Vilja leyfa fyrirtækjum að gefa börnum gjafir með forvarnargildi Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. febrúar 2015 22:01 Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi mælti fyrir breytingunum. Vísir/STEFÁN Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum verði leyft að gefa skólabörnum í borginni gjafir, svo lengi sem að hún hefur fræðslu-, forvarnar- eða öryggisgildi. Fulltrúarnir lögðu þetta til á borgarstjórnarfundi í dag. Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi talaði fyrir tillögunni. Í fréttatilkynningu frá borgarstjórnarflokknum er haft eftir henni að hún telji það eiga að vera vel hægt að finna meðalhóf þar sem gjafir sem koma börnum vel séu látnar hafa meira vægi en sú markaðshyggja sem reyna á að koma í veg fyrir.Sjá einnig: Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu „Ég tel að forvarnarfræðsla um tannhirðu, öryggi barna á hjólunum sínum og skemmtileg fræðsla um sólmyrkva eigi að hafa forgang umfram það að þessum gjöfum fylgi einhverjar merkingar,“ er haft eftir henni í tilkynningunni. Í tillögunni er það lagt í hendur skólastjóra að meta hverju sinni hvaða tilgang gjöfin hefur og þar af leiðandi hvort að leyft verði að afhenda hana skólabörnum.Sjá einnig: Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Mikil umræða hefur spunnist í kringum gjafir til barna en eins og greint var frá á Vísi í janúar er bæði búið að banna tannlæknum að gefa skólabörnum tannbursta og Kiwanishreyfingunni að gefa reiðhjólahjálma í samvinnu við Eimskip. Ástæða þessa er að vörurnar eru merktar fyrirtækjum. Reglur borgarinnar banna allar gjafir á skólatíma sem merktar eru fyrirtækjum og er engar undantekningar gerðar á þessu þó að gjafirnar séu hluti af forvarnarstarfi. Þessu vilja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins breyta. Samþykkt var á borgarstjórnarfundinum með öllum greiddum atkvæðum að senda tillöguna til skóla- og frístundarráðs til frekari umfjöllunar. Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnunum verði leyft að gefa skólabörnum í borginni gjafir, svo lengi sem að hún hefur fræðslu-, forvarnar- eða öryggisgildi. Fulltrúarnir lögðu þetta til á borgarstjórnarfundi í dag. Hildur Sverrisdóttir borgarfulltrúi talaði fyrir tillögunni. Í fréttatilkynningu frá borgarstjórnarflokknum er haft eftir henni að hún telji það eiga að vera vel hægt að finna meðalhóf þar sem gjafir sem koma börnum vel séu látnar hafa meira vægi en sú markaðshyggja sem reyna á að koma í veg fyrir.Sjá einnig: Grunnskólabörn í Reykjavík mega ekki fá hjálma merkta Eimskipafélaginu „Ég tel að forvarnarfræðsla um tannhirðu, öryggi barna á hjólunum sínum og skemmtileg fræðsla um sólmyrkva eigi að hafa forgang umfram það að þessum gjöfum fylgi einhverjar merkingar,“ er haft eftir henni í tilkynningunni. Í tillögunni er það lagt í hendur skólastjóra að meta hverju sinni hvaða tilgang gjöfin hefur og þar af leiðandi hvort að leyft verði að afhenda hana skólabörnum.Sjá einnig: Börn í Reykjavík mega ekki fá tannbursta Mikil umræða hefur spunnist í kringum gjafir til barna en eins og greint var frá á Vísi í janúar er bæði búið að banna tannlæknum að gefa skólabörnum tannbursta og Kiwanishreyfingunni að gefa reiðhjólahjálma í samvinnu við Eimskip. Ástæða þessa er að vörurnar eru merktar fyrirtækjum. Reglur borgarinnar banna allar gjafir á skólatíma sem merktar eru fyrirtækjum og er engar undantekningar gerðar á þessu þó að gjafirnar séu hluti af forvarnarstarfi. Þessu vilja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins breyta. Samþykkt var á borgarstjórnarfundinum með öllum greiddum atkvæðum að senda tillöguna til skóla- og frístundarráðs til frekari umfjöllunar.
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Sjá meira