„Við erum ekki þjónustustofnun“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2015 10:59 Ólöf Snæhólm Baldursdóttir er upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Vísir Reglulega kemur upp umræða um að björgunarsveitirnar rukki fólk sem hefur komið sér í ógöngur vísvitandi, eins og raunin virðist vera með mann sem bjargað var í nótt á fjallvegi skammt frá höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn hafði virt lokanir að vettugi og fest jeppling sem hann var á. Þegar björgunarsveitarmenn komu svo á vettvang var hann ósáttur við að þeir neituðu að koma bílnum til byggða. Sjá einnig: Fastur á fjallvegi í lakkskóm og leðurjakkaEkki komið til tals að rukka fólk fyrir björgun Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að ekki hafi komið til tals innan Landsbjargar að samræma einhvers konar gjaldtöku og rukka fólk fyrir björgun. Hitt sé svo annað mál að björgunarsveitirnar eru ekki þjónustustofnun. „Við höfum ekki viljað rukka fólk fyrir björgun ef það er hætta á ferð. Ef hins vegar er um að ræða þjónustuverkefni þar sem losa á til dæmis bíl þá þekkist það alveg að björgunarsveitirnar hafa fengið greitt fyrir það. Við gefum okkur auðvitað út fyrir að aðstoða fólk í neyð og bjarga mannslífum og verðmætum en við erum ekki þjónustustofnun,“ segir Ólöf. Hún segir fólk oft borga fyrir aðstoð að eigin frumkvæði en stundum óska björgunarsveitirnar eftir greiðslu. Ólöf segir að það þurfi einfaldlega að meta hvert tilvik fyrir sig og björgunarsveitirnar ráða þessu svolítið sjálfar.Atvikið í nótt ekki einsdæmi „Við höfum tekið þann pól í hæðina að koma fólki til byggða en skilja bílana eftir. Það hafa náttúrulega komið upp atvik þar sem bílar hafa skemmst þegar þeir hafa verið dregnir í burtu. Í slíkum tilfellum eru björgunarsveitirnar bótaskyldar,“ segir Ólöf. Hún segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að björgunarsveitirnar séu mannaðar af sjálfboðaliðum sem fjármagni starfið sjálfir með fjáröflunum. Starf björgunarsveitanna er því ekki fjármagnað með skattfé almennings. Ólöf segir að atvikið í nótt sé ekkert einsdæmi; svona komi upp af og til. „Þetta er samt mikill minnihluti og ég held að flestir skilji starf björgunarsveitanna betur heldur en viðkomandi.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Reglulega kemur upp umræða um að björgunarsveitirnar rukki fólk sem hefur komið sér í ógöngur vísvitandi, eins og raunin virðist vera með mann sem bjargað var í nótt á fjallvegi skammt frá höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn hafði virt lokanir að vettugi og fest jeppling sem hann var á. Þegar björgunarsveitarmenn komu svo á vettvang var hann ósáttur við að þeir neituðu að koma bílnum til byggða. Sjá einnig: Fastur á fjallvegi í lakkskóm og leðurjakkaEkki komið til tals að rukka fólk fyrir björgun Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að ekki hafi komið til tals innan Landsbjargar að samræma einhvers konar gjaldtöku og rukka fólk fyrir björgun. Hitt sé svo annað mál að björgunarsveitirnar eru ekki þjónustustofnun. „Við höfum ekki viljað rukka fólk fyrir björgun ef það er hætta á ferð. Ef hins vegar er um að ræða þjónustuverkefni þar sem losa á til dæmis bíl þá þekkist það alveg að björgunarsveitirnar hafa fengið greitt fyrir það. Við gefum okkur auðvitað út fyrir að aðstoða fólk í neyð og bjarga mannslífum og verðmætum en við erum ekki þjónustustofnun,“ segir Ólöf. Hún segir fólk oft borga fyrir aðstoð að eigin frumkvæði en stundum óska björgunarsveitirnar eftir greiðslu. Ólöf segir að það þurfi einfaldlega að meta hvert tilvik fyrir sig og björgunarsveitirnar ráða þessu svolítið sjálfar.Atvikið í nótt ekki einsdæmi „Við höfum tekið þann pól í hæðina að koma fólki til byggða en skilja bílana eftir. Það hafa náttúrulega komið upp atvik þar sem bílar hafa skemmst þegar þeir hafa verið dregnir í burtu. Í slíkum tilfellum eru björgunarsveitirnar bótaskyldar,“ segir Ólöf. Hún segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að björgunarsveitirnar séu mannaðar af sjálfboðaliðum sem fjármagni starfið sjálfir með fjáröflunum. Starf björgunarsveitanna er því ekki fjármagnað með skattfé almennings. Ólöf segir að atvikið í nótt sé ekkert einsdæmi; svona komi upp af og til. „Þetta er samt mikill minnihluti og ég held að flestir skilji starf björgunarsveitanna betur heldur en viðkomandi.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira