Fastur á Kleifaheiði í óveðri í sex tíma og sér fram á að vera þar í nótt Birgir Olgeirsson skrifar 25. febrúar 2015 17:02 Páll segist eiga eftir tæpt strik á olíugeyminum og að kyndingin hafi ekki svikið hann enn. „Ég hef það gott bara,“ segir bílstjórinn Páll Ágúst Sigurðarson sem hefur setið fastur á Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum í sex tíma, eða frá ellefta tímanum í morgun. Páll var á leið með fisk frá Rifi á Snæfellsnesi til vinnslu á Tálknafirði. Hann lagði af stað klukkan fjögur í nótt og hafði ekið tæpa fjögur hundruð kílómetra þegar hann festist á leiðinni niður af Kleifaheiði. „Þetta var grátlega lítið eftir, segir Páll Ágúst sem sér fram á að hafast við í vöruflutningabílnum í nótt. Reynt var að ná í Pál á veghefli fyrr í dag en sá lenti í vandræðum og því ekki unnt að sækja hann.Hér má sjá leiðina sem Páll þurfti að fara frá Rifi á Snæfellsnesi til Tálknafjarðar. Hann situr nú fastur á Kleifaheiði og sér fram á að vera þar í nótt í brjáluðu veðri.map.is„Ég gat ekki séð hann“ „Hann reyndi að koma á heflinum á áðan. Það borgaði sig ekkert. Við vorum hérna mjög stutt frá hvor öðrum en ég gat ekki séð hann. Ég held að hann hafi lent í vandræðum sjálfur að komast niður,“ segir Páll Ágúst sem segir ekkert skyggni á heiðinni ennþá fyrir nokkurn til að losa vöruflutningabílinn. „Skyggnið leyfir engar aðgerðir,“ segir Páll Ágúst. Hann á því ekki von á öðru en að dvelja í bílnum yfir nóttina í kolvitlausu veðri uppi á Kleifaheiði. Búist er við stormi á Vestfjörðum í nótt og á morgun.Mun ekki svelta í hel „Ég sé ekkert annað í stöðunni. Ég held að það sé ekki vit í því fyrir neinn að vera að þvælast hérna,“ segir Páll Ágúst sem telur sig engri hættu. „Ég er hérna í lokuðu rými og á ennþá eftir tæpt eitt strik á olíutankinum. Fíringin hefur ekki verið að svíkja mig. Ég keyri hana á lágmarkshita. Hún á nú að duga helvíti lengi. Ég þarf að setja hana í gang annað slagið af því að hún notar af rafgeymunum olíufíringin svo maður verður ekki rafmagnslaus. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Páll Ágúst. Hann segist eiga eftir rest af nesti og hefur ekki áhyggjur af matarskorti. „Það þarf svo sem ekkert alltaf að vera að troða í sig. Ég mun ekki svelta í hel þó að ég fái ekki eitthvað að borða. Ég er alveg vel haldinn.“ Veður Tengdar fréttir Veginum um Kjalarnes lokað Leiðindaveður á svæðinu 25. febrúar 2015 11:04 Veðrið gæti breyst með skömmum fyrirvara Litlu má mun að norðan strengurinn nái betur inn á land á morgun með enn meiri vind 25. febrúar 2015 11:52 Fylgstu með lægðinni í "beinni“ Lægðin er á leið austnorðaustur yfir landið. 25. febrúar 2015 10:54 Vara við mjög hvössum hliðarvindi á Reykjanesbraut Allt að 35 metrar á sekúndu í hviðum. 25. febrúar 2015 09:46 Íbúar yfirgefa heimili á Patreksfirði: „Snælduvitlaust veður“ Þrettán hús rýmd vegna snjóflóðahættu 25. febrúar 2015 15:49 Veginum undir Eyjafjöllum lokað Mikið hvassviðri er með suðurströndinni. 25. febrúar 2015 14:48 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
„Ég hef það gott bara,“ segir bílstjórinn Páll Ágúst Sigurðarson sem hefur setið fastur á Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum í sex tíma, eða frá ellefta tímanum í morgun. Páll var á leið með fisk frá Rifi á Snæfellsnesi til vinnslu á Tálknafirði. Hann lagði af stað klukkan fjögur í nótt og hafði ekið tæpa fjögur hundruð kílómetra þegar hann festist á leiðinni niður af Kleifaheiði. „Þetta var grátlega lítið eftir, segir Páll Ágúst sem sér fram á að hafast við í vöruflutningabílnum í nótt. Reynt var að ná í Pál á veghefli fyrr í dag en sá lenti í vandræðum og því ekki unnt að sækja hann.Hér má sjá leiðina sem Páll þurfti að fara frá Rifi á Snæfellsnesi til Tálknafjarðar. Hann situr nú fastur á Kleifaheiði og sér fram á að vera þar í nótt í brjáluðu veðri.map.is„Ég gat ekki séð hann“ „Hann reyndi að koma á heflinum á áðan. Það borgaði sig ekkert. Við vorum hérna mjög stutt frá hvor öðrum en ég gat ekki séð hann. Ég held að hann hafi lent í vandræðum sjálfur að komast niður,“ segir Páll Ágúst sem segir ekkert skyggni á heiðinni ennþá fyrir nokkurn til að losa vöruflutningabílinn. „Skyggnið leyfir engar aðgerðir,“ segir Páll Ágúst. Hann á því ekki von á öðru en að dvelja í bílnum yfir nóttina í kolvitlausu veðri uppi á Kleifaheiði. Búist er við stormi á Vestfjörðum í nótt og á morgun.Mun ekki svelta í hel „Ég sé ekkert annað í stöðunni. Ég held að það sé ekki vit í því fyrir neinn að vera að þvælast hérna,“ segir Páll Ágúst sem telur sig engri hættu. „Ég er hérna í lokuðu rými og á ennþá eftir tæpt eitt strik á olíutankinum. Fíringin hefur ekki verið að svíkja mig. Ég keyri hana á lágmarkshita. Hún á nú að duga helvíti lengi. Ég þarf að setja hana í gang annað slagið af því að hún notar af rafgeymunum olíufíringin svo maður verður ekki rafmagnslaus. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af,“ segir Páll Ágúst. Hann segist eiga eftir rest af nesti og hefur ekki áhyggjur af matarskorti. „Það þarf svo sem ekkert alltaf að vera að troða í sig. Ég mun ekki svelta í hel þó að ég fái ekki eitthvað að borða. Ég er alveg vel haldinn.“
Veður Tengdar fréttir Veginum um Kjalarnes lokað Leiðindaveður á svæðinu 25. febrúar 2015 11:04 Veðrið gæti breyst með skömmum fyrirvara Litlu má mun að norðan strengurinn nái betur inn á land á morgun með enn meiri vind 25. febrúar 2015 11:52 Fylgstu með lægðinni í "beinni“ Lægðin er á leið austnorðaustur yfir landið. 25. febrúar 2015 10:54 Vara við mjög hvössum hliðarvindi á Reykjanesbraut Allt að 35 metrar á sekúndu í hviðum. 25. febrúar 2015 09:46 Íbúar yfirgefa heimili á Patreksfirði: „Snælduvitlaust veður“ Þrettán hús rýmd vegna snjóflóðahættu 25. febrúar 2015 15:49 Veginum undir Eyjafjöllum lokað Mikið hvassviðri er með suðurströndinni. 25. febrúar 2015 14:48 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Sjá meira
Veðrið gæti breyst með skömmum fyrirvara Litlu má mun að norðan strengurinn nái betur inn á land á morgun með enn meiri vind 25. febrúar 2015 11:52
Vara við mjög hvössum hliðarvindi á Reykjanesbraut Allt að 35 metrar á sekúndu í hviðum. 25. febrúar 2015 09:46
Íbúar yfirgefa heimili á Patreksfirði: „Snælduvitlaust veður“ Þrettán hús rýmd vegna snjóflóðahættu 25. febrúar 2015 15:49
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent