Innlent

Ráðherra mætti til að slökkva

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólöf Nordal innanríkisráðherra slökkti á hliðrænu dreifikerfi RÚV í dag.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra slökkti á hliðrænu dreifikerfi RÚV í dag.
Slökkt var á hliðrænu dreifikerfi RÚV á Vatnsenda í hádeginu. Um er að ræða lokaáfanga í uppbyggingu á stafrænu dreifikerfi Vodafone og RÚV.

Það var Ólöf Nordal innanríkisráðherra sem slökkti á hliðræna dreifikerfinu. Hliðræna kerfið hefur verið í notkun í hartnær 50 ár, en framvegis verður útsendingin eingöngu á stafræna dreifikerfinu sem nær til 99,9 prósenta heimila í landinu að því er segir í tilkynningu frá RÚV.

Allir sem eiga nýlegt sjónvarpstæki ná stafrænum útsendingum án myndlykils en fyrir eldri tæki er hægt að kaupa stafrænan móttakara. Sé sjónvarpið tengt við myndlykil er hægt að ná stafrænni útsendingu án fyrirhafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×