Enski boltinn

Noble framlengdi til 2020

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mark Noble verður áfram hjá West Ham.
Mark Noble verður áfram hjá West Ham. Vísir/Getty
Stuðningsmenn West Ham kættust í morgun þegar fregnir bárust af því að miðjumaðurinn Mark Noble hafi skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2020.

Noble er 27 ára gamall og hefur tvívegis verið valinn leikmaður ársins hjá félaginu. Hann hefur spilað með West Ham allan sinn feril en var lánaður til Hull City og Ipswich í skamman tíma árið 2006.

Gamli samningurinn átti að renna út í sumar en hann var orðaður bæði við West Brom og QPR í janúarglugganum. Hann er leikjahæsti leikmaður liðsins í ensku úrvalsdeildinni og spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 2004, þá sautján ára gamall.

West Ham er sem stendur í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 39 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×