Tveggja ára fangelsi: Nýtti sér ölvun og svefndrunga konu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2015 14:52 Myndin er sviðsett. Vísir/Getty Tæplega þrítugur karlmaður, Marcel Wojcik, var á dögunum dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun með því að hafa sleikt kynfæri konu þar sem hún lá sofandi í rúmi og notfært sér að hún gat ekki veitt mótspyrnu sökum ölvunar og svefndrunga. Þau höfðu verið saman í partýi hjá sameiginlegum vini í september 2014 en orðið tvö eftir í íbúðinni á meðan sambýlismaður hennar og fleiri gestir héldu út á lífið um nóttina. Konan mætti ásamt sambýlismanni sínum í íbúð vinar þeirra 10. september 2014. Þar hittu þau Marcel sem fékk að dvelja tímabundið á heimili vinarins. Konan sagðist hafa sofnað áfengisdauða um nóttina í stofunni en vaknað um klukkan fimm við það að Marcel lá á milli fóta hennar og var að hafa við hana munnmök. Sagði hún fyrir dómi að það hefði tekið nokkrar sekúndur fyrir hana að átta sig en þegar hún sá hver var á milli fóta sér hafi hennar fyrstu viðbrögð verið að segja honum að hún væri á blæðingum. Marcel á að hafa sagt að sér væri alveg sama og togað hana til sín. Í sömu mund hefði þriðji gestur komið aftur heim. Hringdi konan í sambýlismann sinn í kjölfarið og var í miklu uppnámi. Gesturinn spjallaði við Marcel og sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að dæmdi hefði viðurkennt að hafa verið að „putta“ brotaþola. Hann sagðist hins vegar hafa fengið leyfi til þess. Því harðneitaði brotaþoli. Dæmdi bar við minnisleysi hjá lögreglu en þó með þeim fyrirvara að hefði eitthvað gerst hjá honum og konunni hefði það verið með leyfi konunnar.DNA-rannsókn styður framburð konunnar Óumdeilt er að konan var mikið ölvuð og neytti einnig kannabisefna. Þá hafði hún verið á fótum frá því hún sinnti ungum börnum sínum snemma að morgni dags. Bjór og kannabis ofan í þreytuna hefði gert hana mjög syfjaða. Reyndu sambýlismaður hennar og vinur að vekja hana áður en þeir héldu í bæinn en án árangurs. Í dómi Héraðsdóms segir að framburður konunnar sé trúverðugur og fái bæði stuðning í framburði vitna og niðurstöðu DNA-rannsóknar. Ákærði hafi borið fyrir sig minnisleysi og framburður hans hafi ekki verið afdráttarlaus. Þá dregur frásögn vitnisins sem fyrst sneri heim úr trúverðugleika Marcels um það að kynferðismök hafi ekki átt sér stað. Marcel hefur hlotið átta refsidóma frá árinu 2006 fyrir líkamsárásir, húsbrot, eignaspjöll og þjófnaðarbrot. Þykir refsing hans hæfileg tvö ár í fangelsi. Þá þarf hann að greiða konunni eina milljón króna í skaðabætur.Dóminn í heild sinni má nálgast hér. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Tæplega þrítugur karlmaður, Marcel Wojcik, var á dögunum dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun með því að hafa sleikt kynfæri konu þar sem hún lá sofandi í rúmi og notfært sér að hún gat ekki veitt mótspyrnu sökum ölvunar og svefndrunga. Þau höfðu verið saman í partýi hjá sameiginlegum vini í september 2014 en orðið tvö eftir í íbúðinni á meðan sambýlismaður hennar og fleiri gestir héldu út á lífið um nóttina. Konan mætti ásamt sambýlismanni sínum í íbúð vinar þeirra 10. september 2014. Þar hittu þau Marcel sem fékk að dvelja tímabundið á heimili vinarins. Konan sagðist hafa sofnað áfengisdauða um nóttina í stofunni en vaknað um klukkan fimm við það að Marcel lá á milli fóta hennar og var að hafa við hana munnmök. Sagði hún fyrir dómi að það hefði tekið nokkrar sekúndur fyrir hana að átta sig en þegar hún sá hver var á milli fóta sér hafi hennar fyrstu viðbrögð verið að segja honum að hún væri á blæðingum. Marcel á að hafa sagt að sér væri alveg sama og togað hana til sín. Í sömu mund hefði þriðji gestur komið aftur heim. Hringdi konan í sambýlismann sinn í kjölfarið og var í miklu uppnámi. Gesturinn spjallaði við Marcel og sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að dæmdi hefði viðurkennt að hafa verið að „putta“ brotaþola. Hann sagðist hins vegar hafa fengið leyfi til þess. Því harðneitaði brotaþoli. Dæmdi bar við minnisleysi hjá lögreglu en þó með þeim fyrirvara að hefði eitthvað gerst hjá honum og konunni hefði það verið með leyfi konunnar.DNA-rannsókn styður framburð konunnar Óumdeilt er að konan var mikið ölvuð og neytti einnig kannabisefna. Þá hafði hún verið á fótum frá því hún sinnti ungum börnum sínum snemma að morgni dags. Bjór og kannabis ofan í þreytuna hefði gert hana mjög syfjaða. Reyndu sambýlismaður hennar og vinur að vekja hana áður en þeir héldu í bæinn en án árangurs. Í dómi Héraðsdóms segir að framburður konunnar sé trúverðugur og fái bæði stuðning í framburði vitna og niðurstöðu DNA-rannsóknar. Ákærði hafi borið fyrir sig minnisleysi og framburður hans hafi ekki verið afdráttarlaus. Þá dregur frásögn vitnisins sem fyrst sneri heim úr trúverðugleika Marcels um það að kynferðismök hafi ekki átt sér stað. Marcel hefur hlotið átta refsidóma frá árinu 2006 fyrir líkamsárásir, húsbrot, eignaspjöll og þjófnaðarbrot. Þykir refsing hans hæfileg tvö ár í fangelsi. Þá þarf hann að greiða konunni eina milljón króna í skaðabætur.Dóminn í heild sinni má nálgast hér.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira