Hæstiréttur staðfestir stórfelld umboðssvik Páls Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2015 16:30 Páll Heimisson í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/GVA Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Páli Heimissyni sem var sakfelldur fyrir stórfelld umboðssvik. Páll var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, í Héraðsdómi Reykjavíkur í október árið 2013 fyrir stórfelld umboðssvik með því að misnota kreditkort sem hann hafði til umráða sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Með kreditkortinu greiddi Páll fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmar nítján milljónir króna. Tólf af þessum milljónum voru teknar út úr hraðbanka. Hæstiréttur sagði Pál ekki hafa með nokkru móti gert grein fyrir einstökum ráðstöfunum á fjármunum þeim, er málið varða, sem að stórum hluta voru úttekti hans á reiðufé úr hraðbönkum hér á landi. Ákvað Hæstiréttur að staðfesta sakfellingu Páls vegna þess en að öðru leyti með vísan til forsenda dóms Héraðsdóms Reykjavíkur. Hins vegar ákvað Hæstiréttur Íslands að vísa kröfu Sjálfstæðisflokksins, um að Páll greiði flokknum nítján milljónir til baka vegna brotanna, frá héraðsdómi. Var það mat Hæstaréttar að hvorki verðið ráðið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi endurgreitt þá fjármuni, sem krafan tekur til, né að honum hafi verið falið málsóknarumboð til innheimtu þeirra. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hins vegar áður dæmt Pál til að greiða Sjálfstæðisflokknum þessa fjármuni til baka.Í ákæru embættis sérstaks saksóknara gegn Páli kom fram að hann notaði kreditkortið í sextán löndum á rúmlega tveggja ára tímabili og ferðaðist um þrettán Evrópulönd á tímabilinu að meðtöldu Íslandi; Danmörku, Svíþjóð, Bretland, Holland, Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Tékkland, Króatíu, Ungverjaland, Kýpur og Rússland. Þá fór hann einnig til Líbanon, New York í Bandaríkjunum og Peking, höfuðborgar Kína.Vísaði í játningu í tölvubréfi Morgunblaðið sagði frá því að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefði sagt við réttarhöld í málinu í Hæstarétti að Páli hefði ekki tekist að sýna fram á neina heimild fyrir þessari notkun á kortinu. Þá vísaði Helgi Magnús einnig í tölvubréf sem Páll ritaði framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins þar sem hann sagðist taka fulla ábyrgð á þeim misgjörðum sem hann hafði orðið uppvís að. Engu að síður neitaði Páll sök fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Morgunblaðið hafði eftir verjanda Páls, Birni L. Bergssyni, úr Hæstarétti að Páll hefði verið svo meðvirkur á þeim tíma sem tölvubréfið var ritað að hann hefði verið reiðubúinn að taka allt málið á sig. Tengdar fréttir Mál Páls tekið fyrir í Héraðsdómi Í dag hófst aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknar gegn Páli Heimissyni, fyrrverandi starfsmanns flokkahóps íhaldsmanna í Norðurlandaráði. 20. september 2013 19:15 Páll áfrýjar til Hæstaréttar Páll Heimisson greiddi fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmlega 19 milljónir króna á kostnað SJálfstæðisflokksins. 13. janúar 2014 19:52 Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnað Ákæran á hendur Páli Heimissyni, fyrrverandi starfsmanni í Valhöll, virðist leiða í ljós að hann hafi ferðast um heim allan og lifað hátt í tvö ár á kostnað norrænu íhaldsflokkanna. Hann tók tólf milljónir í reiðufé út úr bönkum á 26 mánuðum. 11. janúar 2013 09:00 Páll Heimisson neitaði sök Páll Heimisson, sem hefur verið ákærður fyrir stórfelld umboðssvik, neitaði sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um að hafa misnotað kreditkort íhaldshóps Norðurlandaráðs, meðal annars í dýrum fataverslunum, skartgripabúðum og á veitingastöðum um allan heim. 5. mars 2013 09:22 Dæmdur fyrir að misnota kreditkort Páll Heimisson var í dag dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að misnota kreditkort sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Níu mánuðir eru skilorðsbundnir. Þarf að endurgreiða Sjálfstæðisflokknum rúmar nítján milljónir. 14. október 2013 14:30 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Páli Heimissyni sem var sakfelldur fyrir stórfelld umboðssvik. Páll var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, í Héraðsdómi Reykjavíkur í október árið 2013 fyrir stórfelld umboðssvik með því að misnota kreditkort sem hann hafði til umráða sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Með kreditkortinu greiddi Páll fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmar nítján milljónir króna. Tólf af þessum milljónum voru teknar út úr hraðbanka. Hæstiréttur sagði Pál ekki hafa með nokkru móti gert grein fyrir einstökum ráðstöfunum á fjármunum þeim, er málið varða, sem að stórum hluta voru úttekti hans á reiðufé úr hraðbönkum hér á landi. Ákvað Hæstiréttur að staðfesta sakfellingu Páls vegna þess en að öðru leyti með vísan til forsenda dóms Héraðsdóms Reykjavíkur. Hins vegar ákvað Hæstiréttur Íslands að vísa kröfu Sjálfstæðisflokksins, um að Páll greiði flokknum nítján milljónir til baka vegna brotanna, frá héraðsdómi. Var það mat Hæstaréttar að hvorki verðið ráðið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi endurgreitt þá fjármuni, sem krafan tekur til, né að honum hafi verið falið málsóknarumboð til innheimtu þeirra. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hins vegar áður dæmt Pál til að greiða Sjálfstæðisflokknum þessa fjármuni til baka.Í ákæru embættis sérstaks saksóknara gegn Páli kom fram að hann notaði kreditkortið í sextán löndum á rúmlega tveggja ára tímabili og ferðaðist um þrettán Evrópulönd á tímabilinu að meðtöldu Íslandi; Danmörku, Svíþjóð, Bretland, Holland, Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Tékkland, Króatíu, Ungverjaland, Kýpur og Rússland. Þá fór hann einnig til Líbanon, New York í Bandaríkjunum og Peking, höfuðborgar Kína.Vísaði í játningu í tölvubréfi Morgunblaðið sagði frá því að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefði sagt við réttarhöld í málinu í Hæstarétti að Páli hefði ekki tekist að sýna fram á neina heimild fyrir þessari notkun á kortinu. Þá vísaði Helgi Magnús einnig í tölvubréf sem Páll ritaði framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins þar sem hann sagðist taka fulla ábyrgð á þeim misgjörðum sem hann hafði orðið uppvís að. Engu að síður neitaði Páll sök fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Morgunblaðið hafði eftir verjanda Páls, Birni L. Bergssyni, úr Hæstarétti að Páll hefði verið svo meðvirkur á þeim tíma sem tölvubréfið var ritað að hann hefði verið reiðubúinn að taka allt málið á sig.
Tengdar fréttir Mál Páls tekið fyrir í Héraðsdómi Í dag hófst aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknar gegn Páli Heimissyni, fyrrverandi starfsmanns flokkahóps íhaldsmanna í Norðurlandaráði. 20. september 2013 19:15 Páll áfrýjar til Hæstaréttar Páll Heimisson greiddi fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmlega 19 milljónir króna á kostnað SJálfstæðisflokksins. 13. janúar 2014 19:52 Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnað Ákæran á hendur Páli Heimissyni, fyrrverandi starfsmanni í Valhöll, virðist leiða í ljós að hann hafi ferðast um heim allan og lifað hátt í tvö ár á kostnað norrænu íhaldsflokkanna. Hann tók tólf milljónir í reiðufé út úr bönkum á 26 mánuðum. 11. janúar 2013 09:00 Páll Heimisson neitaði sök Páll Heimisson, sem hefur verið ákærður fyrir stórfelld umboðssvik, neitaði sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um að hafa misnotað kreditkort íhaldshóps Norðurlandaráðs, meðal annars í dýrum fataverslunum, skartgripabúðum og á veitingastöðum um allan heim. 5. mars 2013 09:22 Dæmdur fyrir að misnota kreditkort Páll Heimisson var í dag dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að misnota kreditkort sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Níu mánuðir eru skilorðsbundnir. Þarf að endurgreiða Sjálfstæðisflokknum rúmar nítján milljónir. 14. október 2013 14:30 Mest lesið Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal Innlent Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Innlent Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Mál Páls tekið fyrir í Héraðsdómi Í dag hófst aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknar gegn Páli Heimissyni, fyrrverandi starfsmanns flokkahóps íhaldsmanna í Norðurlandaráði. 20. september 2013 19:15
Páll áfrýjar til Hæstaréttar Páll Heimisson greiddi fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmlega 19 milljónir króna á kostnað SJálfstæðisflokksins. 13. janúar 2014 19:52
Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnað Ákæran á hendur Páli Heimissyni, fyrrverandi starfsmanni í Valhöll, virðist leiða í ljós að hann hafi ferðast um heim allan og lifað hátt í tvö ár á kostnað norrænu íhaldsflokkanna. Hann tók tólf milljónir í reiðufé út úr bönkum á 26 mánuðum. 11. janúar 2013 09:00
Páll Heimisson neitaði sök Páll Heimisson, sem hefur verið ákærður fyrir stórfelld umboðssvik, neitaði sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um að hafa misnotað kreditkort íhaldshóps Norðurlandaráðs, meðal annars í dýrum fataverslunum, skartgripabúðum og á veitingastöðum um allan heim. 5. mars 2013 09:22
Dæmdur fyrir að misnota kreditkort Páll Heimisson var í dag dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að misnota kreditkort sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Níu mánuðir eru skilorðsbundnir. Þarf að endurgreiða Sjálfstæðisflokknum rúmar nítján milljónir. 14. október 2013 14:30