Innlent

Eins manns rusl er annars fjársjóður

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Ljósmyndasafn sem gefið var í nytjamarkaðinn Góða hirðinn á dögunum hangir nú á veggjum ljósmyndadeildar Þjóðminjasafnsins. Safnvörður segir myndirnar ómetanlegar, og einstaka heimild um umhverfi miðbæjar Reykjavíkur á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Næstum má skynja að ljósmyndarinn hafi áttað sig á að breytingar voru í vændum í þjóðfélaginu en myndirnar spanna stutt árabil og því skapast sterkur tímaspegill í myndasafninu.

Myndir lentu í Góða hirðinum á síðasta ári en þær eru um 3.500 talsins. Þær eru teknar á árunum 1975-87 og eru langflestar þeirra af húsum í miðbæ Reykjavíkur. Engar upplýsingar fylgdu um höfundinn en vísbendingar komu fram um nafn hans á óvæntum stað eins og sést í fréttinni hér að ofan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×