Innlent

Bíll í ljósum logum við Hreðavatnsskála

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikin eld stafar af bílnum.
Mikin eld stafar af bílnum. Mynd/Daníel
Eldur kom upp í bíl nærri Hreðavatnsskála á sjötta tímanum í dag og stóð bíllinn í ljósum logum. Slökkviliðsmenn Brunavarna Borgarness og nágrennis slökktu eldinn en bílinn er gjörónýtur. Slökkviliðsmenn sem staðsettir eru á Bifröst beittu handslökkvitækjum gegn eldinum og höfðu náð verulegum árangri þegar dælubíl var komið á vettvang.

Bíllin stóð um 30 til 50 metra frá húsi, samkvæmt upplýsingum frá Brunarvörnum Borgarness og nágrennis en þó var aldrei hætta á að eldurinn bærist í húsið. Þar að auki var vindátt hagstæð.

Slökkvistarf gekk vel og tók fljótt af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×