Baráttukonunnar Stellu Hauks minnst á Obla dí Heimir Már Pétursson skrifar 7. febrúar 2015 19:30 Baráttujaxlinn, laga- og textahöfundurinn Stella Hauks lést í síðasta mánuði en í dag komu vinir hennar og aðdáendur saman á Obla dí í Reykjavík til minnast hennar. Stella tók virkan þátt í kjarabaráttu fiskverkakvenna og stóð í víglínunni í baráttu samkynhneigðra, en var öllu hlédrægari þegar kom að listsköpun hennar. Heimir Már leit við á Obla dí. Stella Hauksdóttir fæddist árið 1953 og hefði orðið 62 ára í nóvember á þessu ári. En hún lést í Vestmannaeyjum hinn 17. janúar síðast liðinn. Hún var alla tíð mikil baráttukona og var meðal annars formaður verkakvennafélagsins Snót í Vestmannaeyjum þar sem hún beitti sér af fullri hörku. Stella var líka í fremstu víglínu í baráttunni fyrir réttindum samkynhneigðra löngu áður en nokkur Gleðiganga var til og gekk þar svipugöngin og mætti miklu mótlæti. En hún var líka laga og textahöfundur og gaf út nokkrar plötur. Sumir tónlistarmenn og textahöfundar fara í gegnum allan sinn feril í frægðarljóma, þótt þeir eigi kannski ekki endilega fyrir því með hæfileikum sínum. En Stella Hauks var ein af þeim sem söng sín ljóð í skugganum. Stella var vinamörg og átti marga góða að í tónlistarheiminum sem lögðu henni lið á hljómplötum hennar og fluttu ljóð hennar og lög einnig á eigin vegum. Egill Ólafsson tónlistarmaður og vinur söng Working Class Hero eftir John Lennon Stellu til heiðurs á Obla dí í dag, enda mjög viðeigandi þegar hún var annars vegar. „Stella var margslungin textahöfundur. En það var alltaf baráttuandinn sem sveif yfir vötnunum og við lítum á það í dag sem allt of sjálfsagðan hlut. Það þurfti baráttu til að ná fram þó þeim kjörum og réttindum sem við höfum og Stella var þar,“ sagði Egill eftir að hafa sungið um baráttukonuna. Guðmundur Haukur Jónsson sonur Stellu, Andrea Gyfladóttir, Tómas Tómasson og fleiri vinir og fyrrverandi samstarfsfólk söng Stellu til heiðurs í dag og Andrea Jónsdóttir rokkamma spilaði plötur hennar sem rötuðu ekki á vinsældarlista en aðdáendur hennar elskuðu. „Mér fannst hún oft eins og hún væri að biðjast afsökunar á sér. En hún þurfti það ekki. Það er þarna mikil tilfinning og hvað á ég að segja; hún hefur þetta – og einlægni,“ segir Egill Ólafsson. Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Sjá meira
Baráttujaxlinn, laga- og textahöfundurinn Stella Hauks lést í síðasta mánuði en í dag komu vinir hennar og aðdáendur saman á Obla dí í Reykjavík til minnast hennar. Stella tók virkan þátt í kjarabaráttu fiskverkakvenna og stóð í víglínunni í baráttu samkynhneigðra, en var öllu hlédrægari þegar kom að listsköpun hennar. Heimir Már leit við á Obla dí. Stella Hauksdóttir fæddist árið 1953 og hefði orðið 62 ára í nóvember á þessu ári. En hún lést í Vestmannaeyjum hinn 17. janúar síðast liðinn. Hún var alla tíð mikil baráttukona og var meðal annars formaður verkakvennafélagsins Snót í Vestmannaeyjum þar sem hún beitti sér af fullri hörku. Stella var líka í fremstu víglínu í baráttunni fyrir réttindum samkynhneigðra löngu áður en nokkur Gleðiganga var til og gekk þar svipugöngin og mætti miklu mótlæti. En hún var líka laga og textahöfundur og gaf út nokkrar plötur. Sumir tónlistarmenn og textahöfundar fara í gegnum allan sinn feril í frægðarljóma, þótt þeir eigi kannski ekki endilega fyrir því með hæfileikum sínum. En Stella Hauks var ein af þeim sem söng sín ljóð í skugganum. Stella var vinamörg og átti marga góða að í tónlistarheiminum sem lögðu henni lið á hljómplötum hennar og fluttu ljóð hennar og lög einnig á eigin vegum. Egill Ólafsson tónlistarmaður og vinur söng Working Class Hero eftir John Lennon Stellu til heiðurs á Obla dí í dag, enda mjög viðeigandi þegar hún var annars vegar. „Stella var margslungin textahöfundur. En það var alltaf baráttuandinn sem sveif yfir vötnunum og við lítum á það í dag sem allt of sjálfsagðan hlut. Það þurfti baráttu til að ná fram þó þeim kjörum og réttindum sem við höfum og Stella var þar,“ sagði Egill eftir að hafa sungið um baráttukonuna. Guðmundur Haukur Jónsson sonur Stellu, Andrea Gyfladóttir, Tómas Tómasson og fleiri vinir og fyrrverandi samstarfsfólk söng Stellu til heiðurs í dag og Andrea Jónsdóttir rokkamma spilaði plötur hennar sem rötuðu ekki á vinsældarlista en aðdáendur hennar elskuðu. „Mér fannst hún oft eins og hún væri að biðjast afsökunar á sér. En hún þurfti það ekki. Það er þarna mikil tilfinning og hvað á ég að segja; hún hefur þetta – og einlægni,“ segir Egill Ólafsson.
Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Sjá meira