Enski boltinn

Keane: Gerrard fær ekki fyrirliðabandið mitt

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Farðu vel með þetta, Jordan.
Farðu vel með þetta, Jordan. vísir/getty
Steven Gerrard yfirgefur Liverpool eftir 17 leiktíðir á Anfield og gengur í raðir Los Angeles Galaxy í MLS-deildinni í sumar.

Gerrard á að spila lykilhlutverk í liði ríkjandi meistara, en þó hann komi til Los Angeles með alla þá reynslu sem fylgir honum er fyrirliðaband Robbie Keane ekki í boði.

„Hann er bara að koma til að styrkja hópinn okkar, ekki til að leysa mig af sem fyrirliða,“ sagði Robbie Keane við fréttamenn í Dyflinni í gær.

„Ég er búinn að tala við Steven og hann er spenntur fyrir því að koma hingað. Hann verður frábær viðbót við okkar hóp,“ segir Robbie Keane.

Gerrard er vanur því að spila með fyrirliðabandið á vinstri upphandleggnum, en hann hefur verið fyrirliði Liverpool frá 2003 og var fyrirliði enska landsliðsins frá 2009-2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×