Stórt útspil fyrir leigjendur er það sem þarf inn í erfiðar kjaraviðræður Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 1. febrúar 2015 19:53 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hissa á því að stjórnvöld treysti sér til að skila auðu í málefnum leigjenda í aðdraganda kjaraviðræðna .Breið samstaða sé í samfélaginu um að grípa þurfi til aðgerða í þessum málaflokki: „Stórt útspil í húsnæðismálum gæti verið það sem þarf inn í mjög erfiða stöðu í húsnæðismálum. Meira en fjörutíu nefndir hafa skilað tillögum um úrbætur í húsnæðismálum frá aldamótum. Þar af tvær stórar nefndir, ein í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar og önnur í tíð núverandi ríkisstjórnar en hún skilaði af sér í fyrravor. Hólmsteinn Brekkan formaður Samtaka leigjenda bendir á þetta og segir að engin tillaga hafi enn komist til framkvæmda.Ráðherra sýni á spilinSigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar sagði í gær að orð og efndir ráðamanna færu ekki saman varðandi úrbætur á leigumarkaði. Ekkert sé minnst á slíkt í fjárlagafrumvarpinu og engin frumvörp á leiðinni. Borgarstjóri segir ástandið á leigumarkaði mjög alvarlegt, verðið sé að hækka og fleiri og fleiri lendi í erfiðleikum. Það hafi verið þreifingar um stór útspil ríkisstjórnarinnar, til að mynda húsnæðisbætur með hækkun til þeirra sem eru á leigumarkaði. Þetta séu bráðaaðgerðir sem væru fagnaðarefni en það sé að sama skapi mikilvægt að við förum að sjá þær. Ráðherra verði að fara að sýna á spilin í húsnæðismálum. Hann segir að borgin sé að fjölga félagslegum íbúðum um fimmhundruð, það taki hinsvegar tíma. „Við erum að bæta við lóðum fyrir leigufélög sem byggja íbúðir á viðráðanlegu verði. Við viljum fjölga leigu- og búseturéttaríbúðum um 2500 til 3000 en allt tekur þetta tíma. Þannig að þetta kemur ekki í staðinn fyrir það að efla húsnæðisbætur og koma til móts við leigjendur.“Það eru til fátækrahverfiHólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda, segir að ef menn taki við sér þá taki að lágmarki tvö til þrjú ár að byggja upp heilbrigðan markað. Á meðan þurfi bráðabirgðalausnir, eins og íbúðagáma eða færanlegt húsnæði. Sú lausn hafi mætt fordómum þegar hún kom til umræðu. Hann segist ekki óttast að hér verði til fátækrahverfi og bráðabirgðaúrræðin festist í sessi eins og sagan geymir dæmi um. „Það er opinberlega viðurkennt að fólk er að búa í ósamþykktu iðnaðarhúsnæði,“ segir hann. Það sé nóg að líta þangað til að sjá fátækrahverfi. „Þú ert með ósamþykktar íbúðir þar sem aðkoman er slæm og brunavarnir í ólestri eða engar. Það veit enginn hvað búa margir í ósamþykktu húsnæði, þótt slökkviliðið hafi reynt að halda utan um það. Það er semsagt opinberlega viðurkennt að fólk býr í fátæktarhverfum, en meðan það er ekki á götunni, að æpa og garga, þá er allt í lagi,“ segir Hólmsteinn Brekkan. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist hissa á því að stjórnvöld treysti sér til að skila auðu í málefnum leigjenda í aðdraganda kjaraviðræðna .Breið samstaða sé í samfélaginu um að grípa þurfi til aðgerða í þessum málaflokki: „Stórt útspil í húsnæðismálum gæti verið það sem þarf inn í mjög erfiða stöðu í húsnæðismálum. Meira en fjörutíu nefndir hafa skilað tillögum um úrbætur í húsnæðismálum frá aldamótum. Þar af tvær stórar nefndir, ein í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar og önnur í tíð núverandi ríkisstjórnar en hún skilaði af sér í fyrravor. Hólmsteinn Brekkan formaður Samtaka leigjenda bendir á þetta og segir að engin tillaga hafi enn komist til framkvæmda.Ráðherra sýni á spilinSigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar sagði í gær að orð og efndir ráðamanna færu ekki saman varðandi úrbætur á leigumarkaði. Ekkert sé minnst á slíkt í fjárlagafrumvarpinu og engin frumvörp á leiðinni. Borgarstjóri segir ástandið á leigumarkaði mjög alvarlegt, verðið sé að hækka og fleiri og fleiri lendi í erfiðleikum. Það hafi verið þreifingar um stór útspil ríkisstjórnarinnar, til að mynda húsnæðisbætur með hækkun til þeirra sem eru á leigumarkaði. Þetta séu bráðaaðgerðir sem væru fagnaðarefni en það sé að sama skapi mikilvægt að við förum að sjá þær. Ráðherra verði að fara að sýna á spilin í húsnæðismálum. Hann segir að borgin sé að fjölga félagslegum íbúðum um fimmhundruð, það taki hinsvegar tíma. „Við erum að bæta við lóðum fyrir leigufélög sem byggja íbúðir á viðráðanlegu verði. Við viljum fjölga leigu- og búseturéttaríbúðum um 2500 til 3000 en allt tekur þetta tíma. Þannig að þetta kemur ekki í staðinn fyrir það að efla húsnæðisbætur og koma til móts við leigjendur.“Það eru til fátækrahverfiHólmsteinn Brekkan, framkvæmdastjóri Samtaka leigjenda, segir að ef menn taki við sér þá taki að lágmarki tvö til þrjú ár að byggja upp heilbrigðan markað. Á meðan þurfi bráðabirgðalausnir, eins og íbúðagáma eða færanlegt húsnæði. Sú lausn hafi mætt fordómum þegar hún kom til umræðu. Hann segist ekki óttast að hér verði til fátækrahverfi og bráðabirgðaúrræðin festist í sessi eins og sagan geymir dæmi um. „Það er opinberlega viðurkennt að fólk er að búa í ósamþykktu iðnaðarhúsnæði,“ segir hann. Það sé nóg að líta þangað til að sjá fátækrahverfi. „Þú ert með ósamþykktar íbúðir þar sem aðkoman er slæm og brunavarnir í ólestri eða engar. Það veit enginn hvað búa margir í ósamþykktu húsnæði, þótt slökkviliðið hafi reynt að halda utan um það. Það er semsagt opinberlega viðurkennt að fólk býr í fátæktarhverfum, en meðan það er ekki á götunni, að æpa og garga, þá er allt í lagi,“ segir Hólmsteinn Brekkan.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira