Töldu ólíklegt að málefnalegar umræður yrðu á fundi Pírata Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. febrúar 2015 17:46 Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu ekki fulltrúa á málþing Pírata um sjávarútvegsmál eins og áður hafði verið auglýst. Ástæðan er sú að fulltrúar samtakanna töldu sig ekki geta átt málefnalega umræðu um sjávarútvegsmál við Ólaf Jónsson, eða Óla Ufsa eins og hann kallar sig, sem var meðal frummælenda á fundinum. „Við höfum mikinn áhuga á að tala um sjávarútveg en hinsvegar þótti okkur ólíklegt að það yrði mikið um málefnalegar samræður á þessum fundi,“ segir Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, um ástæður þess að fulltrúi samtakanna mætti ekki. Hún segir ástæðuna fyrir því helst vera vera Ólafs á fundinum. „Við töldum þetta ekki stuðla að málefnalegri umræðu sem viðkemur sjávarútvegi. Hvort sem er um að ræða sjálfbærni eða arðbærni í greininni,“ segir hún. Ólafur hefur gagnrýnt kvótakerfið harðlega í málflutningi sínum og segir samtökin hafi beitt ógnunum til að reyna að þagga niður í sér. Þetta segir hann í myndbandi sem hann hefur dreift á Facebook. Hann segir að Píratar hafi staðið í lappirnar og ekki látið ógna sér. „Við höfum mikinn áhuga á að heyra spurningar Pírata, þannig að við viljum halda opinn fund með þeim fljótlega, en okkur þótti þetta ekki líklegt til að skila málefnalegum umræðum,“ segir Karen.Björn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata.PíratarBjörn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata og einn þeirra sem stóðu að fundinum, segir að SFS hafi boðið þeim að koma á fund með fulltrúum samtakanna seinna. „Þau afboðuðu daginn fyrir og sögðust ekki vilja vera á pallborði með honum Ólafi. Þeim fannst eins og það væri verið að setja þau upp í einhverja gildru. En það var ekki markmiðið hjá okkur,“ segir hann. „Á móti fengum við þau til að bjóða okkur á annan fund.“ Hann segir þó fundinn hafi verið góðan. „Þetta var bara mjög góður fundur. Það var fullt af áhugaverðum spurningum og áhugaverðum svörum,“ segir hann og bætir við að framundan sé vinna við að kryfja svörin. „Eins og með allt annað eru það Píratar sem móta sér stefnu fyrir frambjóðendur. Þetta eru ekki píratar að búa til stefnu heldur erum við að safna upplýsingum til að meðlimir okkar geta samþykkt stefnu,“ segir Björn. Alþingi Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu ekki fulltrúa á málþing Pírata um sjávarútvegsmál eins og áður hafði verið auglýst. Ástæðan er sú að fulltrúar samtakanna töldu sig ekki geta átt málefnalega umræðu um sjávarútvegsmál við Ólaf Jónsson, eða Óla Ufsa eins og hann kallar sig, sem var meðal frummælenda á fundinum. „Við höfum mikinn áhuga á að tala um sjávarútveg en hinsvegar þótti okkur ólíklegt að það yrði mikið um málefnalegar samræður á þessum fundi,“ segir Karen Kjartansdóttir, upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, um ástæður þess að fulltrúi samtakanna mætti ekki. Hún segir ástæðuna fyrir því helst vera vera Ólafs á fundinum. „Við töldum þetta ekki stuðla að málefnalegri umræðu sem viðkemur sjávarútvegi. Hvort sem er um að ræða sjálfbærni eða arðbærni í greininni,“ segir hún. Ólafur hefur gagnrýnt kvótakerfið harðlega í málflutningi sínum og segir samtökin hafi beitt ógnunum til að reyna að þagga niður í sér. Þetta segir hann í myndbandi sem hann hefur dreift á Facebook. Hann segir að Píratar hafi staðið í lappirnar og ekki látið ógna sér. „Við höfum mikinn áhuga á að heyra spurningar Pírata, þannig að við viljum halda opinn fund með þeim fljótlega, en okkur þótti þetta ekki líklegt til að skila málefnalegum umræðum,“ segir Karen.Björn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata.PíratarBjörn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata og einn þeirra sem stóðu að fundinum, segir að SFS hafi boðið þeim að koma á fund með fulltrúum samtakanna seinna. „Þau afboðuðu daginn fyrir og sögðust ekki vilja vera á pallborði með honum Ólafi. Þeim fannst eins og það væri verið að setja þau upp í einhverja gildru. En það var ekki markmiðið hjá okkur,“ segir hann. „Á móti fengum við þau til að bjóða okkur á annan fund.“ Hann segir þó fundinn hafi verið góðan. „Þetta var bara mjög góður fundur. Það var fullt af áhugaverðum spurningum og áhugaverðum svörum,“ segir hann og bætir við að framundan sé vinna við að kryfja svörin. „Eins og með allt annað eru það Píratar sem móta sér stefnu fyrir frambjóðendur. Þetta eru ekki píratar að búa til stefnu heldur erum við að safna upplýsingum til að meðlimir okkar geta samþykkt stefnu,“ segir Björn.
Alþingi Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira