Innlent

Ísbjörn í Vesturbænum?

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bangsi bíður nú á lögreglustöðinni eftir eigendum sínum.
Bangsi bíður nú á lögreglustöðinni eftir eigendum sínum. Mynd/Facebook-síða lögreglunnar
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um ísbjörn í Vesturbænum. Þegar lögreglumenn komu á staðinn reyndist sem betur vera um að ræða stóran tusku-ísbjörn sem skilinn hafði verið eftir, væntanlega í kjölfar þess að hafa verið numinn á brott frá heimili sínu utan við verslun eina í miðbænum.

Lögreglan gerði eigendum björnsins viðvart sem munu sækja hann á lögreglustöðina en þar dvelur hann þangað til í góðu yfirlæti, eins og segir í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


×