Segir yfirvöld verða að axla ábyrgð Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. febrúar 2015 22:57 "Við lítum þetta mjög alvarlegum augum, eins og öll önnur mistök sem eiga sér stað hjá þessum viðkvæma hópi samfélags,“ segir Björn. vísir/anton/vilhelm S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segist harma atburð er átti sér stað í dag þegar átján ára þroskaskert stúlka fannst, eftir umfangsmikla leit, í bíl ferðaþjónustu fatlaðra. Hann segir að málið verði tekið fyrir hjá velferðarsviði á morgun. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum, eins og öll önnur mistök sem eiga sér stað hjá þessum viðkvæma hópi samfélags,“ segir Björn.Sjá einnig:Svona týndist stúlkan - Atburðarásin frá A-Ö Á sjöunda tug björgunarmanna leituðu stúlkunnar í dag en hún fannst, tæpum sjö tímum síðar, í bifreiðinni fyrir utan heimili bílstjórans. Talið er að hún hafi falið sig í aftursæti bifreiðarinnar. Henni varð ekki meint af að sögn móður hennar. Björn harmar atvikið og segir sviðsstjóra velferðarsviðs þegar hafa kallað eftir upplýsingum um málið. „Þetta er mjög alvarlegt en það er mikilvægt að allir viti að allir bílstjórar eru bakgrunnstjékkaðir og þeir hafa allir þurft að skila inn kynferðisbrotavottorði,“ segir hann.„Ég er orðlaus“ Andri Valgeirsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar, segist orðlaus yfir atvikinu og kallar eftir því að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Alvarleg mistök hafi nú átt sér stað mánuðum saman og að nú verði að grípa í taumana, málið þoli ekki frekari bið. „Strætó og borgaryfirvöld þurfa að taka ábyrgð á þessu og það þarf að hætta að segja „við skoðum þetta eftir viku eða tvær“. Það þarf bara að ganga í málið. Við hjá Sjálfsbjörg erum búin að tala um þetta í allnokkrar vikur og kalla eftir því að það fari fram einhver skoðun um hvað það var sem eiginlega gekk þarna á þegar reksturinn var færður yfir. Það verður að rýna í þessi mál,“ segir Andri. „Ég verð bara að segja það að ég er orðlaus en við hjá Sjálfsbjörg lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ bætir hann við. Stúlkan, Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, fannst á áttunda tímanum í kvöld í aftursæti bílsins fyrir utan heimili bílstjórans. Bílstjóranum hefur þegar verið sagt upp störfum. Smári Ólafsson, sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó, sendi frá sér tilkynningu í kvöld vegna málsins. „Við hörmum þetta atvik meira en orð geta lýst og viljum biðja stúlkuna og fjölskyldu hennar afsökunar. Málið er nú til rannsóknar og verður allt gert til að komast í botns í því.“ Tengdar fréttir Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Lögreglan leitar að Ólöfu Ólöf er átján ára, þroskaskert og getur lítið sem ekkert tjáð sig. Hún svarar nafninu Lóa. 4. febrúar 2015 19:08 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Fleiri fréttir Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Sjá meira
S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, segist harma atburð er átti sér stað í dag þegar átján ára þroskaskert stúlka fannst, eftir umfangsmikla leit, í bíl ferðaþjónustu fatlaðra. Hann segir að málið verði tekið fyrir hjá velferðarsviði á morgun. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum, eins og öll önnur mistök sem eiga sér stað hjá þessum viðkvæma hópi samfélags,“ segir Björn.Sjá einnig:Svona týndist stúlkan - Atburðarásin frá A-Ö Á sjöunda tug björgunarmanna leituðu stúlkunnar í dag en hún fannst, tæpum sjö tímum síðar, í bifreiðinni fyrir utan heimili bílstjórans. Talið er að hún hafi falið sig í aftursæti bifreiðarinnar. Henni varð ekki meint af að sögn móður hennar. Björn harmar atvikið og segir sviðsstjóra velferðarsviðs þegar hafa kallað eftir upplýsingum um málið. „Þetta er mjög alvarlegt en það er mikilvægt að allir viti að allir bílstjórar eru bakgrunnstjékkaðir og þeir hafa allir þurft að skila inn kynferðisbrotavottorði,“ segir hann.„Ég er orðlaus“ Andri Valgeirsson, málefnafulltrúi Sjálfsbjargar, segist orðlaus yfir atvikinu og kallar eftir því að Strætó hf. og borgaryfirvöld axli ábyrgð. Alvarleg mistök hafi nú átt sér stað mánuðum saman og að nú verði að grípa í taumana, málið þoli ekki frekari bið. „Strætó og borgaryfirvöld þurfa að taka ábyrgð á þessu og það þarf að hætta að segja „við skoðum þetta eftir viku eða tvær“. Það þarf bara að ganga í málið. Við hjá Sjálfsbjörg erum búin að tala um þetta í allnokkrar vikur og kalla eftir því að það fari fram einhver skoðun um hvað það var sem eiginlega gekk þarna á þegar reksturinn var færður yfir. Það verður að rýna í þessi mál,“ segir Andri. „Ég verð bara að segja það að ég er orðlaus en við hjá Sjálfsbjörg lítum þetta mjög alvarlegum augum,“ bætir hann við. Stúlkan, Ólöf Þorbjörg Pétursdóttir, fannst á áttunda tímanum í kvöld í aftursæti bílsins fyrir utan heimili bílstjórans. Bílstjóranum hefur þegar verið sagt upp störfum. Smári Ólafsson, sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó, sendi frá sér tilkynningu í kvöld vegna málsins. „Við hörmum þetta atvik meira en orð geta lýst og viljum biðja stúlkuna og fjölskyldu hennar afsökunar. Málið er nú til rannsóknar og verður allt gert til að komast í botns í því.“
Tengdar fréttir Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25 Lögreglan leitar að Ólöfu Ólöf er átján ára, þroskaskert og getur lítið sem ekkert tjáð sig. Hún svarar nafninu Lóa. 4. febrúar 2015 19:08 Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Fleiri fréttir Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Sjá meira
Fannst í bíl ferðaþjónustu fatlaðra Stúlkan fannst í bifreið á vegum ferðaþjónustu fatlaðra fyrir utan heimili verktaka sem sinnti akstrinum. 4. febrúar 2015 21:25
Lögreglan leitar að Ólöfu Ólöf er átján ára, þroskaskert og getur lítið sem ekkert tjáð sig. Hún svarar nafninu Lóa. 4. febrúar 2015 19:08
Svona týndist stúlkan „Þetta er alveg hrikalega sorglegt atvik,“ segir eigandi fyrirtækisins sem sinnti akstri fyrir ferðaþjónustu fatlaðra í dag þar sem 18 ára þroskaskert stúlka týndist. 4. febrúar 2015 23:46