Innlent

Ísbjörn í Vesturbænum?

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bangsi bíður nú á lögreglustöðinni eftir eigendum sínum.
Bangsi bíður nú á lögreglustöðinni eftir eigendum sínum. Mynd/Facebook-síða lögreglunnar

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um ísbjörn í Vesturbænum. Þegar lögreglumenn komu á staðinn reyndist sem betur vera um að ræða stóran tusku-ísbjörn sem skilinn hafði verið eftir, væntanlega í kjölfar þess að hafa verið numinn á brott frá heimili sínu utan við verslun eina í miðbænum.

Lögreglan gerði eigendum björnsins viðvart sem munu sækja hann á lögreglustöðina en þar dvelur hann þangað til í góðu yfirlæti, eins og segir í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglunnar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.