Íslendingar háma í sig þunglyndislyfin Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2015 13:10 Magnús Jóhannsson læknir er hluti af lyfjateyminu hjá Landlæknisembættinu. Menn kunna ekki að skýringar á því hvernig það má vera að Íslendingar nota mest allra í Evrópu af þunglyndislyfjum. Vísir Íslendingar njóta þess vafasama heiðurs að innbyrða mest þunglyndislyfja í Evrópu. Í öðru sæti eru Danir og svo Portúgalar. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu OECD. (OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin). Í skýrslunni kemur fram að árið 2008 hafi um 30 prósent kvenna 65 ára og eldri fengið lyfseðil fyrir þunglyndislyfi miðað við 15 prósent í Noregi. Jafnframt segir að í nánast öllum löndum Evrópu hafi notkun þunglyndislyfja aukist undanfarinn áratug um sem nemur 80 prósentum. Í skýrslunni er tæpt á því að á meðan sumir sem greina þessa stöðu telji þetta til marks um aukna tíðni þunglyndis séu aðrir sem benda á að þessi aukning segi einfaldlega til um aukna viðleitni í þá átt að vilja takast á við þessa tegund sjúkdóma.Samkvæmt þessari töflu nota tíu prósent Íslendinga þunglyndislyf, og tróna á toppi lista.Erfitt að meta algengi þunglyndis Þessar niðurstöður eru ekki neitt nýtt fyrir Íslendinga. Til þess bærir menn standa ráðþrota gagnvart þeirri spurningu sem er hvernig það megi vera að Íslendingar leita öðrum fremur í lyf til lausnar sínum vanda? Magnús Jóhannsson læknir er hluti af lyfjateyminu hjá Landlæknisembættinu og hann segir í viðtali að þetta hafi legið fyrir lengi að Íslendingar nota meira af þunglyndislyfjum en er á hinum Norðurlöndunum. Menn hafa að sjálfsögðu velt þeirri spurningu fyrir sér, hvernig þetta megi vera? Við Íslendingar erum að nota meira af ýmsum lyfjum en þekkist annars staðar: Meira af örvandi lyfjum, róandi lyfjum, svefnlyfjum og þunglyndislyfjum svo eitthvað sé nefnt. „Erfitt er að meta algengi þunglyndis í það heila. Sumir segja að það sé mikið á Íslandi af því að við notum mikið af þunglyndislyfjum. Ég er ekki alveg viss um að það sé rétt,“ segir Magnús.Þunglyndislyf notuð við fleiru en þunglyndi Magnús bendir á að ef í ljós kemur að einn lyfjaflokkur á Íslandi er notaður meira en annars staðar geta verið fleiri en ein skýring á því. „Ofnotkun kemur vissulega til greina en einnig að við séum komin lengra í að meðhöndla tiltekna sjúkdóma. Sennilega blanda af þessu tvennu. Til að leita skýringa á því þarf að gera heilmiklar rannsóknir og það er ekki á okkar færi hjá Landlæknisembættinu að gera það.“ Það sem er til að flækja málin er svo það að á Íslandi eru þunglyndislyf notuð við fleiru en þunglyndi. Magnús segir þau hjá Landlæknisembættinu hafa fjallað um lyfjanotkun í Læknablaðinu, meðal annars hafi þau skrifað um þunglyndislyf. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira
Íslendingar njóta þess vafasama heiðurs að innbyrða mest þunglyndislyfja í Evrópu. Í öðru sæti eru Danir og svo Portúgalar. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu OECD. (OECD stendur fyrir Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin). Í skýrslunni kemur fram að árið 2008 hafi um 30 prósent kvenna 65 ára og eldri fengið lyfseðil fyrir þunglyndislyfi miðað við 15 prósent í Noregi. Jafnframt segir að í nánast öllum löndum Evrópu hafi notkun þunglyndislyfja aukist undanfarinn áratug um sem nemur 80 prósentum. Í skýrslunni er tæpt á því að á meðan sumir sem greina þessa stöðu telji þetta til marks um aukna tíðni þunglyndis séu aðrir sem benda á að þessi aukning segi einfaldlega til um aukna viðleitni í þá átt að vilja takast á við þessa tegund sjúkdóma.Samkvæmt þessari töflu nota tíu prósent Íslendinga þunglyndislyf, og tróna á toppi lista.Erfitt að meta algengi þunglyndis Þessar niðurstöður eru ekki neitt nýtt fyrir Íslendinga. Til þess bærir menn standa ráðþrota gagnvart þeirri spurningu sem er hvernig það megi vera að Íslendingar leita öðrum fremur í lyf til lausnar sínum vanda? Magnús Jóhannsson læknir er hluti af lyfjateyminu hjá Landlæknisembættinu og hann segir í viðtali að þetta hafi legið fyrir lengi að Íslendingar nota meira af þunglyndislyfjum en er á hinum Norðurlöndunum. Menn hafa að sjálfsögðu velt þeirri spurningu fyrir sér, hvernig þetta megi vera? Við Íslendingar erum að nota meira af ýmsum lyfjum en þekkist annars staðar: Meira af örvandi lyfjum, róandi lyfjum, svefnlyfjum og þunglyndislyfjum svo eitthvað sé nefnt. „Erfitt er að meta algengi þunglyndis í það heila. Sumir segja að það sé mikið á Íslandi af því að við notum mikið af þunglyndislyfjum. Ég er ekki alveg viss um að það sé rétt,“ segir Magnús.Þunglyndislyf notuð við fleiru en þunglyndi Magnús bendir á að ef í ljós kemur að einn lyfjaflokkur á Íslandi er notaður meira en annars staðar geta verið fleiri en ein skýring á því. „Ofnotkun kemur vissulega til greina en einnig að við séum komin lengra í að meðhöndla tiltekna sjúkdóma. Sennilega blanda af þessu tvennu. Til að leita skýringa á því þarf að gera heilmiklar rannsóknir og það er ekki á okkar færi hjá Landlæknisembættinu að gera það.“ Það sem er til að flækja málin er svo það að á Íslandi eru þunglyndislyf notuð við fleiru en þunglyndi. Magnús segir þau hjá Landlæknisembættinu hafa fjallað um lyfjanotkun í Læknablaðinu, meðal annars hafi þau skrifað um þunglyndislyf.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira