Neitar því að hafa hótað Ásgeiri Kolbeins: „Þetta er leiksýning hjá honum“ Bjarki Ármannsson skrifar 16. mars 2015 21:14 Kamran Keivalou segir rekstur Austurs í núverandi mynd ólöglegan. Vísir/Vilhelm „Þetta er alls ekki satt,“ segir Kamran Keivalou, einn eigenda skemmtistaðarins Austur, um kæru Ásgeirs Kolbeinssonar til lögreglu vegna meintra hótana Kamran í sinn garð. Kamran og Ásgeir hafa deilt um rekstur skemmtistaðarins um nokkra hríð en sá fyrrnefndi segir að með kærunni sé verið að reyna að slá ryki í augu fólks. „Fyrir um mánuði fengum við lögmaður minn boð frá lögreglu um að koma og svara spurningum um þetta, hvort ég hafi hótað honum eður ei,“ segir hinn íranski Kamran. „Við neituðum því. Hann er að nota þetta til að rugla Íslendinga, og íslenska lögreglu, í ríminu og beina sjónum frá því ólöglega sem hann er að gera á Austri. Þetta er leiksýning hjá honum.“ Harðsvírar deilur um rekstur Austurs Stundin greindi fyrst frá deilum þeirra Kamran og Ásgeirs í síðustu viku. Félagið Alfacom General Trading í eigu Kamran gerði tilboð í 101 Austurstræti, félagið sem sér um rekstur Austurs, haustið 2013. Ásgeir Kolbeinsson, sem átti fjórðung í 101 Austurstræti, segir Kamran hafa samið um að kaupa allt hlutaféð en aðeins greitt fyrir helming þess. Kamran lét loka posum félagsins vegna deilna um samþykki fyrir greiðslum félagsins. Í kjölfar þess stofnaði Ásgeir félagið Austurstræti 5 sem tekur við greiðslum og starfrækir posa Austurs. Sjá einnig: Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Ásgeir sakar Kamran um hótanir.Vísir/Vilhelm Vínveitingarleyfi staðarins er hins vegar enn skráð á 101 Austurstræti. Þetta sætta forsvarsmenn sig Alfacom ekki við og hafa farið fram á við lögreglu og embætti sýslumanns að rekstri staðarins verði lokað þar sem félagið hafi hvorki leyfi til rekstursins né gildan leigusamning. „Alls ekki röddin mín“ Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagðist Ásgeir hafa afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum Kamran í sinn garð. Ásgeir segir upptökuna óyggjandi sönnunargagn en Kamran segir hana falsaða og að einhver annar en hann sjálfur sé að tala inn á hana. „Þetta er alls ekki röddin mín,“ segir hann. „Það var engin þörf á að hóta nokkrum manni þar sem við vorum búnir að kæra þetta. Þegar maður kærir einhvern formlega til lögreglu, og gerir allt löglega, er engin þörf á að hóta viðkomandi.“ Kæra Kamran til lögreglu er nú hjá ákærusviði sem mun taka ákvörðun um hvort rannsaka þurfi málið frekar eða ástæða sé til að gefa út ákæru. Tengdar fréttir Ásgeir Kolbeinsson kærir einn eigenda Austurs fyrir alvarlegar hótanir Fjölmiðlamaðurinn hefur afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum í garð sinn og fjölskyldu sinnar. 16. mars 2015 19:23 Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Harðvítugar deilur um rekstur Austurs eru nú til meðferðar hjá yfirvöldum. 13. mars 2015 10:48 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Þetta er alls ekki satt,“ segir Kamran Keivalou, einn eigenda skemmtistaðarins Austur, um kæru Ásgeirs Kolbeinssonar til lögreglu vegna meintra hótana Kamran í sinn garð. Kamran og Ásgeir hafa deilt um rekstur skemmtistaðarins um nokkra hríð en sá fyrrnefndi segir að með kærunni sé verið að reyna að slá ryki í augu fólks. „Fyrir um mánuði fengum við lögmaður minn boð frá lögreglu um að koma og svara spurningum um þetta, hvort ég hafi hótað honum eður ei,“ segir hinn íranski Kamran. „Við neituðum því. Hann er að nota þetta til að rugla Íslendinga, og íslenska lögreglu, í ríminu og beina sjónum frá því ólöglega sem hann er að gera á Austri. Þetta er leiksýning hjá honum.“ Harðsvírar deilur um rekstur Austurs Stundin greindi fyrst frá deilum þeirra Kamran og Ásgeirs í síðustu viku. Félagið Alfacom General Trading í eigu Kamran gerði tilboð í 101 Austurstræti, félagið sem sér um rekstur Austurs, haustið 2013. Ásgeir Kolbeinsson, sem átti fjórðung í 101 Austurstræti, segir Kamran hafa samið um að kaupa allt hlutaféð en aðeins greitt fyrir helming þess. Kamran lét loka posum félagsins vegna deilna um samþykki fyrir greiðslum félagsins. Í kjölfar þess stofnaði Ásgeir félagið Austurstræti 5 sem tekur við greiðslum og starfrækir posa Austurs. Sjá einnig: Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Ásgeir sakar Kamran um hótanir.Vísir/Vilhelm Vínveitingarleyfi staðarins er hins vegar enn skráð á 101 Austurstræti. Þetta sætta forsvarsmenn sig Alfacom ekki við og hafa farið fram á við lögreglu og embætti sýslumanns að rekstri staðarins verði lokað þar sem félagið hafi hvorki leyfi til rekstursins né gildan leigusamning. „Alls ekki röddin mín“ Í samtali við Vísi fyrr í kvöld sagðist Ásgeir hafa afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum Kamran í sinn garð. Ásgeir segir upptökuna óyggjandi sönnunargagn en Kamran segir hana falsaða og að einhver annar en hann sjálfur sé að tala inn á hana. „Þetta er alls ekki röddin mín,“ segir hann. „Það var engin þörf á að hóta nokkrum manni þar sem við vorum búnir að kæra þetta. Þegar maður kærir einhvern formlega til lögreglu, og gerir allt löglega, er engin þörf á að hóta viðkomandi.“ Kæra Kamran til lögreglu er nú hjá ákærusviði sem mun taka ákvörðun um hvort rannsaka þurfi málið frekar eða ástæða sé til að gefa út ákæru.
Tengdar fréttir Ásgeir Kolbeinsson kærir einn eigenda Austurs fyrir alvarlegar hótanir Fjölmiðlamaðurinn hefur afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum í garð sinn og fjölskyldu sinnar. 16. mars 2015 19:23 Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Harðvítugar deilur um rekstur Austurs eru nú til meðferðar hjá yfirvöldum. 13. mars 2015 10:48 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Ásgeir Kolbeinsson kærir einn eigenda Austurs fyrir alvarlegar hótanir Fjölmiðlamaðurinn hefur afhent lögreglu upptöku af meintum hótunum í garð sinn og fjölskyldu sinnar. 16. mars 2015 19:23
Austur til rannsóknar hjá lögreglu og sýslumanni Harðvítugar deilur um rekstur Austurs eru nú til meðferðar hjá yfirvöldum. 13. mars 2015 10:48