„Auðvelt dæmi hefði bíllinn endað í sjónum“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. febrúar 2015 09:30 Bíllinn staðnæmdist á grjóti. mynd/Arndís Jónsdóttir Arndís Erla Jónsdóttir lenti í heldur óskemmtilegri lífsreynslu á föstudag þegar hún ók út af Siglufjarðarvegi. Með henni í bílnum voru tveir synir hennar, eins og fjögurra ára gamlir. Útafkeyrslan átti sér stað seinni partinn. „Við vorum í þriggja bíla samfloti á leið frá Siglufirði í bústað í Fljótunum í Skagafirði,“ segir Arndís. Hinir bílarnir tveir voru litlir en hún ók Toyota Hilux. „Það var búið að vara okkur við miklum sviptivindum. Bíllinn sem ég var á var mjög léttur og ég fann strax hvað vindurinn reif í.“ Arndís segir að þau hafi ekki getað ekið nema á í kringum þrjátíu kílómetra hraða á klukkustund sökum vinds og hálku. Skyndilega hafi vindurinn gripið bílinn og slengt honum í áttina frá sjónum. Henni hafi tekist með herkjum að rétta hann af en jafnharðan hafi komið önnur hviða sem fleygði bílnum í hina áttina. „Ég held það hafi orðið okkur til happs að ég ákvað að keyra beint út af. Það kom í veg fyrir að bíllinn myndi velta,“ segir hún. Þegar bíllinn var lentur utan vegar ákvað hún að beina honum frekar til vinstri en hægri þar sem hægra megin beið gil og sjór. Varla hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði bifreiðin endað þar.Mildi þykir að ekki fór verr.mynd/arndís jónsdóttirSamkvæmt vinkonu Arndísar sem var í aftasta bílnum var ýmist húddið eða skottið á lofti. Bíllinn kastaðist til, fór í gegnum girðingu og staðnæmdist að lokum í stórgrýti. Það var heppilegt því annar er hætt við að bíllinn hefði endað úti í sjó. „Um leið og bíllinn var stopp leit ég aftur í á strákana. Þeir öskruðu báðir og virtust óslasaðir. Það þótti mér gott að sjá,“ segir Arndís sem er dóttir þingmannsins Jóns Gunnarssonar. Hún segir þau öll hafa sloppið heil úr byltunni eða því sem næst. Eldri sonur hennar sé marinn eftir bílbeltið og þau finni fyrir strengjum á stöku stað en annað sé það ekki. Björgunarsveitarmenn komu á staðinn um einni og hálfri klukkustund eftir að óhappið átti sér stað. Fólk hafi haft það á orði að úr því að bíllinn fór út af þá hafi atburðarrásin þróast á besta mögulega hátt í kjölfarið. Enginn hafi slasast og bíllinn hafi stoppað áður en hann endaði í hafinu. Bústaðaferðinni var slegið á frest en ekiðmeð fólkið á Siglufjörð þar sem það var skoðað af heilbrigðisstarfsfólki og síðan sent heim. „Ég vil koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem komu okkur til aðstoðar. Björgunarsveitarmönnum, sjúkraflutningafólki og vinum okkar sem hafa verið til staðar fyrir okkur,“ segir Arndís. Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira
Arndís Erla Jónsdóttir lenti í heldur óskemmtilegri lífsreynslu á föstudag þegar hún ók út af Siglufjarðarvegi. Með henni í bílnum voru tveir synir hennar, eins og fjögurra ára gamlir. Útafkeyrslan átti sér stað seinni partinn. „Við vorum í þriggja bíla samfloti á leið frá Siglufirði í bústað í Fljótunum í Skagafirði,“ segir Arndís. Hinir bílarnir tveir voru litlir en hún ók Toyota Hilux. „Það var búið að vara okkur við miklum sviptivindum. Bíllinn sem ég var á var mjög léttur og ég fann strax hvað vindurinn reif í.“ Arndís segir að þau hafi ekki getað ekið nema á í kringum þrjátíu kílómetra hraða á klukkustund sökum vinds og hálku. Skyndilega hafi vindurinn gripið bílinn og slengt honum í áttina frá sjónum. Henni hafi tekist með herkjum að rétta hann af en jafnharðan hafi komið önnur hviða sem fleygði bílnum í hina áttina. „Ég held það hafi orðið okkur til happs að ég ákvað að keyra beint út af. Það kom í veg fyrir að bíllinn myndi velta,“ segir hún. Þegar bíllinn var lentur utan vegar ákvað hún að beina honum frekar til vinstri en hægri þar sem hægra megin beið gil og sjór. Varla hefði þurft að spyrja að leikslokum hefði bifreiðin endað þar.Mildi þykir að ekki fór verr.mynd/arndís jónsdóttirSamkvæmt vinkonu Arndísar sem var í aftasta bílnum var ýmist húddið eða skottið á lofti. Bíllinn kastaðist til, fór í gegnum girðingu og staðnæmdist að lokum í stórgrýti. Það var heppilegt því annar er hætt við að bíllinn hefði endað úti í sjó. „Um leið og bíllinn var stopp leit ég aftur í á strákana. Þeir öskruðu báðir og virtust óslasaðir. Það þótti mér gott að sjá,“ segir Arndís sem er dóttir þingmannsins Jóns Gunnarssonar. Hún segir þau öll hafa sloppið heil úr byltunni eða því sem næst. Eldri sonur hennar sé marinn eftir bílbeltið og þau finni fyrir strengjum á stöku stað en annað sé það ekki. Björgunarsveitarmenn komu á staðinn um einni og hálfri klukkustund eftir að óhappið átti sér stað. Fólk hafi haft það á orði að úr því að bíllinn fór út af þá hafi atburðarrásin þróast á besta mögulega hátt í kjölfarið. Enginn hafi slasast og bíllinn hafi stoppað áður en hann endaði í hafinu. Bústaðaferðinni var slegið á frest en ekiðmeð fólkið á Siglufjörð þar sem það var skoðað af heilbrigðisstarfsfólki og síðan sent heim. „Ég vil koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem komu okkur til aðstoðar. Björgunarsveitarmönnum, sjúkraflutningafólki og vinum okkar sem hafa verið til staðar fyrir okkur,“ segir Arndís.
Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Fleiri fréttir Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Sjá meira