Lítt þekktir heima fyrir en tilnefndir til Norrænu tónlistarverðlaunanna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. febrúar 2015 11:32 Meðlimir Pink Street Boys mynd/aðsend Hljómsveitin Pink Street Boys var í gær tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna fyrir plötu sína Trash From The Boys. Margir hverjir hafa eflaust aldrei heyrt um hljómsveitina og velta vöngum yfir tilnefningunni. Hér ber því að líta örlita samantekt Vísis um sveitina. Fyrst af öllu ber að nefna að allir meðlimir sveitarinnar hafa tattúverað nafn hennar eða tákn á líkama sinn. Erfitt er að stimpla tónlistarstefnu sveitarinnar en einn gítarleikara hennar segir hana vera „hart bland í poka.“ Söngvarinn hefur áður gefið út að hljómsveitin spili „hátt“. „Við komum allir úr Grafarvogi og Kópavoginum,“ segir Víðir en bætir þó við að hann sé upphaflega úr miðbænum. Hljómsveitarmeðlimir hafi spilað lengi saman og áður undir hinum ýmsu nöfnum. Þar má nefna Kid Twist og Dandelion Seeds. Víðir telur að það hafi verið kringum 2012 eða 2013 sem Pink Street Boys nafnið festist við sveitina. „Nafnið kemur í raun frá æfingahúsnæði okkar við Skemmuuveg í Kópavogi. Bleika gatan maður,“ segir Víðir. Aðspurður segir hann að tilnefningin hafi komið þeim piltum talsvert á óvart. Þeir hafi fengið að vita af henni með dags fyrirvara og áttu ekki von á henni. Hljómsveitin samanstendur af Axeli Björnssyni (söngur og gítar), Jónbirni Birgissyni (gítar, bassi, söngur), Víði Alexander Jónssyni (gítar, bassi, söngur), Einari Birni Þórarinssyni (trommur) og Alfreð Óskarssyni sem lemur tambúrínu og heldur uppi stuðinu. Tilnefningin kom þeim piltum talsvert á óvart. Á Facebook síðu sveitarinnar, sem hefur tæpa þúsund fylgjendur, segir að helstu áhrifavaldar séu Link Wray, The Shadows og Madonna. Þar er einnig fullyrt að hljómsveitin sé sú háværasta á Íslandi. Pink Street Boys hefur að mestu spilað hérlendis en stefnan er tekin út á árinu. Ekkert er þó enn í hendi þar en líklegt verður að teljast að tilnefningin muni hjálpa til. Prins Póló var einnig tilnefnd til verðlaunanna fyrir plötu sína Sorrí en báðar sveitir rötuðu inn á lista Fréttablaðsins yfir tíu bestu plötur ársins 2014. Þar tróndi Prins Póló á toppnum en Pink Street Boys voru í sjöunda sæti.Fyrir neðan er hægt að sjá upptöku af því þegar Pink Street Boys spilaði á KEXP útvarpsstöðinni meðan Iceland Airwaves stóð yfir. Tengdar fréttir Listamenn færa sig á iðnaðarsvæðin Fréttablaðið skoðar þrjár vinnustofur ungra listamanna, sem staðsettar eru á iðnaðarsvæðum fyrir utan miðbæ Reykjavíkur. 5. janúar 2015 12:30 Gestir mæti með eyrnatappa Pink Street Boys, Godchilla, Kvöl og Lord Pusswhip halda háværa tónleika í kvöld. 11. desember 2014 13:00 Kraumslistinn fyrir 2014 tilkynntur Verðlaunin afhent í lok mánaðar til þeirra tónlistarmanna sem skara fram úr. 4. desember 2014 09:30 Norrænu tónlistarverðlaunin: Prins Póló og Pink Street Boys tilnefnd Úrslitin verða kunngjörð á tónlistarhátíðinni by:Larm í Noregi þann 5. mars. 11. febrúar 2015 22:35 Mest lesið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira
Hljómsveitin Pink Street Boys var í gær tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna fyrir plötu sína Trash From The Boys. Margir hverjir hafa eflaust aldrei heyrt um hljómsveitina og velta vöngum yfir tilnefningunni. Hér ber því að líta örlita samantekt Vísis um sveitina. Fyrst af öllu ber að nefna að allir meðlimir sveitarinnar hafa tattúverað nafn hennar eða tákn á líkama sinn. Erfitt er að stimpla tónlistarstefnu sveitarinnar en einn gítarleikara hennar segir hana vera „hart bland í poka.“ Söngvarinn hefur áður gefið út að hljómsveitin spili „hátt“. „Við komum allir úr Grafarvogi og Kópavoginum,“ segir Víðir en bætir þó við að hann sé upphaflega úr miðbænum. Hljómsveitarmeðlimir hafi spilað lengi saman og áður undir hinum ýmsu nöfnum. Þar má nefna Kid Twist og Dandelion Seeds. Víðir telur að það hafi verið kringum 2012 eða 2013 sem Pink Street Boys nafnið festist við sveitina. „Nafnið kemur í raun frá æfingahúsnæði okkar við Skemmuuveg í Kópavogi. Bleika gatan maður,“ segir Víðir. Aðspurður segir hann að tilnefningin hafi komið þeim piltum talsvert á óvart. Þeir hafi fengið að vita af henni með dags fyrirvara og áttu ekki von á henni. Hljómsveitin samanstendur af Axeli Björnssyni (söngur og gítar), Jónbirni Birgissyni (gítar, bassi, söngur), Víði Alexander Jónssyni (gítar, bassi, söngur), Einari Birni Þórarinssyni (trommur) og Alfreð Óskarssyni sem lemur tambúrínu og heldur uppi stuðinu. Tilnefningin kom þeim piltum talsvert á óvart. Á Facebook síðu sveitarinnar, sem hefur tæpa þúsund fylgjendur, segir að helstu áhrifavaldar séu Link Wray, The Shadows og Madonna. Þar er einnig fullyrt að hljómsveitin sé sú háværasta á Íslandi. Pink Street Boys hefur að mestu spilað hérlendis en stefnan er tekin út á árinu. Ekkert er þó enn í hendi þar en líklegt verður að teljast að tilnefningin muni hjálpa til. Prins Póló var einnig tilnefnd til verðlaunanna fyrir plötu sína Sorrí en báðar sveitir rötuðu inn á lista Fréttablaðsins yfir tíu bestu plötur ársins 2014. Þar tróndi Prins Póló á toppnum en Pink Street Boys voru í sjöunda sæti.Fyrir neðan er hægt að sjá upptöku af því þegar Pink Street Boys spilaði á KEXP útvarpsstöðinni meðan Iceland Airwaves stóð yfir.
Tengdar fréttir Listamenn færa sig á iðnaðarsvæðin Fréttablaðið skoðar þrjár vinnustofur ungra listamanna, sem staðsettar eru á iðnaðarsvæðum fyrir utan miðbæ Reykjavíkur. 5. janúar 2015 12:30 Gestir mæti með eyrnatappa Pink Street Boys, Godchilla, Kvöl og Lord Pusswhip halda háværa tónleika í kvöld. 11. desember 2014 13:00 Kraumslistinn fyrir 2014 tilkynntur Verðlaunin afhent í lok mánaðar til þeirra tónlistarmanna sem skara fram úr. 4. desember 2014 09:30 Norrænu tónlistarverðlaunin: Prins Póló og Pink Street Boys tilnefnd Úrslitin verða kunngjörð á tónlistarhátíðinni by:Larm í Noregi þann 5. mars. 11. febrúar 2015 22:35 Mest lesið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira
Listamenn færa sig á iðnaðarsvæðin Fréttablaðið skoðar þrjár vinnustofur ungra listamanna, sem staðsettar eru á iðnaðarsvæðum fyrir utan miðbæ Reykjavíkur. 5. janúar 2015 12:30
Gestir mæti með eyrnatappa Pink Street Boys, Godchilla, Kvöl og Lord Pusswhip halda háværa tónleika í kvöld. 11. desember 2014 13:00
Kraumslistinn fyrir 2014 tilkynntur Verðlaunin afhent í lok mánaðar til þeirra tónlistarmanna sem skara fram úr. 4. desember 2014 09:30
Norrænu tónlistarverðlaunin: Prins Póló og Pink Street Boys tilnefnd Úrslitin verða kunngjörð á tónlistarhátíðinni by:Larm í Noregi þann 5. mars. 11. febrúar 2015 22:35