Frelsissvipting í Mosfellsbæ: Hæstiréttur staðfestir sex ára fangelsi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. janúar 2015 17:04 vísir/getty Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem í maí var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir nauðgun, líkamsárás og frelsissviptingu á hendur barnsmóður sinni og barni á jólanótt árið 2013. Maðurinn hefur setið óslitið í gæsluvarðhaldi síðan þá og dregst það frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða konunni 3,5 milljónir króna og barninu 800 þúsund, ásamt því að greiða allan áfrýjunarkostnað. Maðurinn, sem er íslenskur, hélt konunni og tveggja ára dóttur þeirra nauðugum í íbúð konunnar í Mosfellsbæ í fimm klukkustundir að morgni jóladag, þar til henni tókst að flýja úr íbúðinni og leita skjóls hjá nágranna. Sérsveit lögreglu var kölluð út til að yfirbuga manninn en hann hafði hótað konunni og barninu, sem enn var í íbúðinni, lífláti.Játaði að hafa ráðist á konuna Hann játaði að hafa ráðist á konuna, slegið hana víðsvegar um líkamann og rifið í hár hennar, en neitaði hins vegar að hafa slegið hana hnefahöggum og kannaðist ekki við að hafa sparkað í hana. Þá sagðist hann hafa haft samræði við konuna en það hafi verið með hennar samþykki.Sjá einnig: Frelsissvipting á jólanótt Í dómi héraðsdóms segir að nauðgunarbrotið hafi verið framið á „sérstaklega meiðandi hátt“. Konan kvað manninn hafa sett hníf að hálsi hennar, girt niður um hana, rifið nærbuxurnar utan af henni og nauðgað henni aftan frá. Þá kvað hún manninn hafa sagst ætla að drepa hana og skera af henni brjóstið. Hún hefði í kjölfarið hlaupið út úr íbúðinni, að næstu blokk, til að fá aðstoð.Brást illa við nýjum kærasta Konan, sem er rétt rúmlega tvítug, hafði boðið manninum að verja jólunum með þeim mæðgum þar sem hann átti fáa að hér á landi, en hann var búsettur í Noregi. Þau hættu saman tæpu ári áður eftir þriggja ára samband. Hann var kominn í samband með annarri konu sem henti honum út á aðfangadagskvöld og hringdi þá í konuna sem bauð honum í heimsókn sem fyrr segir. Maðurinn byrjaði strax að tala illa um nýjan kærasta barnsmóður sinnar. Þegar konan tók ekki undir það með honum réðst maðurinn á hana. Honum er gefið að sök að hafa meðal annars rispað hana með hnífi og tekið af henni farsímann svo hún gæti ekki hringt eftir aðstoð. Tengdar fréttir Áfram í gæsluvarðhaldi vegna árásar á jólanótt Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni sem ákærður er fyrir frelsissviptingu, líkamsárás, nauðgun og hótanir gagnvart barnsmóður sinni og fyrrverandi unnustu. 16. maí 2014 18:21 Frelsissvipting á jólanótt: Áfram í gæsluvarðhaldi Maður sem dæmdur var í sex ára fangelsi í maí verður í gæsluvarðhaldi þar til áfrýjun verður tekin fyrir í Hæstarétti. Maðurinn hótaði barnsmóður og tveggja ára dóttur lífláti og nauðgaði konunni. 8. október 2014 14:12 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem í maí var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir nauðgun, líkamsárás og frelsissviptingu á hendur barnsmóður sinni og barni á jólanótt árið 2013. Maðurinn hefur setið óslitið í gæsluvarðhaldi síðan þá og dregst það frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða konunni 3,5 milljónir króna og barninu 800 þúsund, ásamt því að greiða allan áfrýjunarkostnað. Maðurinn, sem er íslenskur, hélt konunni og tveggja ára dóttur þeirra nauðugum í íbúð konunnar í Mosfellsbæ í fimm klukkustundir að morgni jóladag, þar til henni tókst að flýja úr íbúðinni og leita skjóls hjá nágranna. Sérsveit lögreglu var kölluð út til að yfirbuga manninn en hann hafði hótað konunni og barninu, sem enn var í íbúðinni, lífláti.Játaði að hafa ráðist á konuna Hann játaði að hafa ráðist á konuna, slegið hana víðsvegar um líkamann og rifið í hár hennar, en neitaði hins vegar að hafa slegið hana hnefahöggum og kannaðist ekki við að hafa sparkað í hana. Þá sagðist hann hafa haft samræði við konuna en það hafi verið með hennar samþykki.Sjá einnig: Frelsissvipting á jólanótt Í dómi héraðsdóms segir að nauðgunarbrotið hafi verið framið á „sérstaklega meiðandi hátt“. Konan kvað manninn hafa sett hníf að hálsi hennar, girt niður um hana, rifið nærbuxurnar utan af henni og nauðgað henni aftan frá. Þá kvað hún manninn hafa sagst ætla að drepa hana og skera af henni brjóstið. Hún hefði í kjölfarið hlaupið út úr íbúðinni, að næstu blokk, til að fá aðstoð.Brást illa við nýjum kærasta Konan, sem er rétt rúmlega tvítug, hafði boðið manninum að verja jólunum með þeim mæðgum þar sem hann átti fáa að hér á landi, en hann var búsettur í Noregi. Þau hættu saman tæpu ári áður eftir þriggja ára samband. Hann var kominn í samband með annarri konu sem henti honum út á aðfangadagskvöld og hringdi þá í konuna sem bauð honum í heimsókn sem fyrr segir. Maðurinn byrjaði strax að tala illa um nýjan kærasta barnsmóður sinnar. Þegar konan tók ekki undir það með honum réðst maðurinn á hana. Honum er gefið að sök að hafa meðal annars rispað hana með hnífi og tekið af henni farsímann svo hún gæti ekki hringt eftir aðstoð.
Tengdar fréttir Áfram í gæsluvarðhaldi vegna árásar á jólanótt Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni sem ákærður er fyrir frelsissviptingu, líkamsárás, nauðgun og hótanir gagnvart barnsmóður sinni og fyrrverandi unnustu. 16. maí 2014 18:21 Frelsissvipting á jólanótt: Áfram í gæsluvarðhaldi Maður sem dæmdur var í sex ára fangelsi í maí verður í gæsluvarðhaldi þar til áfrýjun verður tekin fyrir í Hæstarétti. Maðurinn hótaði barnsmóður og tveggja ára dóttur lífláti og nauðgaði konunni. 8. október 2014 14:12 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna árásar á jólanótt Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni sem ákærður er fyrir frelsissviptingu, líkamsárás, nauðgun og hótanir gagnvart barnsmóður sinni og fyrrverandi unnustu. 16. maí 2014 18:21
Frelsissvipting á jólanótt: Áfram í gæsluvarðhaldi Maður sem dæmdur var í sex ára fangelsi í maí verður í gæsluvarðhaldi þar til áfrýjun verður tekin fyrir í Hæstarétti. Maðurinn hótaði barnsmóður og tveggja ára dóttur lífláti og nauðgaði konunni. 8. október 2014 14:12