Skoðað hvort almenningi verði hleypt nær gosinu Kristján Már Unnarsson skrifar 20. janúar 2015 18:45 Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri Norðurlands eystra. Mynd/Þorgeir Baldurs. Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra skoðar nú með almannavarndeild ríkislögreglustjóra hvort óhætt sé að leyfa almenningi að komast nær eldgosinu í Holuhrauni. Beðið er eftir nýju hættumati. Rúmir fimm mánuðir eru nú liðnir frá því almannavarnir lýstu allt hálendið norðan Vatnajökuls sem bannsvæði og síðan hefur almenningi verið meinuð för þar um. Þótt verulega hafi dregið úr eldgosinu telst kraftur þess enn mikill og há gildi brennisteinsdíoxíðs mælast enn frá eldstöðinni.Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Spurningar vakna hins vegar um hvort gefa eigi fleirum en vísindamönnum og fjölmiðlamönnum færi á að nálgast gosið. Oddviti Skútustaðahrepps, Yngvi Ragnar Kristjánsson, hefur varpað fram þeirri hugmynd hvort leyfa mætti takmarkaða umferð sérbúinna jeppa og vélsleða um leið sem liggur frá Mývatni og að útsýnisstað við svokallan Kattbeking. Hann er um tíu kílómetra frá gígnum, og utan hættusvæðis vegna flóðbylgju. Nýskipaður lögreglustjóri Norðurlands eystra, Halla Bergþóra Björnsdóttir, segir þetta í athugun og hún hafi nú þegar fundað með almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. „Verið er að vinna að nýju hættumati og í framhaldi af því verður metið hvort ástæða sé til breytinga á fyrri ákvörðun varðandi lokanir og hættusvæði,“ segir Halla Bergþóra í svari við fyrirspurn Stöðvar 2. Hún segir að tillaga oddvitans, eins og allar tillögur, verði skoðaðar með opnum huga en ákvarðanir verði allar byggðar á þeim grunni að öryggi almennings verði ekki stefnt í hættu.Leiðin sem oddvitinn vill opna liggur frá Mývatni að útsýnisstað sunnan við Kattbeking, 10 km frá eldsstöðinni.Grafík/Hjalti Þór Þórsson. Tengdar fréttir Vill að fólki verði leyft að komast nær eldgosinu Oddviti Skútustaðahrepps hvetur til þess að almenningi verði leyft að komast nær gosstöðvunum í Holuhrauni með því að fara leið um Ódáðahraun. 19. janúar 2015 19:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra skoðar nú með almannavarndeild ríkislögreglustjóra hvort óhætt sé að leyfa almenningi að komast nær eldgosinu í Holuhrauni. Beðið er eftir nýju hættumati. Rúmir fimm mánuðir eru nú liðnir frá því almannavarnir lýstu allt hálendið norðan Vatnajökuls sem bannsvæði og síðan hefur almenningi verið meinuð för þar um. Þótt verulega hafi dregið úr eldgosinu telst kraftur þess enn mikill og há gildi brennisteinsdíoxíðs mælast enn frá eldstöðinni.Yngvi Ragnar Kristjánsson, oddviti Skútustaðahrepps.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Spurningar vakna hins vegar um hvort gefa eigi fleirum en vísindamönnum og fjölmiðlamönnum færi á að nálgast gosið. Oddviti Skútustaðahrepps, Yngvi Ragnar Kristjánsson, hefur varpað fram þeirri hugmynd hvort leyfa mætti takmarkaða umferð sérbúinna jeppa og vélsleða um leið sem liggur frá Mývatni og að útsýnisstað við svokallan Kattbeking. Hann er um tíu kílómetra frá gígnum, og utan hættusvæðis vegna flóðbylgju. Nýskipaður lögreglustjóri Norðurlands eystra, Halla Bergþóra Björnsdóttir, segir þetta í athugun og hún hafi nú þegar fundað með almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. „Verið er að vinna að nýju hættumati og í framhaldi af því verður metið hvort ástæða sé til breytinga á fyrri ákvörðun varðandi lokanir og hættusvæði,“ segir Halla Bergþóra í svari við fyrirspurn Stöðvar 2. Hún segir að tillaga oddvitans, eins og allar tillögur, verði skoðaðar með opnum huga en ákvarðanir verði allar byggðar á þeim grunni að öryggi almennings verði ekki stefnt í hættu.Leiðin sem oddvitinn vill opna liggur frá Mývatni að útsýnisstað sunnan við Kattbeking, 10 km frá eldsstöðinni.Grafík/Hjalti Þór Þórsson.
Tengdar fréttir Vill að fólki verði leyft að komast nær eldgosinu Oddviti Skútustaðahrepps hvetur til þess að almenningi verði leyft að komast nær gosstöðvunum í Holuhrauni með því að fara leið um Ódáðahraun. 19. janúar 2015 19:00 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Fleiri fréttir Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Sjá meira
Vill að fólki verði leyft að komast nær eldgosinu Oddviti Skútustaðahrepps hvetur til þess að almenningi verði leyft að komast nær gosstöðvunum í Holuhrauni með því að fara leið um Ódáðahraun. 19. janúar 2015 19:00