posa Austurs. Sjá einnig: Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Ásgeir sakar Kamran um hótanir.Vísir/Vilhelm Vínveitingarleyfi staðarins er hins vegar enn skráð á 101 Austurstræti. Þetta sætta forsvarsmenn sig Alfacom ekki við og hafa farið fram á við lögreglu og embætti sýslumanns að rekstri staðarins verði lokað þar sem félagið hafi hvorki leyfi til rekstursins né gildan leigusamning. „Alls ekki röddin mín“ Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagðist Ásgeir hafa afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum Kamran í sinn garð. Ásgeir segir upptökuna óyggjandi sönnunargagn en Kamran segir hana falsaða og að einhver annar en hann sjálfur sé að tala inn á hana. „Þetta er alls ekki röddin mín,“ segir hann. „Það var engin þörf á að hóta nokkrum manni þar sem við vorum búnir að kæra þetta. Þegar maður kærir einhvern formlega til lögreglu, og gerir allt löglega, er engin þörf á að hóta viðkomandi.“ Kæra Kamran til lögreglu er nú hjá ákærusviði sem mun taka ákvörðun um hvort rannsaka þurfi málið frekar eða ástæða sé til að gefa út ákæru.
Tengdar fréttir Ásgeir Kolbeinsson kærir einn eigenda Austurs fyrir alvarlegar hótanir Fjölmiðlamaðurinn hefur afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum í garð sinn og fjölskyldu sinnar. 16. mars 2015 19:23 Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Harðvítugar deilur um rekstur Austurs eru nú til meðferðar hjá yfirvöldum. 13. mars 2015 10:48 Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Ásgeir Kolbeinsson kærir einn eigenda Austurs fyrir alvarlegar hótanir Fjölmiðlamaðurinn hefur afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum í garð sinn og fjölskyldu sinnar. 16. mars 2015 19:23
Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Harðvítugar deilur um rekstur Austurs eru nú til meðferðar hjá yfirvöldum. 13. mars 2015 10:48