Þrjú og hálft ár í fangelsi fyrir að nauðga fjórtán ára stúlku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2015 10:34 Maðurinn braut í tvígang gegn stúlkunni í íbúð hans í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Ingvar Dór Birgisson, þrítugur karlmaður, hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að nauðga fjórtán ára gamalli stúlku vorið 2010. Ingvar Dór var upphaflega dæmdur haustið 2013, einnig í þriggja og hálfs árs fangelsi, en Hæstiréttur ómerkti dóminn og krafðist þess að aðalmeðferð málsins fær fram á nýjan leik. Taldi Hæstiréttur að verulegir annmarkar hefðu verið á rannsókn málsins og héraðsdómur ekki lagt mat á öll þau sönnunargögn sem færð hefðu verið fram. Maðurinn, sem var 25 ára þegar brotin voru framin á heimili mannsins í miðborg Reykjavíkur, hitti stúlkuna í tvígang á heimili sínu. Í fyrra skiptið áreitti hann hana kynferðislega en í hið síðara nauðgaði hann henni. Maðurinn viðurkenndi að hafa verið í samskiptum við stúlkuna á samfélagsmiðlum en neitaði að hún hefði komið heim til hans. Aðspurður hvernig stúlkan gat gefið greinargóðar lýsingar á húsnæði hans hélt hann því fram að hver sem er ætti auðveldan aðgang að húsnæðinu. Ljóst er að maðurinn og stúlkan áttu í símasamskiptum dagana tvo sem þau hittust á heimili Ingvars Dórs. Þá fannst mynd í farsíma mannsins, tekin sama dag og nauðgunin fór fram, sem sýnir nakin rass í rúmi ákærða. Ingvar Dór staðfesti að myndin væri tekin í rúmi hans og sagði stúlkan að myndin væri af sér. Hún hefði snúið sér við um leið og hann var að taka myndina. Í dómnum kemur fram að framburður stúlkunnar sé trúverðugur og fái stuðning í framburði vitna og gögnum málsins. Engar trúverðugar skýringar hafi komið fram hjá Ingvari Dór hvernig stúlkan gat lýst húsnæðinu með jafn ítarlegum hætti. Þykir framburður hans um að hann hafi ekki hitt stúlkuna ótrúverðugur og var honum því hafnað.Taldi að sýkna ætti Ingvar Dór Einn dómenda, Pétur Guðgeirsson héraðsdómari, gerir þá athugasemd að ákærði hafi frá upphafi neitað því að hafa átt kynferðismök við stúlkuna. Þá hafi ákærði ennfremur neitað því að hafa nokkru sinni hitt hana. Taldi hann að sýkna ætti Ingvar af ákærunni en þó ætti hann að greiða skaðabætur. Vísaði Pétur til álits Samúels V. Samúelssonar læknis sem sagði ekki hafa verið sýnt fram á að myndin í síma Ingvars Dórs hafi verið af stúlkunni. Ákærða og stúlkunni beri saman um það að þau hafi, á þeim tíma sem um ræðir, verið í talsverðum fjarskiptum, þar á meðal símasamskiptum. Álíti hann varhugavert að líta svo á að símagögnin í málinu geri meira en að styðja framburð þeirra að því leyti. Stúlkan, sem gefið hafi trúverðuga skýrslu fyrir dómi, hafi lýst íbúð ákærða allítarlega. Hann álíti þetta þó ekki nægja til þess að sanna að ákærði hafi haft kynferðismök við stúlkuna gegn eindreginni neitun hans. Ingvar Dór var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og til að greiða stúlkunni eina milljón króna í bætur. Dómur féll þann 19. janúar síðastliðinn en hefur nýlega verið birtur á vefsíðu héraðsdóms.Dóminn í heild sinni má lesa hér. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Ingvar Dór Birgisson, þrítugur karlmaður, hefur verið dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að nauðga fjórtán ára gamalli stúlku vorið 2010. Ingvar Dór var upphaflega dæmdur haustið 2013, einnig í þriggja og hálfs árs fangelsi, en Hæstiréttur ómerkti dóminn og krafðist þess að aðalmeðferð málsins fær fram á nýjan leik. Taldi Hæstiréttur að verulegir annmarkar hefðu verið á rannsókn málsins og héraðsdómur ekki lagt mat á öll þau sönnunargögn sem færð hefðu verið fram. Maðurinn, sem var 25 ára þegar brotin voru framin á heimili mannsins í miðborg Reykjavíkur, hitti stúlkuna í tvígang á heimili sínu. Í fyrra skiptið áreitti hann hana kynferðislega en í hið síðara nauðgaði hann henni. Maðurinn viðurkenndi að hafa verið í samskiptum við stúlkuna á samfélagsmiðlum en neitaði að hún hefði komið heim til hans. Aðspurður hvernig stúlkan gat gefið greinargóðar lýsingar á húsnæði hans hélt hann því fram að hver sem er ætti auðveldan aðgang að húsnæðinu. Ljóst er að maðurinn og stúlkan áttu í símasamskiptum dagana tvo sem þau hittust á heimili Ingvars Dórs. Þá fannst mynd í farsíma mannsins, tekin sama dag og nauðgunin fór fram, sem sýnir nakin rass í rúmi ákærða. Ingvar Dór staðfesti að myndin væri tekin í rúmi hans og sagði stúlkan að myndin væri af sér. Hún hefði snúið sér við um leið og hann var að taka myndina. Í dómnum kemur fram að framburður stúlkunnar sé trúverðugur og fái stuðning í framburði vitna og gögnum málsins. Engar trúverðugar skýringar hafi komið fram hjá Ingvari Dór hvernig stúlkan gat lýst húsnæðinu með jafn ítarlegum hætti. Þykir framburður hans um að hann hafi ekki hitt stúlkuna ótrúverðugur og var honum því hafnað.Taldi að sýkna ætti Ingvar Dór Einn dómenda, Pétur Guðgeirsson héraðsdómari, gerir þá athugasemd að ákærði hafi frá upphafi neitað því að hafa átt kynferðismök við stúlkuna. Þá hafi ákærði ennfremur neitað því að hafa nokkru sinni hitt hana. Taldi hann að sýkna ætti Ingvar af ákærunni en þó ætti hann að greiða skaðabætur. Vísaði Pétur til álits Samúels V. Samúelssonar læknis sem sagði ekki hafa verið sýnt fram á að myndin í síma Ingvars Dórs hafi verið af stúlkunni. Ákærða og stúlkunni beri saman um það að þau hafi, á þeim tíma sem um ræðir, verið í talsverðum fjarskiptum, þar á meðal símasamskiptum. Álíti hann varhugavert að líta svo á að símagögnin í málinu geri meira en að styðja framburð þeirra að því leyti. Stúlkan, sem gefið hafi trúverðuga skýrslu fyrir dómi, hafi lýst íbúð ákærða allítarlega. Hann álíti þetta þó ekki nægja til þess að sanna að ákærði hafi haft kynferðismök við stúlkuna gegn eindreginni neitun hans. Ingvar Dór var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi og til að greiða stúlkunni eina milljón króna í bætur. Dómur féll þann 19. janúar síðastliðinn en hefur nýlega verið birtur á vefsíðu héraðsdóms.Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira