Vilja leyfa fyrirtækjum að gefa börnum gjafir með forvarnargildi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. febrúar 2015 22:01 Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi mælti fyrir breytingunum. Vísir/STEFÁN Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum verði leyft að gefa skólabörnum í borginni gjafir, svo lengi sem að hún hefur fræðslu-, forvarnar- eða öryggisgildi. Fulltrúarnir lögðu þetta til á borgarstjórnarfundi í dag. Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi talaði fyrir tillögunni. Í fréttatilkynningu frá borgarstjórnarflokknum er haft eftir henni að hún telji það eiga að vera vel hægt að finna meðalhóf þar sem gjafir sem koma börnum vel séu látnar hafa meira vægi en sú markaðshyggja sem reyna á að koma í veg fyrir.Sjá einnig: Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu „Ég tel að forvarnarfræðsla um tannhirðu, öryggi barna á hjólunum sínum og skemmtileg fræðsla um sólmyrkva eigi að hafa forgang umfram það að þessum gjöfum fylgi einhverjar merkingar,“ er haft eftir henni í tilkynningunni. Í tillögunni er það lagt í hendur skólastjóra að meta hverju sinni hvaða tilgang gjöfin hefur og þar af leiðandi hvort að leyft verði að afhenda hana skólabörnum.Sjá einnig: Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Mikil umræða hefur spunnist í kringum gjafir til barna en eins og greint var frá á Vísi í janúar er bæði búið að banna tannlæknum að gefa skólabörnum tannbursta og Kiwanishreyfingunni að gefa reiðhjólahjálma í samvinnu við Eimskip. Ástæða þessa er að vörurnar eru merktar fyrirtækjum. Reglur borgarinnar banna allar gjafir á skólatíma sem merktar eru fyrirtækjum og er engar undantekningar gerðar á þessu þó að gjafirnar séu hluti af forvarnarstarfi. Þessu vilja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins breyta. Samþykkt var á borgarstjórnarfundinum með öllum greiddum atkvæðum að senda tillöguna til skóla- og frístundarráðs til frekari umfjöllunar. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum verði leyft að gefa skólabörnum í borginni gjafir, svo lengi sem að hún hefur fræðslu-, forvarnar- eða öryggisgildi. Fulltrúarnir lögðu þetta til á borgarstjórnarfundi í dag. Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi talaði fyrir tillögunni. Í fréttatilkynningu frá borgarstjórnarflokknum er haft eftir henni að hún telji það eiga að vera vel hægt að finna meðalhóf þar sem gjafir sem koma börnum vel séu látnar hafa meira vægi en sú markaðshyggja sem reyna á að koma í veg fyrir.Sjá einnig: Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu „Ég tel að forvarnarfræðsla um tannhirðu, öryggi barna á hjólunum sínum og skemmtileg fræðsla um sólmyrkva eigi að hafa forgang umfram það að þessum gjöfum fylgi einhverjar merkingar,“ er haft eftir henni í tilkynningunni. Í tillögunni er það lagt í hendur skólastjóra að meta hverju sinni hvaða tilgang gjöfin hefur og þar af leiðandi hvort að leyft verði að afhenda hana skólabörnum.Sjá einnig: Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Mikil umræða hefur spunnist í kringum gjafir til barna en eins og greint var frá á Vísi í janúar er bæði búið að banna tannlæknum að gefa skólabörnum tannbursta og Kiwanishreyfingunni að gefa reiðhjólahjálma í samvinnu við Eimskip. Ástæða þessa er að vörurnar eru merktar fyrirtækjum. Reglur borgarinnar banna allar gjafir á skólatíma sem merktar eru fyrirtækjum og er engar undantekningar gerðar á þessu þó að gjafirnar séu hluti af forvarnarstarfi. Þessu vilja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins breyta. Samþykkt var á borgarstjórnarfundinum með öllum greiddum atkvæðum að senda tillöguna til skóla- og frístundarráðs til frekari umfjöllunar.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira