Karlar fækka fötum á konukvöldi Linda Blöndal skrifar 1. febrúar 2015 19:30 Konukvöld í Kópavogi á skemmtistaðnum Spot býður í næsta mánuði upp á hóp erlendra karldansara sem fækka fötum. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, skipuleggjandi segir um saklaust dansatriði að ræða. Súludans er enn stundaður í Kópavogi á skemmtistaðnum Goldfinger og er eini staðurinn sem eftir á landinu sem býður upp á slíkt. Goldfinger má þó ekki lengur bjóða upp á nektardans eða einkadans, einungis skipulögð steggjapartí og súludansinn þar sem stúlkunar fara ekki úr að ofan, samkvæmt Jaroslövu Davíðsson, rekstraraðila staðarins.„Alræmd“ danssýningÁrið 2010 voru sett lög um bann við nektardansi. Því vekur athygli að þrír búlgaskir karldansarar koma hingað til lands í næsta mánuði og troða uppi á Spot í Kópavogi á sérstöku konukvöldi. Í auglýsingunni á facebook staðarins stendur að "Danshópurinn muni kæta kvenþjóðina með sinni alræmdu danssýningu sem hefur slegið í gegn í Evrópu".„Viljum þetta ekki í okkar bæ“Í bæjarstjórn Kópavogs er almenn óánægja með sýningar af þessu tagi, segir Margrét Júlía varafulltrúi VG og félagshyggjufólks í bæjarstjórninni og staðgengill oddvita flokksin í bænum. „Svona sýningar er eitthvað sem við viljum ekki í okkar bæ, sagði Margrét í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta hefur verið margoft rætt í bæjarstjórn Kópavogs og nokkuð samdóma álit að svona starfsemi viljum við ekki í bænum okkar enda er bannað samkvæmt lögum mjög skýrt að gera út á nekt starfsfólks og annarra sem koma fram á stöðunum", segir hún og þá sé kominn tími til að dusta rykið af þeirri umræðu og tillögum.Sama hvort það eru konur eða karlar„Ég vona svo sannarlega að fólk sé samkvæmt sjálfu sér. Það skiptir ekki máli hvort að um konur eða karla er að ræða. Mikið hefur verið barist gegn klámvæðingu á konum og hlutgervingu þeirra og töluverður árangur náðs kannski hér á landi. Það sama á að gilda um hvort kynið er um að ræða og því má beina til kvenna núna", segir Margrét. „Við munum taka þessa umræðu upp í bæjarstjórninni um leið og mögulegt er.“Jafnréttismál að konukvöld séu haldinÁsdís Rán er nákunnug dönsurunum og sér um sýninguna hér á landi. Hún segir karlana ekki dansa nektardans heldur endi á nærfötum í lok skemmtunarinnar. Ásdís bendir á að í Kópavogi séu starfræktur klúbbur sem hafi kvenkyns dansara sem höfði til karlmanna og því sé það jafnréttismál að konum sé boðið upp á eitthvað svipað þótt ekki sé hér um að ræða súludans.Dansa þokkafulla dansa„Þetta er bara svona sýning í anda myndarinnar Magic Mike sem flestir hafa líklega séð. Þarna dansa þeir þokkafulla dansa og enda alltaf á nærfötunum þannig að þetta er allt gert innan skynsamlegra marka, þeir fara ekki úr öllu, nei“, sagði Ásdís Rán í samtali í fréttum Stöðvar 2. „Þetta er bara afþreyingarefni fyrir þær konur sem vilja sjá svona. Þar sem konur koma saman, saumaklúbbar, vinkonur sem eru að skemmta sér saman. Þeir eru með smá uppistand og svo kannski gleðja þeir afmælisbörn eða eitthvað þess háttar,“ segir Ásdís Rán ennfremur. Konukvöldin fara fram þann 19. og 20. febrúar. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira
Konukvöld í Kópavogi á skemmtistaðnum Spot býður í næsta mánuði upp á hóp erlendra karldansara sem fækka fötum. Ásdís Rán Gunnarsdóttir, skipuleggjandi segir um saklaust dansatriði að ræða. Súludans er enn stundaður í Kópavogi á skemmtistaðnum Goldfinger og er eini staðurinn sem eftir á landinu sem býður upp á slíkt. Goldfinger má þó ekki lengur bjóða upp á nektardans eða einkadans, einungis skipulögð steggjapartí og súludansinn þar sem stúlkunar fara ekki úr að ofan, samkvæmt Jaroslövu Davíðsson, rekstraraðila staðarins.„Alræmd“ danssýningÁrið 2010 voru sett lög um bann við nektardansi. Því vekur athygli að þrír búlgaskir karldansarar koma hingað til lands í næsta mánuði og troða uppi á Spot í Kópavogi á sérstöku konukvöldi. Í auglýsingunni á facebook staðarins stendur að "Danshópurinn muni kæta kvenþjóðina með sinni alræmdu danssýningu sem hefur slegið í gegn í Evrópu".„Viljum þetta ekki í okkar bæ“Í bæjarstjórn Kópavogs er almenn óánægja með sýningar af þessu tagi, segir Margrét Júlía varafulltrúi VG og félagshyggjufólks í bæjarstjórninni og staðgengill oddvita flokksin í bænum. „Svona sýningar er eitthvað sem við viljum ekki í okkar bæ, sagði Margrét í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Þetta hefur verið margoft rætt í bæjarstjórn Kópavogs og nokkuð samdóma álit að svona starfsemi viljum við ekki í bænum okkar enda er bannað samkvæmt lögum mjög skýrt að gera út á nekt starfsfólks og annarra sem koma fram á stöðunum", segir hún og þá sé kominn tími til að dusta rykið af þeirri umræðu og tillögum.Sama hvort það eru konur eða karlar„Ég vona svo sannarlega að fólk sé samkvæmt sjálfu sér. Það skiptir ekki máli hvort að um konur eða karla er að ræða. Mikið hefur verið barist gegn klámvæðingu á konum og hlutgervingu þeirra og töluverður árangur náðs kannski hér á landi. Það sama á að gilda um hvort kynið er um að ræða og því má beina til kvenna núna", segir Margrét. „Við munum taka þessa umræðu upp í bæjarstjórninni um leið og mögulegt er.“Jafnréttismál að konukvöld séu haldinÁsdís Rán er nákunnug dönsurunum og sér um sýninguna hér á landi. Hún segir karlana ekki dansa nektardans heldur endi á nærfötum í lok skemmtunarinnar. Ásdís bendir á að í Kópavogi séu starfræktur klúbbur sem hafi kvenkyns dansara sem höfði til karlmanna og því sé það jafnréttismál að konum sé boðið upp á eitthvað svipað þótt ekki sé hér um að ræða súludans.Dansa þokkafulla dansa„Þetta er bara svona sýning í anda myndarinnar Magic Mike sem flestir hafa líklega séð. Þarna dansa þeir þokkafulla dansa og enda alltaf á nærfötunum þannig að þetta er allt gert innan skynsamlegra marka, þeir fara ekki úr öllu, nei“, sagði Ásdís Rán í samtali í fréttum Stöðvar 2. „Þetta er bara afþreyingarefni fyrir þær konur sem vilja sjá svona. Þar sem konur koma saman, saumaklúbbar, vinkonur sem eru að skemmta sér saman. Þeir eru með smá uppistand og svo kannski gleðja þeir afmælisbörn eða eitthvað þess háttar,“ segir Ásdís Rán ennfremur. Konukvöldin fara fram þann 19. og 20. febrúar.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Sjá meira