Innlent

Þriggja bíla árekstur í Ártúnsbrekku

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Af vettvangi
Af vettvangi Mynd/jóhann jóhannsson
Þriggja bíla árekstur varð í Ártúnsbrekku nú skömmu eftir klukkan níu í kvöld. Þrír voru í bílunum og voru allir fluttir á slysadeild. 

Tveir dælubílar auk fjögurra sjúkrabíla fóru á vettvang. Beita þurfti klippum til að ná einum ökumannana úr bíl sínum. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu var atuburðarrásin sú að einn bílanna var kyrrstæður og annar bíll ók aftan á hann á fullri ferð. 

Vegurinn er lokaður í austurátt á meðan unnið er að hreinsun. Hægt er að komast framhjá um Sævarhöfðann og rafstöðvarmegin segir í tilkynningu frá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×