Innlent

Óvíst um hjúkrunarþjónustu á sjúkrahótelinu

Linda Blöndal skrifar
Eina sjúkrahótelið er í Ármúlanum í Reykjavík.
Eina sjúkrahótelið er í Ármúlanum í Reykjavík.
Nýr samningur Sjúkratrygginga við sjúkrahótelið tekur gildi 1.mars og hafa samningar við Landsspítalann um hjúkrunarþjónustuna ekki tekist. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun Sjúkratryggingar nú einnig leita utan spítalans að fagfólki til starfans en lítill tími er framundan og málið í óvissu.

Nýtt sjúkrahótel Landsspítalans mun ekki rísa fyrr en eftir þrjú ár gangi áætlanir eftir, en eins og sagt var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær hefjast framkvæmdir við það í apríl. Allt bendir til þess að kröfur og sjónarmið sjúkratrygginga og Landsspítalans fara ekki saman um hve hátt þjónustustig eigi vera á heilsuhótelinu sem hefur notið heilbrigðisþjónstu Landsspítalans síðustu árin.

Gerðu athugasemdir við þjónustuna

Í frétt á sunnudag sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri flæðisviðs Landsspítalans að gerðar hafi verið ýmsar gagnrýnar athugasemdir við aðstöðuna á hótelinu og þjónustustigið á tímabilinu. Því má áætla að spítalinn geri kröfur um aukna þjónustu á sjúkrahótelinu sem nýtt er mikið af fólki af landsbyggðinni sem nýtir göngudeildarþjónustu spítalans.

Fjármunir færðir til Sjúkratrygginga frá Landspítala

Fjármunir sem Landspítalinn hefur lagt í hjúkrunarþjónustuna á hótelinu voru í nýju fjárlagafrumvarpi færðir frá Landsspítalanum og í umsjá Sjúkratrygginga. Þar með var opnað fyrir að semja við fagfólk utan spítalans. Engar upplýsingar fást um fyrirhugaða fundi um málið á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×