Neitar því að hafa hótað Ásgeiri Kolbeins: „Þetta er leiksýning hjá honum“ Bjarki Ármannsson skrifar 16. mars 2015 21:14 Kamran Keivalou segir rekstur Austurs í núverandi mynd ólöglegan. Vísir/Vilhelm „Þetta er alls ekki satt,“ segir Kamran Keivalou, einn eigenda skemmtistaðarins Austur, um kæru Ásgeirs Kolbeinssonar til lögreglu vegna meintra hótana Kamran í sinn garð. Kamran og Ásgeir hafa deilt um rekstur skemmtistaðarins um nokkra hríð en sá fyrrnefndi segir að með kærunni sé verið að reyna að slá ryki í augu fólks. „Fyrir um mánuði fengum við lögmaður minn boð frá lögreglu um að koma og svara spurningum um þetta, hvort ég hafi hótað honum eður ei,“ segir hinn íranski Kamran. „Við neituðum því. Hann er að nota þetta til að rugla Íslendinga, og íslenska lögreglu, í ríminu og beina sjónum frá því ólöglega sem hann er að gera á Austri. Þetta er leiksýning hjá honum.“ Harðsvírar deilur um rekstur Austurs Stundin greindi fyrst frá deilum þeirra Kamran og Ásgeirs í síðustu viku. Félagið Alfacom General Trading í eigu Kamran gerði tilboð í 101 Austurstræti, félagið sem sér um rekstur Austurs, haustið 2013. Ásgeir Kolbeinsson, sem átti fjórðung í 101 Austurstræti, segir Kamran hafa samið um að kaupa allt hlutaféð en aðeins greitt fyrir helming þess. Kamran lét loka posum félagsins vegna deilna um samþykki fyrir greiðslum félagsins. Í kjölfar þess stofnaði Ásgeir félagið Austurstræti 5 sem tekur við greiðslum og starfrækir posa Austurs. Sjá einnig: Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Ásgeir sakar Kamran um hótanir.Vísir/Vilhelm Vínveitingarleyfi staðarins er hins vegar enn skráð á 101 Austurstræti. Þetta sætta forsvarsmenn sig Alfacom ekki við og hafa farið fram á við lögreglu og embætti sýslumanns að rekstri staðarins verði lokað þar sem félagið hafi hvorki leyfi til rekstursins né gildan leigusamning. „Alls ekki röddin mín“ Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagðist Ásgeir hafa afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum Kamran í sinn garð. Ásgeir segir upptökuna óyggjandi sönnunargagn en Kamran segir hana falsaða og að einhver annar en hann sjálfur sé að tala inn á hana. „Þetta er alls ekki röddin mín,“ segir hann. „Það var engin þörf á að hóta nokkrum manni þar sem við vorum búnir að kæra þetta. Þegar maður kærir einhvern formlega til lögreglu, og gerir allt löglega, er engin þörf á að hóta viðkomandi.“ Kæra Kamran til lögreglu er nú hjá ákærusviði sem mun taka ákvörðun um hvort rannsaka þurfi málið frekar eða ástæða sé til að gefa út ákæru. Tengdar fréttir Ásgeir Kolbeinsson kærir einn eigenda Austurs fyrir alvarlegar hótanir Fjölmiðlamaðurinn hefur afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum í garð sinn og fjölskyldu sinnar. 16. mars 2015 19:23 Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Harðvítugar deilur um rekstur Austurs eru nú til meðferðar hjá yfirvöldum. 13. mars 2015 10:48 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
„Þetta er alls ekki satt,“ segir Kamran Keivalou, einn eigenda skemmtistaðarins Austur, um kæru Ásgeirs Kolbeinssonar til lögreglu vegna meintra hótana Kamran í sinn garð. Kamran og Ásgeir hafa deilt um rekstur skemmtistaðarins um nokkra hríð en sá fyrrnefndi segir að með kærunni sé verið að reyna að slá ryki í augu fólks. „Fyrir um mánuði fengum við lögmaður minn boð frá lögreglu um að koma og svara spurningum um þetta, hvort ég hafi hótað honum eður ei,“ segir hinn íranski Kamran. „Við neituðum því. Hann er að nota þetta til að rugla Íslendinga, og íslenska lögreglu, í ríminu og beina sjónum frá því ólöglega sem hann er að gera á Austri. Þetta er leiksýning hjá honum.“ Harðsvírar deilur um rekstur Austurs Stundin greindi fyrst frá deilum þeirra Kamran og Ásgeirs í síðustu viku. Félagið Alfacom General Trading í eigu Kamran gerði tilboð í 101 Austurstræti, félagið sem sér um rekstur Austurs, haustið 2013. Ásgeir Kolbeinsson, sem átti fjórðung í 101 Austurstræti, segir Kamran hafa samið um að kaupa allt hlutaféð en aðeins greitt fyrir helming þess. Kamran lét loka posum félagsins vegna deilna um samþykki fyrir greiðslum félagsins. Í kjölfar þess stofnaði Ásgeir félagið Austurstræti 5 sem tekur við greiðslum og starfrækir posa Austurs. Sjá einnig: Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Ásgeir sakar Kamran um hótanir.Vísir/Vilhelm Vínveitingarleyfi staðarins er hins vegar enn skráð á 101 Austurstræti. Þetta sætta forsvarsmenn sig Alfacom ekki við og hafa farið fram á við lögreglu og embætti sýslumanns að rekstri staðarins verði lokað þar sem félagið hafi hvorki leyfi til rekstursins né gildan leigusamning. „Alls ekki röddin mín“ Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagðist Ásgeir hafa afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum Kamran í sinn garð. Ásgeir segir upptökuna óyggjandi sönnunargagn en Kamran segir hana falsaða og að einhver annar en hann sjálfur sé að tala inn á hana. „Þetta er alls ekki röddin mín,“ segir hann. „Það var engin þörf á að hóta nokkrum manni þar sem við vorum búnir að kæra þetta. Þegar maður kærir einhvern formlega til lögreglu, og gerir allt löglega, er engin þörf á að hóta viðkomandi.“ Kæra Kamran til lögreglu er nú hjá ákærusviði sem mun taka ákvörðun um hvort rannsaka þurfi málið frekar eða ástæða sé til að gefa út ákæru.
Tengdar fréttir Ásgeir Kolbeinsson kærir einn eigenda Austurs fyrir alvarlegar hótanir Fjölmiðlamaðurinn hefur afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum í garð sinn og fjölskyldu sinnar. 16. mars 2015 19:23 Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Harðvítugar deilur um rekstur Austurs eru nú til meðferðar hjá yfirvöldum. 13. mars 2015 10:48 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Ásgeir Kolbeinsson kærir einn eigenda Austurs fyrir alvarlegar hótanir Fjölmiðlamaðurinn hefur afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum í garð sinn og fjölskyldu sinnar. 16. mars 2015 19:23
Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Harðvítugar deilur um rekstur Austurs eru nú til meðferðar hjá yfirvöldum. 13. mars 2015 10:48