Gefa út plötu með kattahljóðum í stað hljóðfæra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. febrúar 2015 20:00 EL-P og Killer Mike munu leika hér á landi í sumar. vísir/getty Bandaríska hip hop sveitin, og verðandi Íslandsvinurinn, Run the Jewels átti vafalaust eina allra bestu plötu ársins 2014 en það var skífan Run the Jewels 2. Aðdáendur sveitarinnar bíða nú sveittir á efri vörinni eftir því að þeir EL-P og Killer Mike sendi frá sér plötuna Meow the Jewels sem er platan endurhljóðblönduð með kattahljóðum í stað hljóðfæra. oh my god what am I doing with my life. #MeowTheJewels A video posted by thereallyrealelp (@thereallyrealelp) on Jan 23, 2015 at 5:57pm PST Run the Jewels 2 kom út í október í fyrra en dúóið bauð fólki upp á forpanta plötuna og enn fremur upp á alls konar misgáfulega pakka í leiðinni. Fyrir litla 7.500 dollara (tæpa milljón króna) færðu plötuna í fjórum vínyl eintökum, árituð plaköt, boli, eintak af öllum varningi sem hljómsveitin selur og að auki færðu tíu miða á tónleika með bandinu að eigin vali. Þú mátt koma með gest en hann fær ekki að hanga baksviðs fyrir og eftir tónleikana. Það stendur þér hins vegar til boða. 350.000 dollarar (rúmar 46 milljónir) þýða að rappararnir munu þykjast hafa áhuga á því sem þú hefur áhuga á í hálft ár. Þeir munu mæta á fundi sem þú velur, semja lag til styrktar málstaðnum og búa til heimildarmynd. Tilboðið stendur hins vegar ekki lögreglu- og/eða hryðjuverkamönnum til boða.someone made a kickstarter to fund the "MEOW THE JEWELS PACKAGE". if this gets funded i will make this album.https://t.co/6tvzp2Z3rF — el-p (@therealelp) September 17, 2014 Eitt tilboðið hljóðaði upp á 40.000 dollara (rúmar fimm milljónir) en fyrir það fé ætlaði EL-P að endurhljóðblanda plötuna með kattahljóðum í stað hljóðfæra. Aðdáandi sveitarinnar tók sig til og byrjaði með hópsöfnun á vefsíðunni Kickstarter og náði markinu. Undirbúningur við plötuna er þegar hafinn en EL-P er byrjaður að klippa saman nokkur lög og má heyra byrjunina á upphafslaginu Jeopardy hér að ofan. Einnig heimsóttu þeir dýraathvarf til að finna réttu kettina í verkið en upptöku af því má sjá hér fyrir neðan. Run the Jewels er meðal þeirra sveita sem mun koma fram á All Tomorrow Parties hátíðinni í sem fram fer á Ásbrú 2.-4. júlí næstkomandi. Meðal annara erlendra atriða má nefna Belle and Sebastian og Deafheaven. ATP í Keflavík Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Bandaríska hip hop sveitin, og verðandi Íslandsvinurinn, Run the Jewels átti vafalaust eina allra bestu plötu ársins 2014 en það var skífan Run the Jewels 2. Aðdáendur sveitarinnar bíða nú sveittir á efri vörinni eftir því að þeir EL-P og Killer Mike sendi frá sér plötuna Meow the Jewels sem er platan endurhljóðblönduð með kattahljóðum í stað hljóðfæra. oh my god what am I doing with my life. #MeowTheJewels A video posted by thereallyrealelp (@thereallyrealelp) on Jan 23, 2015 at 5:57pm PST Run the Jewels 2 kom út í október í fyrra en dúóið bauð fólki upp á forpanta plötuna og enn fremur upp á alls konar misgáfulega pakka í leiðinni. Fyrir litla 7.500 dollara (tæpa milljón króna) færðu plötuna í fjórum vínyl eintökum, árituð plaköt, boli, eintak af öllum varningi sem hljómsveitin selur og að auki færðu tíu miða á tónleika með bandinu að eigin vali. Þú mátt koma með gest en hann fær ekki að hanga baksviðs fyrir og eftir tónleikana. Það stendur þér hins vegar til boða. 350.000 dollarar (rúmar 46 milljónir) þýða að rappararnir munu þykjast hafa áhuga á því sem þú hefur áhuga á í hálft ár. Þeir munu mæta á fundi sem þú velur, semja lag til styrktar málstaðnum og búa til heimildarmynd. Tilboðið stendur hins vegar ekki lögreglu- og/eða hryðjuverkamönnum til boða.someone made a kickstarter to fund the "MEOW THE JEWELS PACKAGE". if this gets funded i will make this album.https://t.co/6tvzp2Z3rF — el-p (@therealelp) September 17, 2014 Eitt tilboðið hljóðaði upp á 40.000 dollara (rúmar fimm milljónir) en fyrir það fé ætlaði EL-P að endurhljóðblanda plötuna með kattahljóðum í stað hljóðfæra. Aðdáandi sveitarinnar tók sig til og byrjaði með hópsöfnun á vefsíðunni Kickstarter og náði markinu. Undirbúningur við plötuna er þegar hafinn en EL-P er byrjaður að klippa saman nokkur lög og má heyra byrjunina á upphafslaginu Jeopardy hér að ofan. Einnig heimsóttu þeir dýraathvarf til að finna réttu kettina í verkið en upptöku af því má sjá hér fyrir neðan. Run the Jewels er meðal þeirra sveita sem mun koma fram á All Tomorrow Parties hátíðinni í sem fram fer á Ásbrú 2.-4. júlí næstkomandi. Meðal annara erlendra atriða má nefna Belle and Sebastian og Deafheaven.
ATP í Keflavík Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira