Innlent

Stefán Einar ráðinn til Morgunblaðsins sem blaðamaður

Birgir Olgeirsson skrifar
Stefán Einar Stefánsson.
Stefán Einar Stefánsson.
Viðskiptasiðfræðingurinn Stefán Einar Stefánsson hefur verið ráðinn blaðamaður á Morgunblaðinu. DV sagði fyrst frá málinu. Stefán Einar gegndi áður formennsku í stéttarfélaginu VR eftir að hafa verið kjörinn formaður árið 2011 en tapaði síðan fyrir Ólafíu Rafnsdóttur í kosningu til formanns í félaginu árið 2013. Eftir formennskuna í VR hefur hann sinnt verkefnum á sviði ráðgjafar og kennslu. Þá var hann áður framkvæmdastjóri íslenska biblíufélagsins en hann er guðfræðingur að mennt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×