Innlent

Stofnuðu samtök fyrir aflimuð börn

Linda Blöndal skrifar
Nick Stilwell og Regas Woods misstu báðir fæturna og reka samtökin "Never Say Never".
Nick Stilwell og Regas Woods misstu báðir fæturna og reka samtökin "Never Say Never". Stöð 2
Nick Stilwell og Regas Woods sem báðir eru rúmlega þrítugir stofnuðu saman "Never Say Never" samtökin til að veita aflimuðum börnum andlegan, líkamlegan og fjárhagslegan stuðning. Þeir hafa verið hér landi við mátun á nýjum gervilumum hjá Össuri. Regas er keppandi í frjálsum íþóttum og afreksmaður, er annar hraðasti hlaupari heim í hópi aflimaðra, í tvö hundruð metra hlaupi.  Hann er kvæntur þriggja barna faðir, menntaður í gervilimasmíði og starfar við það.  

Sýndi honum hvað ég gat

Nick, sem áður var fremstur íþróttamanna í skóla, lá enn á spítala þegar Regast heimsótti hann og dró hann upp úr þunglyndi og út í lífið aftur. Nick fékk sína fyrstu gervifætur í gjöf frá Regas.

„Ég sýndi Nick myndbönd af mér í áhættusömum íþróttum þar sem ég geri alls konar brjálaða hluti og gat með reynslu minni sýnt honum að allt er hægt ef maður er nógu ákveðinn. Hann gat horft á mig og hugsað: Ef þessi náungi getur þetta þá get ég gert eitthvað líka", sagði Regas í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. 

Höfum hjálpað mörgum börnum

Reynsla Regas af einelti sem barn vegna fötlunarinnar gagnast vel þegar þeir heimsækja til skólakrakka en samtök þeirra félaga hafa gert meira en þeir bjuggust við.  „Við hefðum aldrei getað séð fyrir að við myndum ná svo miklum árangri með samtökin eins og raun ber vitni. við höfum getað fjármagnað fyrir börnin gervihlaupafætur og hjálpað þeim að lifa eins og aðrir krakkar og byggt upp sjálfstraust hjá mörgum þeirra. Við höfum getað veitt þem það sem þeir hefðu annars aldrei haft efni á sjálfir", sagði Regas. 

Hélt að lífinu væri lokið

Nick man vel eftir því þegar líf hans breyttist til frambúðar og hve erfitt var að halda áfram að lifa. „Ég var frábær íþróttamaður, aðeins 25 ára gamall þegar rúta ekur yfir mig svo ég missi báðar fæturna. Ég hélt að lífi mínu væri lokið. Ég hafði aldrei hitt neinn án fótleggja, kannski séð eitthvað í sjónvarpinu svo ég hafði ekkert til að miða við", sagði Nick í fréttatímanum. Tveimur mánuðum eftir slysið var hann hins vegar kominn á fætur og byrjaður í íþróttum og að vinna með og styrkja aflimuð börn. „Það var stórt skref fyrir mig. Það var mjög erfitt".

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×