„Við erum ekki þjónustustofnun“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2015 10:59 Ólöf Snæhólm Baldursdóttir er upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Vísir Reglulega kemur upp umræða um að björgunarsveitirnar rukki fólk sem hefur komið sér í ógöngur vísvitandi, eins og raunin virðist vera með mann sem bjargað var í nótt á fjallvegi skammt frá höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn hafði virt lokanir að vettugi og fest jeppling sem hann var á. Þegar björgunarsveitarmenn komu svo á vettvang var hann ósáttur við að þeir neituðu að koma bílnum til byggða. Sjá einnig: Fastur á fjallvegi í lakkskóm og leðurjakkaEkki komið til tals að rukka fólk fyrir björgun Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að ekki hafi komið til tals innan Landsbjargar að samræma einhvers konar gjaldtöku og rukka fólk fyrir björgun. Hitt sé svo annað mál að björgunarsveitirnar eru ekki þjónustustofnun. „Við höfum ekki viljað rukka fólk fyrir björgun ef það er hætta á ferð. Ef hins vegar er um að ræða þjónustuverkefni þar sem losa á til dæmis bíl þá þekkist það alveg að björgunarsveitirnar hafa fengið greitt fyrir það. Við gefum okkur auðvitað út fyrir að aðstoða fólk í neyð og bjarga mannslífum og verðmætum en við erum ekki þjónustustofnun,“ segir Ólöf. Hún segir fólk oft borga fyrir aðstoð að eigin frumkvæði en stundum óska björgunarsveitirnar eftir greiðslu. Ólöf segir að það þurfi einfaldlega að meta hvert tilvik fyrir sig og björgunarsveitirnar ráða þessu svolítið sjálfar.Atvikið í nótt ekki einsdæmi „Við höfum tekið þann pól í hæðina að koma fólki til byggða en skilja bílana eftir. Það hafa náttúrulega komið upp atvik þar sem bílar hafa skemmst þegar þeir hafa verið dregnir í burtu. Í slíkum tilfellum eru björgunarsveitirnar bótaskyldar,“ segir Ólöf. Hún segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að björgunarsveitirnar séu mannaðar af sjálfboðaliðum sem fjármagni starfið sjálfir með fjáröflunum. Starf björgunarsveitanna er því ekki fjármagnað með skattfé almennings. Ólöf segir að atvikið í nótt sé ekkert einsdæmi; svona komi upp af og til. „Þetta er samt mikill minnihluti og ég held að flestir skilji starf björgunarsveitanna betur heldur en viðkomandi.“ Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Reglulega kemur upp umræða um að björgunarsveitirnar rukki fólk sem hefur komið sér í ógöngur vísvitandi, eins og raunin virðist vera með mann sem bjargað var í nótt á fjallvegi skammt frá höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn hafði virt lokanir að vettugi og fest jeppling sem hann var á. Þegar björgunarsveitarmenn komu svo á vettvang var hann ósáttur við að þeir neituðu að koma bílnum til byggða. Sjá einnig: Fastur á fjallvegi í lakkskóm og leðurjakkaEkki komið til tals að rukka fólk fyrir björgun Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að ekki hafi komið til tals innan Landsbjargar að samræma einhvers konar gjaldtöku og rukka fólk fyrir björgun. Hitt sé svo annað mál að björgunarsveitirnar eru ekki þjónustustofnun. „Við höfum ekki viljað rukka fólk fyrir björgun ef það er hætta á ferð. Ef hins vegar er um að ræða þjónustuverkefni þar sem losa á til dæmis bíl þá þekkist það alveg að björgunarsveitirnar hafa fengið greitt fyrir það. Við gefum okkur auðvitað út fyrir að aðstoða fólk í neyð og bjarga mannslífum og verðmætum en við erum ekki þjónustustofnun,“ segir Ólöf. Hún segir fólk oft borga fyrir aðstoð að eigin frumkvæði en stundum óska björgunarsveitirnar eftir greiðslu. Ólöf segir að það þurfi einfaldlega að meta hvert tilvik fyrir sig og björgunarsveitirnar ráða þessu svolítið sjálfar.Atvikið í nótt ekki einsdæmi „Við höfum tekið þann pól í hæðina að koma fólki til byggða en skilja bílana eftir. Það hafa náttúrulega komið upp atvik þar sem bílar hafa skemmst þegar þeir hafa verið dregnir í burtu. Í slíkum tilfellum eru björgunarsveitirnar bótaskyldar,“ segir Ólöf. Hún segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að björgunarsveitirnar séu mannaðar af sjálfboðaliðum sem fjármagni starfið sjálfir með fjáröflunum. Starf björgunarsveitanna er því ekki fjármagnað með skattfé almennings. Ólöf segir að atvikið í nótt sé ekkert einsdæmi; svona komi upp af og til. „Þetta er samt mikill minnihluti og ég held að flestir skilji starf björgunarsveitanna betur heldur en viðkomandi.“
Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent