Stofnuðu samtök fyrir aflimuð börn Linda Blöndal skrifar 21. janúar 2015 18:47 Nick Stilwell og Regas Woods misstu báðir fæturna og reka samtökin "Never Say Never". Stöð 2 Nick Stilwell og Regas Woods sem báðir eru rúmlega þrítugir stofnuðu saman "Never Say Never" samtökin til að veita aflimuðum börnum andlegan, líkamlegan og fjárhagslegan stuðning. Þeir hafa verið hér landi við mátun á nýjum gervilumum hjá Össuri. Regas er keppandi í frjálsum íþóttum og afreksmaður, er annar hraðasti hlaupari heim í hópi aflimaðra, í tvö hundruð metra hlaupi. Hann er kvæntur þriggja barna faðir, menntaður í gervilimasmíði og starfar við það. Sýndi honum hvað ég gat Nick, sem áður var fremstur íþróttamanna í skóla, lá enn á spítala þegar Regast heimsótti hann og dró hann upp úr þunglyndi og út í lífið aftur. Nick fékk sína fyrstu gervifætur í gjöf frá Regas. „Ég sýndi Nick myndbönd af mér í áhættusömum íþróttum þar sem ég geri alls konar brjálaða hluti og gat með reynslu minni sýnt honum að allt er hægt ef maður er nógu ákveðinn. Hann gat horft á mig og hugsað: Ef þessi náungi getur þetta þá get ég gert eitthvað líka", sagði Regas í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Höfum hjálpað mörgum börnum Reynsla Regas af einelti sem barn vegna fötlunarinnar gagnast vel þegar þeir heimsækja til skólakrakka en samtök þeirra félaga hafa gert meira en þeir bjuggust við. „Við hefðum aldrei getað séð fyrir að við myndum ná svo miklum árangri með samtökin eins og raun ber vitni. við höfum getað fjármagnað fyrir börnin gervihlaupafætur og hjálpað þeim að lifa eins og aðrir krakkar og byggt upp sjálfstraust hjá mörgum þeirra. Við höfum getað veitt þem það sem þeir hefðu annars aldrei haft efni á sjálfir", sagði Regas. Hélt að lífinu væri lokið Nick man vel eftir því þegar líf hans breyttist til frambúðar og hve erfitt var að halda áfram að lifa. „Ég var frábær íþróttamaður, aðeins 25 ára gamall þegar rúta ekur yfir mig svo ég missi báðar fæturna. Ég hélt að lífi mínu væri lokið. Ég hafði aldrei hitt neinn án fótleggja, kannski séð eitthvað í sjónvarpinu svo ég hafði ekkert til að miða við", sagði Nick í fréttatímanum. Tveimur mánuðum eftir slysið var hann hins vegar kominn á fætur og byrjaður í íþróttum og að vinna með og styrkja aflimuð börn. „Það var stórt skref fyrir mig. Það var mjög erfitt". Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Nick Stilwell og Regas Woods sem báðir eru rúmlega þrítugir stofnuðu saman "Never Say Never" samtökin til að veita aflimuðum börnum andlegan, líkamlegan og fjárhagslegan stuðning. Þeir hafa verið hér landi við mátun á nýjum gervilumum hjá Össuri. Regas er keppandi í frjálsum íþóttum og afreksmaður, er annar hraðasti hlaupari heim í hópi aflimaðra, í tvö hundruð metra hlaupi. Hann er kvæntur þriggja barna faðir, menntaður í gervilimasmíði og starfar við það. Sýndi honum hvað ég gat Nick, sem áður var fremstur íþróttamanna í skóla, lá enn á spítala þegar Regast heimsótti hann og dró hann upp úr þunglyndi og út í lífið aftur. Nick fékk sína fyrstu gervifætur í gjöf frá Regas. „Ég sýndi Nick myndbönd af mér í áhættusömum íþróttum þar sem ég geri alls konar brjálaða hluti og gat með reynslu minni sýnt honum að allt er hægt ef maður er nógu ákveðinn. Hann gat horft á mig og hugsað: Ef þessi náungi getur þetta þá get ég gert eitthvað líka", sagði Regas í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Höfum hjálpað mörgum börnum Reynsla Regas af einelti sem barn vegna fötlunarinnar gagnast vel þegar þeir heimsækja til skólakrakka en samtök þeirra félaga hafa gert meira en þeir bjuggust við. „Við hefðum aldrei getað séð fyrir að við myndum ná svo miklum árangri með samtökin eins og raun ber vitni. við höfum getað fjármagnað fyrir börnin gervihlaupafætur og hjálpað þeim að lifa eins og aðrir krakkar og byggt upp sjálfstraust hjá mörgum þeirra. Við höfum getað veitt þem það sem þeir hefðu annars aldrei haft efni á sjálfir", sagði Regas. Hélt að lífinu væri lokið Nick man vel eftir því þegar líf hans breyttist til frambúðar og hve erfitt var að halda áfram að lifa. „Ég var frábær íþróttamaður, aðeins 25 ára gamall þegar rúta ekur yfir mig svo ég missi báðar fæturna. Ég hélt að lífi mínu væri lokið. Ég hafði aldrei hitt neinn án fótleggja, kannski séð eitthvað í sjónvarpinu svo ég hafði ekkert til að miða við", sagði Nick í fréttatímanum. Tveimur mánuðum eftir slysið var hann hins vegar kominn á fætur og byrjaður í íþróttum og að vinna með og styrkja aflimuð börn. „Það var stórt skref fyrir mig. Það var mjög erfitt".
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira