Forsætisráðherra telur vænlegra að semja um krónutöluhækkanir en prósentur Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2015 18:45 Forsætisráðherra vill skoða að samið verði um krónutöluhækkanir launa í stað prósentuhækkana í komandi kjarasamningum. það sé ekki vænlegt til árangurs að einblína á sömu prósentuhækkun upp allan launaskalann. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar fagnaði nýgerðum kjarasamningum lækna í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hins vegar væri yfirlýsingar ráðherra um kjaramál misvísandi. Þannig hefði félagsmálaráðherra sagt að svigrúm væri til meiri launahækkana á almennum markaði en Seðlabankinn og fleiri töluðu um upp á 3,5 prósent. En fjármálaráðherra hefði ítrekað að svigrúmið væri ekki meira en það. Árni Páll sagði hjúkrunarfræðinga eðlilega hafa miklar væntingar um launahækkanir enda eftirsóttir starfskraftar utan landsteinanna eins og læknar. „Með sama hætti horfir lágtekjufólk til þess svigrúms sem kann að vera fyrir umtalsverðar kjarabætur. Enda hafa skattbreytingar ríkisstjórnarinnar bitnað fyrst og fremst á lágtekjufólki allt frá því hún tók til starfa,“ sagði Árni Páll. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði rangt að skatta- og gjaldabreytingar ríkisstjórnarinnar hefðu ekki komið láglaunafólki til góða. Og hann lýsti eftir nýjum aðferðum í þeim kjaraviðræðum sem eru framundan. „Hvað varðar spurningu háttvirts þingmanns um hvort ég sé sammála mati hæstvirts fjármálaráðherra eða hæstvirts félagsmálaráðherra, þá er því auðsvarað. Ég er sammála mati beggja ráðherra,“ sagði forsætisráðherra. Hann væri sammála fjármálaráðherra um að samið verði með þeim hætti að það treysti stöðugleika í þjóðfélaginu og félagsmálaráðherra um að svigrúm væri til að hækka laun. Þá hafi hann talaði fyrir því að menn hættu að einblína á prósentur. „Vegna þess að ef menn einblína á prósentur og að sama prósentuhækkun eigi að ná upp allan skalann, þá sé það ekki vænlegt til árangurs í þeim kjarasamningum sem framundan eru. Þess vegna sé skynsamlegra að líta á krónutöluhækkanir og huga að því að bæta áfram kjör milli- og lágtekjufólks eins og hefur verið raunin það sem af er stjórnartíð þessarar ríkisstjórnar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Alþingi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Forsætisráðherra vill skoða að samið verði um krónutöluhækkanir launa í stað prósentuhækkana í komandi kjarasamningum. það sé ekki vænlegt til árangurs að einblína á sömu prósentuhækkun upp allan launaskalann. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar fagnaði nýgerðum kjarasamningum lækna í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Hins vegar væri yfirlýsingar ráðherra um kjaramál misvísandi. Þannig hefði félagsmálaráðherra sagt að svigrúm væri til meiri launahækkana á almennum markaði en Seðlabankinn og fleiri töluðu um upp á 3,5 prósent. En fjármálaráðherra hefði ítrekað að svigrúmið væri ekki meira en það. Árni Páll sagði hjúkrunarfræðinga eðlilega hafa miklar væntingar um launahækkanir enda eftirsóttir starfskraftar utan landsteinanna eins og læknar. „Með sama hætti horfir lágtekjufólk til þess svigrúms sem kann að vera fyrir umtalsverðar kjarabætur. Enda hafa skattbreytingar ríkisstjórnarinnar bitnað fyrst og fremst á lágtekjufólki allt frá því hún tók til starfa,“ sagði Árni Páll. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði rangt að skatta- og gjaldabreytingar ríkisstjórnarinnar hefðu ekki komið láglaunafólki til góða. Og hann lýsti eftir nýjum aðferðum í þeim kjaraviðræðum sem eru framundan. „Hvað varðar spurningu háttvirts þingmanns um hvort ég sé sammála mati hæstvirts fjármálaráðherra eða hæstvirts félagsmálaráðherra, þá er því auðsvarað. Ég er sammála mati beggja ráðherra,“ sagði forsætisráðherra. Hann væri sammála fjármálaráðherra um að samið verði með þeim hætti að það treysti stöðugleika í þjóðfélaginu og félagsmálaráðherra um að svigrúm væri til að hækka laun. Þá hafi hann talaði fyrir því að menn hættu að einblína á prósentur. „Vegna þess að ef menn einblína á prósentur og að sama prósentuhækkun eigi að ná upp allan skalann, þá sé það ekki vænlegt til árangurs í þeim kjarasamningum sem framundan eru. Þess vegna sé skynsamlegra að líta á krónutöluhækkanir og huga að því að bæta áfram kjör milli- og lágtekjufólks eins og hefur verið raunin það sem af er stjórnartíð þessarar ríkisstjórnar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Alþingi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira