Barnahús að íslenskri fyrirmynd rísa í Lundúnum Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2015 12:30 Cameron forsætisráðherra Bretlands hefur skilgreint misnotkun á börnum sem allsherjar ógn við samfélagið. Fimm barnahús að íslenskri fyrirmynd verða sett á laggirnar í Lundúnum á næstu árum. Forstjóri Barnaverndarstofu flutti erindi um starfsemi Barnahúss á fundi í bresku lávarðadeildinni í gær. Nokkur mjög stór barnaníðingamál hafa komið upp í Bretlandi að undanförnu, nú síðast í Oxforskíri þar sem talið er að hundruð ungra stúlkna hafi verið í bráðri hættu af misnotun sjö manna hóps barnaníðinga og að yfirvöld á svæðinu hafi í 59 tilvikum brugðist börnum sem urðu fyrir kynferðisofbeldi. David Cameron forsætisráðherra Bretlands fundaði í gær með hópi fullorðinna fórnarlamba barnaníðs ásamt fulltrúum lögreglu og félagsmálayfirvalda. „Fyrir utan nauðsynlegar breytingar innan lögreglunnar og á lagarama þurfum við að breyta hugsunarhætti fólks í þessum málum. Nauðsynlegt er að segja hátt og skýrt að misnotkun barna undir lögaldri verði ekki liðin og yfirvöld mega ekki líta framhjá vandanum eins og gerst hefur allt of oft í fortíðinni,“ sagði Cameron fyrir fundinn. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu ávarpaði fund á vegum bresku lávarðadeildarinnar í Lundúnum í gær þar sem hann greindi frá reynslu Íslendinga af rekstri Barnahúss og þeirri hugmyndafræði sem byggi þar að baki. En Íslendingar voru fyrstir til að setja slíkt hús á laggirnar árið 1998 en síðan hafa Norðurlöndin og fleiri ríki Evrópu tekið þessa hugmyndafræði upp. Kings College sjúkrahúsið í Lundúnum fékk það verkefni að koma með tillögur fyrir bresk heilbrigðisyfirvöld í málefnum barna sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi og leggur til að íslenska leiðin verði farin. „Þá aðferð að veita börnum barnvinsamlegar móttökur eftir að hafa orðið fyrir áföllum vegna kynferðisbrota. En þó þannig að fagmennsku sé gætt til hins ítrasta svo og réttinda sakbornings,“ segir Bragi. Hann segir eðlilegt þegar stór mál eins og upp hafi komið í Bretlandi að undanförnu beri tilfinningarnar fólk ofurliði en það skipti máli að halda yfirvegun og einblína ekki á refsiþáttinn heldur gæta þess að börnin fái alla nauðsynlega hjálp og græða sár þeirra. En Kings College hafi nú birt tillögur sínar um úrbætur í þessum málum. „Og það er auðvitað ánægjulegt fyrir okkur Íslendinga að aðaltillagan er sú að stofnsetja mjög fljótt þrjú til fimm barnahús í jafnmörgum borgarhlutum í Lundúnum,“ segir Bragi. Hann er sannfærður um að innan einhverra ára eigi Barnahús eftir að rísa um allt Bretland og víðar. „Í rauninni er ekki nokkur minnsti efi í mínum huga um að þetta verði ríkjandi form í meðferð þessara mála um alla Evrópu áður en mjög langt um líður. Það er alveg ljóst að það er engin önnur aðferð til sem setur velferð og hagsmuni barnsins í öndvegi við rannsókn og meðferð þessara mála,“ segir Bragi Guðbrandsson. En í dag eru yfir 50 barnahús að íslenskri fyrirmynd starfrækt víðs vegar um Evrópu. Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Cameron forsætisráðherra Bretlands hefur skilgreint misnotkun á börnum sem allsherjar ógn við samfélagið. Fimm barnahús að íslenskri fyrirmynd verða sett á laggirnar í Lundúnum á næstu árum. Forstjóri Barnaverndarstofu flutti erindi um starfsemi Barnahúss á fundi í bresku lávarðadeildinni í gær. Nokkur mjög stór barnaníðingamál hafa komið upp í Bretlandi að undanförnu, nú síðast í Oxforskíri þar sem talið er að hundruð ungra stúlkna hafi verið í bráðri hættu af misnotun sjö manna hóps barnaníðinga og að yfirvöld á svæðinu hafi í 59 tilvikum brugðist börnum sem urðu fyrir kynferðisofbeldi. David Cameron forsætisráðherra Bretlands fundaði í gær með hópi fullorðinna fórnarlamba barnaníðs ásamt fulltrúum lögreglu og félagsmálayfirvalda. „Fyrir utan nauðsynlegar breytingar innan lögreglunnar og á lagarama þurfum við að breyta hugsunarhætti fólks í þessum málum. Nauðsynlegt er að segja hátt og skýrt að misnotkun barna undir lögaldri verði ekki liðin og yfirvöld mega ekki líta framhjá vandanum eins og gerst hefur allt of oft í fortíðinni,“ sagði Cameron fyrir fundinn. Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndarstofu ávarpaði fund á vegum bresku lávarðadeildarinnar í Lundúnum í gær þar sem hann greindi frá reynslu Íslendinga af rekstri Barnahúss og þeirri hugmyndafræði sem byggi þar að baki. En Íslendingar voru fyrstir til að setja slíkt hús á laggirnar árið 1998 en síðan hafa Norðurlöndin og fleiri ríki Evrópu tekið þessa hugmyndafræði upp. Kings College sjúkrahúsið í Lundúnum fékk það verkefni að koma með tillögur fyrir bresk heilbrigðisyfirvöld í málefnum barna sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi og leggur til að íslenska leiðin verði farin. „Þá aðferð að veita börnum barnvinsamlegar móttökur eftir að hafa orðið fyrir áföllum vegna kynferðisbrota. En þó þannig að fagmennsku sé gætt til hins ítrasta svo og réttinda sakbornings,“ segir Bragi. Hann segir eðlilegt þegar stór mál eins og upp hafi komið í Bretlandi að undanförnu beri tilfinningarnar fólk ofurliði en það skipti máli að halda yfirvegun og einblína ekki á refsiþáttinn heldur gæta þess að börnin fái alla nauðsynlega hjálp og græða sár þeirra. En Kings College hafi nú birt tillögur sínar um úrbætur í þessum málum. „Og það er auðvitað ánægjulegt fyrir okkur Íslendinga að aðaltillagan er sú að stofnsetja mjög fljótt þrjú til fimm barnahús í jafnmörgum borgarhlutum í Lundúnum,“ segir Bragi. Hann er sannfærður um að innan einhverra ára eigi Barnahús eftir að rísa um allt Bretland og víðar. „Í rauninni er ekki nokkur minnsti efi í mínum huga um að þetta verði ríkjandi form í meðferð þessara mála um alla Evrópu áður en mjög langt um líður. Það er alveg ljóst að það er engin önnur aðferð til sem setur velferð og hagsmuni barnsins í öndvegi við rannsókn og meðferð þessara mála,“ segir Bragi Guðbrandsson. En í dag eru yfir 50 barnahús að íslenskri fyrirmynd starfrækt víðs vegar um Evrópu.
Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira