Hagsmunasamtökin töpuðu málinu gegn Íbúðalánasjóði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2015 15:49 Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir. Vísir/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Íbúðarlánasjóð í máli hjónanna Helgu Margrétar Guðmundsdóttur og Theódórs Magnússonar gegn sjóðnum. Hagsmunasamtök heimilanna, með Vilhjálm Bjarnason „ekki fjárfesti“ í broddi fylkingar, ráku málið fyrir hönd þeirra hjóna. Samtökin sökuðu Íbúðarlánasjóð um að hafa veitt vísvitandi rangar upplýsingar þegar þau tóku húsnæðislán hjá sjóðnum. Þótti þeim óttækt að í lánasamningnum væri miðað við 0% verðbólgu enda hefði aldrei verið 0% verðbólga hér á landi. Með því að miða útreikninga á lántökukostnaði, árlegri hlutfallstölu kostnaðar og afborgunum lána við 0% væri verið að blekkja neytendur. Verðbæturnar væru svo ekki settar inn í greiðsluáætlun auk þess sem dæmi væri um að engin greiðsluáætlanir fylgdu lánum á borð við þau sem hjónin tóku.Áslaug Árnadóttir, lögmaður Íbúðalánasjóðs.Vísir/GVAEkki villandi viðskiptahættir Héraðsdómur taldi að ekki hefði komið fram í dómsmeðferðinni að vanræksla Íbúðalánasjóðs við upplýsingagjöf um lántökukostnað hefði haft slíkar afleiðingar fyrir hagsmuni hjónanna að það gæti leitt til ógildis á ákvæði fasteignaverðbréfsins um verðtryggingu. Þá var einnig hafnaði þeirri málsástæðu stefnenda að samningurinn hefði brotið gegn ákvæðum laga um villandi viðskiptahætti. Var Íbúðalánasjóður því sýknaður af kröfum hjónanna en um leið tekið fram að engin afstaða væri tekin til þess hvort hjónin eigi kröfu um skaðabætur frá Íbúðalánasjóði. Dómurinn taldi rétt að Íbúðalánasjóður greiddi sinn kostnað af rekstri málsins en Helga og Theódór nutu gjafsóknar.Þórður Heimir Sveinsson, lögmaður hjónanna, segir að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar.Vísir/GVAMálinu verður áfrýjað „Það eru auðvitað vonbrigði að hafa ekki unnið þetta mál,“ sagði Þórður Heimir Sveinsson, lögmaður hjónanna, í samtali við Vísi að lokinni dómsuppsögu. „Það er nokkuð ljóst að málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar,“ sagði Þórður. Næsta skref væri að fara að kynna sér niðurstöðu dómsins. Reiknaði hann með því að áfrýjunin yrði innan þriggja mánaða svo málflutningur í Hæstarétti færi líkast til fram í október eða nóvember.Dóminn í heild sinni má sjá hér. Vilhjálmur Bjarnason ræddi niðurstöðu málsins í samtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Hlusta má á viðtalið í spilaranum að neðan. Tengdar fréttir Hagsmunasamtök heimilanna: Ágætar tillögur, eins langt og þær ná Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna telur að að aðgerðaáætlun um höfuðstólslækkun húsnæðislána feli í sér ágætar tillögur "eins langt og þær ná, en að þær séu samt sem áður allt of léttvægar miðað við ástandið eins og það er orðið í dag.“ 3. desember 2013 08:46 Segja að spurningunni um ólögmæti verðtryggingarinnar sé enn ósvarað Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir að EFTA dómstóllinn úrskurðaði um að íslenskir dómstólar skuli skera úr um lögmæti verðtryggingarinnar. 28. ágúst 2014 19:14 Verðtryggð fasteignalán standist ekki kröfur laga um neytendalán Stefna Hagsmunasamtaka heimilanna gegn Íbúðalánasjóði vegna verðtryggðs neytendaláns hefur verið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 8. nóvember 2013 07:00 Máli á hendur Íbúðalánasjóði ekki vísað frá Vilhjálmur Bjarnason fagnar sigri en hann segir aðgerðir ríkisins í húsnæðisskuldamálum ótækar, eins og menn séu að stinga hausnum í sandinn. 19. maí 2014 12:49 Dómur sem snýst um 400 milljarða fellur Ögurstund upp runnin hjá Vilhjálmi Bjarnasyni og HH: "Ég er búinn að bíða eftir þessu í fimm ár.“ Segir þetta stærsta mál Íslandssögunnar. 6. febrúar 2015 14:45 Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Íbúðarlánasjóð í máli hjónanna Helgu Margrétar Guðmundsdóttur og Theódórs Magnússonar gegn sjóðnum. Hagsmunasamtök heimilanna, með Vilhjálm Bjarnason „ekki fjárfesti“ í broddi fylkingar, ráku málið fyrir hönd þeirra hjóna. Samtökin sökuðu Íbúðarlánasjóð um að hafa veitt vísvitandi rangar upplýsingar þegar þau tóku húsnæðislán hjá sjóðnum. Þótti þeim óttækt að í lánasamningnum væri miðað við 0% verðbólgu enda hefði aldrei verið 0% verðbólga hér á landi. Með því að miða útreikninga á lántökukostnaði, árlegri hlutfallstölu kostnaðar og afborgunum lána við 0% væri verið að blekkja neytendur. Verðbæturnar væru svo ekki settar inn í greiðsluáætlun auk þess sem dæmi væri um að engin greiðsluáætlanir fylgdu lánum á borð við þau sem hjónin tóku.Áslaug Árnadóttir, lögmaður Íbúðalánasjóðs.Vísir/GVAEkki villandi viðskiptahættir Héraðsdómur taldi að ekki hefði komið fram í dómsmeðferðinni að vanræksla Íbúðalánasjóðs við upplýsingagjöf um lántökukostnað hefði haft slíkar afleiðingar fyrir hagsmuni hjónanna að það gæti leitt til ógildis á ákvæði fasteignaverðbréfsins um verðtryggingu. Þá var einnig hafnaði þeirri málsástæðu stefnenda að samningurinn hefði brotið gegn ákvæðum laga um villandi viðskiptahætti. Var Íbúðalánasjóður því sýknaður af kröfum hjónanna en um leið tekið fram að engin afstaða væri tekin til þess hvort hjónin eigi kröfu um skaðabætur frá Íbúðalánasjóði. Dómurinn taldi rétt að Íbúðalánasjóður greiddi sinn kostnað af rekstri málsins en Helga og Theódór nutu gjafsóknar.Þórður Heimir Sveinsson, lögmaður hjónanna, segir að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar.Vísir/GVAMálinu verður áfrýjað „Það eru auðvitað vonbrigði að hafa ekki unnið þetta mál,“ sagði Þórður Heimir Sveinsson, lögmaður hjónanna, í samtali við Vísi að lokinni dómsuppsögu. „Það er nokkuð ljóst að málinu verður áfrýjað til Hæstaréttar,“ sagði Þórður. Næsta skref væri að fara að kynna sér niðurstöðu dómsins. Reiknaði hann með því að áfrýjunin yrði innan þriggja mánaða svo málflutningur í Hæstarétti færi líkast til fram í október eða nóvember.Dóminn í heild sinni má sjá hér. Vilhjálmur Bjarnason ræddi niðurstöðu málsins í samtali við Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni. Hlusta má á viðtalið í spilaranum að neðan.
Tengdar fréttir Hagsmunasamtök heimilanna: Ágætar tillögur, eins langt og þær ná Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna telur að að aðgerðaáætlun um höfuðstólslækkun húsnæðislána feli í sér ágætar tillögur "eins langt og þær ná, en að þær séu samt sem áður allt of léttvægar miðað við ástandið eins og það er orðið í dag.“ 3. desember 2013 08:46 Segja að spurningunni um ólögmæti verðtryggingarinnar sé enn ósvarað Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir að EFTA dómstóllinn úrskurðaði um að íslenskir dómstólar skuli skera úr um lögmæti verðtryggingarinnar. 28. ágúst 2014 19:14 Verðtryggð fasteignalán standist ekki kröfur laga um neytendalán Stefna Hagsmunasamtaka heimilanna gegn Íbúðalánasjóði vegna verðtryggðs neytendaláns hefur verið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 8. nóvember 2013 07:00 Máli á hendur Íbúðalánasjóði ekki vísað frá Vilhjálmur Bjarnason fagnar sigri en hann segir aðgerðir ríkisins í húsnæðisskuldamálum ótækar, eins og menn séu að stinga hausnum í sandinn. 19. maí 2014 12:49 Dómur sem snýst um 400 milljarða fellur Ögurstund upp runnin hjá Vilhjálmi Bjarnasyni og HH: "Ég er búinn að bíða eftir þessu í fimm ár.“ Segir þetta stærsta mál Íslandssögunnar. 6. febrúar 2015 14:45 Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Hagsmunasamtök heimilanna: Ágætar tillögur, eins langt og þær ná Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna telur að að aðgerðaáætlun um höfuðstólslækkun húsnæðislána feli í sér ágætar tillögur "eins langt og þær ná, en að þær séu samt sem áður allt of léttvægar miðað við ástandið eins og það er orðið í dag.“ 3. desember 2013 08:46
Segja að spurningunni um ólögmæti verðtryggingarinnar sé enn ósvarað Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir að EFTA dómstóllinn úrskurðaði um að íslenskir dómstólar skuli skera úr um lögmæti verðtryggingarinnar. 28. ágúst 2014 19:14
Verðtryggð fasteignalán standist ekki kröfur laga um neytendalán Stefna Hagsmunasamtaka heimilanna gegn Íbúðalánasjóði vegna verðtryggðs neytendaláns hefur verið þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 8. nóvember 2013 07:00
Máli á hendur Íbúðalánasjóði ekki vísað frá Vilhjálmur Bjarnason fagnar sigri en hann segir aðgerðir ríkisins í húsnæðisskuldamálum ótækar, eins og menn séu að stinga hausnum í sandinn. 19. maí 2014 12:49
Dómur sem snýst um 400 milljarða fellur Ögurstund upp runnin hjá Vilhjálmi Bjarnasyni og HH: "Ég er búinn að bíða eftir þessu í fimm ár.“ Segir þetta stærsta mál Íslandssögunnar. 6. febrúar 2015 14:45