Leggja fram þingmál um eflingu lýðræðis á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2015 13:48 Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir. vísir/valli/gva Þingmenn Vinstri grænna munu er þinghald hefst að nýju leggja fram tvö þingmál um eflingu lýðræðis á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VG. Katrín Jakobsdóttir leggur ásamt fleiri þingmönnum fram þingsályktunartillögu um þátttökulýðræði og Svandís Svavarsdóttir leggur ásamt fleirum fram þingsályktunartillögu um atvinnulýðræði. „Í þingsályktunartillögu Katrínar Jakobsdóttur og fleiri, sem er fyrsta þingmál sinnar tegundar á Íslandi, er kveðið á um að skipa skuli nefnd um lýðræðisleg ákvarðanaferli með beinni þátttöku almennings í opinberri stefnumótun. Markmiðið með vinnu nefndarinnar verði að auka þátttöku og aðkomu almennings í opinberum ákvörðunum í samræmi við hugmyndir um þátttökulýðræði. Með orðinu „þátttökulýðræði“ er vísað til tegundar lýðræðis þar sem aukin áhersla er lögð á þátttöku almennings í opinberum ákvörðunum,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að slíkar hugmyndir hafi verið áberandi bæði í opinberri og fræðilegri umræðu á undanförnum árum og áratugum og hafa orðið talsverðar hræringar í þeim efnum hér á landi. „Ekki síst í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Samkvæmt þessum hugmyndum á að auka aðkomu almennings að opinberri stefnumótun og ákvarðanatöku, en aðkoma almennings getur verið af ýmsum toga, svo sem að forgangsraða, skilgreina markmið, leggja fram tillögur eða hlutast til um niðurstöðu. Með tillögunni er lagt til að áfram verði unnið að lýðræðisumbótum í þessa veru með samvinnu stjórnmálamanna, embættismanna og háskólasamfélagsins.“ Í þingsályktunartillögu Svandísar Svavarsdóttur um atvinnulýðræði er lagt til að hefja vinnu við að þróa aðferðir og leiðir til að auka áhrif starfsmanna innan fyrirtækja og í skólum landsins. „Í víðasta skilningi vísar hugtakið „atvinnulýðræði“ til allra ráðstafana sem gerðar eru til að auka áhrif starfsmanns á ákvarðanir ákvarðana sem tengjast daglegum störfum viðkomandi starfsmanns. Í tillögunni er lagt til að sérstaklega skipuð nefnd geri í samráði við aðila vinnumarkaðarins tillögur að eflingu atvinnulýðræðis í þessum skilningi. Meðal þeirra leiða sem nefndar eru í greinargerð tillögunnar er að starfsfólk hafi rétt á að skipa fulltrúa í stjórn fyrirtækja og stofnana eins og tíðkast víða í Vestur-Evrópu.“ Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Þingmenn Vinstri grænna munu er þinghald hefst að nýju leggja fram tvö þingmál um eflingu lýðræðis á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá VG. Katrín Jakobsdóttir leggur ásamt fleiri þingmönnum fram þingsályktunartillögu um þátttökulýðræði og Svandís Svavarsdóttir leggur ásamt fleirum fram þingsályktunartillögu um atvinnulýðræði. „Í þingsályktunartillögu Katrínar Jakobsdóttur og fleiri, sem er fyrsta þingmál sinnar tegundar á Íslandi, er kveðið á um að skipa skuli nefnd um lýðræðisleg ákvarðanaferli með beinni þátttöku almennings í opinberri stefnumótun. Markmiðið með vinnu nefndarinnar verði að auka þátttöku og aðkomu almennings í opinberum ákvörðunum í samræmi við hugmyndir um þátttökulýðræði. Með orðinu „þátttökulýðræði“ er vísað til tegundar lýðræðis þar sem aukin áhersla er lögð á þátttöku almennings í opinberum ákvörðunum,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að slíkar hugmyndir hafi verið áberandi bæði í opinberri og fræðilegri umræðu á undanförnum árum og áratugum og hafa orðið talsverðar hræringar í þeim efnum hér á landi. „Ekki síst í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Samkvæmt þessum hugmyndum á að auka aðkomu almennings að opinberri stefnumótun og ákvarðanatöku, en aðkoma almennings getur verið af ýmsum toga, svo sem að forgangsraða, skilgreina markmið, leggja fram tillögur eða hlutast til um niðurstöðu. Með tillögunni er lagt til að áfram verði unnið að lýðræðisumbótum í þessa veru með samvinnu stjórnmálamanna, embættismanna og háskólasamfélagsins.“ Í þingsályktunartillögu Svandísar Svavarsdóttur um atvinnulýðræði er lagt til að hefja vinnu við að þróa aðferðir og leiðir til að auka áhrif starfsmanna innan fyrirtækja og í skólum landsins. „Í víðasta skilningi vísar hugtakið „atvinnulýðræði“ til allra ráðstafana sem gerðar eru til að auka áhrif starfsmanns á ákvarðanir ákvarðana sem tengjast daglegum störfum viðkomandi starfsmanns. Í tillögunni er lagt til að sérstaklega skipuð nefnd geri í samráði við aðila vinnumarkaðarins tillögur að eflingu atvinnulýðræðis í þessum skilningi. Meðal þeirra leiða sem nefndar eru í greinargerð tillögunnar er að starfsfólk hafi rétt á að skipa fulltrúa í stjórn fyrirtækja og stofnana eins og tíðkast víða í Vestur-Evrópu.“
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira