Innlent

Magnús og Sigurður hafa báðir óskað eftir að hefja afplánun

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Allir sakborningarnir í Al Thani málinu hafa óskað eftir því að hefja afplánun en tveir eru þegar komnir í fangelsi.
Allir sakborningarnir í Al Thani málinu hafa óskað eftir því að hefja afplánun en tveir eru þegar komnir í fangelsi. Vísir
Allir sakborningarnir í Al Thani málinu hafa óskað eftir því að hefja afplánun, samkvæmt upplýsingum Vísis. Tveir sakborninganna fjögurra hafa þegar hafið afplánun; þeir Ólafur Ólafsson og Hreiðar Már Sigurðsson.

Sjá einnig: Hreiðar Már hefur hafið afplánun




Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, kom, samkvæmt heimildum Vísis, gagngert hingað til lands til þess að komast í afplánun. Sömu sögu er að segja um Hreiðar Má, sem Vísir greindi frá í morgun að væri kominn í fangelsi.



Auk Sigurðar hefur Magnús Guðmundsson, sem fékk fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, óskað eftir að hefja afplánun sem fyrst.


Tengdar fréttir

Hreiðar Már hefur hafið afplánun

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hefur hafið afplánun. Samkvæmt upplýsingum Vísis situr hann nú inni í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×