Innlent

Fólk með fötlun fær aukin tækifæri til að ferðast

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Breytingar verða gerðar á skipulagi ferðaþjónustunnar.
Breytingar verða gerðar á skipulagi ferðaþjónustunnar. vísir/pjetur
Á fundi velferðarráðs Reykjavíkurborgar í dag verður lögð fram tillaga að breyttum reglum um ferðaþjónustu fatlaðra.

Samkvæmt tillögunni sem liggur fyrir, en gæti tekið breytingum á fundinum, er gert ráð fyrir að umframgjaldið sem hefur verið gagnrýnt falli niður. Þetta staðfestir Heiða Björg Hilmisdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í velferðarráði, í samtali við Vísi, spurð um málið 

Samkvæmt heimildum Vísis verður einnig gert ráð fyrir að hámark ferða sem hver einstaklingur fær á mánuði verði 80 í stað 60 áður. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×