Dómur sem snýst um 400 milljarða fellur Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2015 14:45 Vilhjálmur Bjarnason andskotast út í fjölmiðla og sakar þá um áhugaleysi; telur málið ólíkt merkilegra en að fjalla um nærbuxur Beyoncé. visir/vilhelm Í dag verður stundvíslega klukkan 15:35 kveðinn upp dómur í héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Hagsmunasamtök heimilanna (HH) hafa rekið undanfarin ár gegn því sem Vilhjálmur Bjarnason, sem titlar sig ekki fjárfesti, segir „gegn ólöglega kynntri og útfærðri verðtryggingu allra húsnæðislána heimilanna. Um er að ræða mál sem HH reka og fjármagna, sem kynnt er á málaskrá sem mál Theodórs Magnússonar og Helgu Margrétar Guðmundsdóttur gegn Íbúðalánasjóði. „Ég er búinn að bíða eftir þessu í fimm ár,“ segir Vilhjálmur sem er formaður HH, spurður hvort hann sé spenntur. „Það var hlegið að mér þegar ég sagði að gengislánin væru ólögleg á sínum tíma. Sagt að ég væri hálfviti. Við vitum hvernig dómurinn fór. Þó enn eigi eftir að dæma varðandi gengislánin, að upprunalegu vextirnir haldi sér á þeim.“ Vilhjálmur reyndar furðar sig á því hversu lítinn áhuga fjölmiðlar hafa sýnt þessu, að hans mati. „Já, mér finnst það merkilegra en nærbuxur Beyoncé að það sé að koma dómur í dag sem gæti þýtt það að verðtryggð lán heimilanna lækki um 400 milljarða. Alla veganna það. Sem tekið yrði á afslættinum sem bankarnir fengu á lánasöfnunum,“ segir Vilhjálmur. Og hann er sigurviss. „Ef dæmt verður eftir lögum er ég hundrað prósent viss um hvernig fer.“ Að upprunalegu vextirnir haldi sér? En, eru ekki breytilegir vextir tíundaðir í lánasamningi þeim sem þú sjálfur skrifaðir undir? „Ég er alveg sáttur með vextina. Árna Páls-lögin settu lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabanka Íslands á gengislánin til þess að þeir sem eru með verðtryggð lán færu ekki að rífa kjaft. En, ég hef haldið áfram að vera vitlaus,“ segir Vilhjálmur sem að sjálfsögðu ætlar að mæta þegar dómsuppsaga verður. „Já, ég hangi á snerlinum á eftir. Verð þar þegar opnar.“ Vilhjálmur velkist hvergi í vafa um að þetta sé stærsta mál Íslandssögunnar „og mun leiðrétta alla verðtryggingu aftur til 11 janúar 2001 ef dæmt verður eftir lögum landsins sem við hljótum að gera kröfu um.“ Tengdar fréttir Segja að spurningunni um ólögmæti verðtryggingarinnar sé enn ósvarað Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir að EFTA dómstóllinn úrskurðaði um að íslenskir dómstólar skuli skera úr um lögmæti verðtryggingarinnar. 28. ágúst 2014 19:14 „Dómstólar hér á landi þurfa nú að taka mið af álitinu“ Hagsmunasamtök heimilanna telja áliti EFTA veita skýrar leiðbeiningar um þau sjónarmið sem liggja til grundvallar málaferlum. 28. nóvember 2014 07:53 Hagsmunasamtök heimilanna skora á Seðlabankann Hagsmunasamtök heimilanna skora á Seðlabanka Íslands að hann greiði málskostnað í dómsmálum sem varða lögmæti verðtryggðra lána, enda sé þar um að ræða mikið hagsmunamál sem varðar grundvallarstarfssemi Seðlabankans. 19. mars 2014 08:02 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Í dag verður stundvíslega klukkan 15:35 kveðinn upp dómur í héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem Hagsmunasamtök heimilanna (HH) hafa rekið undanfarin ár gegn því sem Vilhjálmur Bjarnason, sem titlar sig ekki fjárfesti, segir „gegn ólöglega kynntri og útfærðri verðtryggingu allra húsnæðislána heimilanna. Um er að ræða mál sem HH reka og fjármagna, sem kynnt er á málaskrá sem mál Theodórs Magnússonar og Helgu Margrétar Guðmundsdóttur gegn Íbúðalánasjóði. „Ég er búinn að bíða eftir þessu í fimm ár,“ segir Vilhjálmur sem er formaður HH, spurður hvort hann sé spenntur. „Það var hlegið að mér þegar ég sagði að gengislánin væru ólögleg á sínum tíma. Sagt að ég væri hálfviti. Við vitum hvernig dómurinn fór. Þó enn eigi eftir að dæma varðandi gengislánin, að upprunalegu vextirnir haldi sér á þeim.“ Vilhjálmur reyndar furðar sig á því hversu lítinn áhuga fjölmiðlar hafa sýnt þessu, að hans mati. „Já, mér finnst það merkilegra en nærbuxur Beyoncé að það sé að koma dómur í dag sem gæti þýtt það að verðtryggð lán heimilanna lækki um 400 milljarða. Alla veganna það. Sem tekið yrði á afslættinum sem bankarnir fengu á lánasöfnunum,“ segir Vilhjálmur. Og hann er sigurviss. „Ef dæmt verður eftir lögum er ég hundrað prósent viss um hvernig fer.“ Að upprunalegu vextirnir haldi sér? En, eru ekki breytilegir vextir tíundaðir í lánasamningi þeim sem þú sjálfur skrifaðir undir? „Ég er alveg sáttur með vextina. Árna Páls-lögin settu lægstu óverðtryggðu vexti Seðlabanka Íslands á gengislánin til þess að þeir sem eru með verðtryggð lán færu ekki að rífa kjaft. En, ég hef haldið áfram að vera vitlaus,“ segir Vilhjálmur sem að sjálfsögðu ætlar að mæta þegar dómsuppsaga verður. „Já, ég hangi á snerlinum á eftir. Verð þar þegar opnar.“ Vilhjálmur velkist hvergi í vafa um að þetta sé stærsta mál Íslandssögunnar „og mun leiðrétta alla verðtryggingu aftur til 11 janúar 2001 ef dæmt verður eftir lögum landsins sem við hljótum að gera kröfu um.“
Tengdar fréttir Segja að spurningunni um ólögmæti verðtryggingarinnar sé enn ósvarað Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir að EFTA dómstóllinn úrskurðaði um að íslenskir dómstólar skuli skera úr um lögmæti verðtryggingarinnar. 28. ágúst 2014 19:14 „Dómstólar hér á landi þurfa nú að taka mið af álitinu“ Hagsmunasamtök heimilanna telja áliti EFTA veita skýrar leiðbeiningar um þau sjónarmið sem liggja til grundvallar málaferlum. 28. nóvember 2014 07:53 Hagsmunasamtök heimilanna skora á Seðlabankann Hagsmunasamtök heimilanna skora á Seðlabanka Íslands að hann greiði málskostnað í dómsmálum sem varða lögmæti verðtryggðra lána, enda sé þar um að ræða mikið hagsmunamál sem varðar grundvallarstarfssemi Seðlabankans. 19. mars 2014 08:02 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Segja að spurningunni um ólögmæti verðtryggingarinnar sé enn ósvarað Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent frá sér yfirlýsingu eftir að EFTA dómstóllinn úrskurðaði um að íslenskir dómstólar skuli skera úr um lögmæti verðtryggingarinnar. 28. ágúst 2014 19:14
„Dómstólar hér á landi þurfa nú að taka mið af álitinu“ Hagsmunasamtök heimilanna telja áliti EFTA veita skýrar leiðbeiningar um þau sjónarmið sem liggja til grundvallar málaferlum. 28. nóvember 2014 07:53
Hagsmunasamtök heimilanna skora á Seðlabankann Hagsmunasamtök heimilanna skora á Seðlabanka Íslands að hann greiði málskostnað í dómsmálum sem varða lögmæti verðtryggðra lána, enda sé þar um að ræða mikið hagsmunamál sem varðar grundvallarstarfssemi Seðlabankans. 19. mars 2014 08:02