Frelsissvipting í Mosfellsbæ: Hæstiréttur staðfestir sex ára fangelsi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. janúar 2015 17:04 vísir/getty Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem í maí var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir nauðgun, líkamsárás og frelsissviptingu á hendur barnsmóður sinni og barni á jólanótt árið 2013. Maðurinn hefur setið óslitið í gæsluvarðhaldi síðan þá og dregst það frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða konunni 3,5 milljónir króna og barninu 800 þúsund, ásamt því að greiða allan áfrýjunarkostnað. Maðurinn, sem er íslenskur, hélt konunni og tveggja ára dóttur þeirra nauðugum í íbúð konunnar í Mosfellsbæ í fimm klukkustundir að morgni jóladag, þar til henni tókst að flýja úr íbúðinni og leita skjóls hjá nágranna. Sérsveit lögreglu var kölluð út til að yfirbuga manninn en hann hafði hótað konunni og barninu, sem enn var í íbúðinni, lífláti.Játaði að hafa ráðist á konuna Hann játaði að hafa ráðist á konuna, slegið hana víðsvegar um líkamann og rifið í hár hennar, en neitaði hins vegar að hafa slegið hana hnefahöggum og kannaðist ekki við að hafa sparkað í hana. Þá sagðist hann hafa haft samræði við konuna en það hafi verið með hennar samþykki.Sjá einnig: Frelsissvipting á jólanótt Í dómi héraðsdóms segir að nauðgunarbrotið hafi verið framið á „sérstaklega meiðandi hátt“. Konan kvað manninn hafa sett hníf að hálsi hennar, girt niður um hana, rifið nærbuxurnar utan af henni og nauðgað henni aftan frá. Þá kvað hún manninn hafa sagst ætla að drepa hana og skera af henni brjóstið. Hún hefði í kjölfarið hlaupið út úr íbúðinni, að næstu blokk, til að fá aðstoð.Brást illa við nýjum kærasta Konan, sem er rétt rúmlega tvítug, hafði boðið manninum að verja jólunum með þeim mæðgum þar sem hann átti fáa að hér á landi, en hann var búsettur í Noregi. Þau hættu saman tæpu ári áður eftir þriggja ára samband. Hann var kominn í samband með annarri konu sem henti honum út á aðfangadagskvöld og hringdi þá í konuna sem bauð honum í heimsókn sem fyrr segir. Maðurinn byrjaði strax að tala illa um nýjan kærasta barnsmóður sinnar. Þegar konan tók ekki undir það með honum réðst maðurinn á hana. Honum er gefið að sök að hafa meðal annars rispað hana með hnífi og tekið af henni farsímann svo hún gæti ekki hringt eftir aðstoð. Tengdar fréttir Áfram í gæsluvarðhaldi vegna árásar á jólanótt Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni sem ákærður er fyrir frelsissviptingu, líkamsárás, nauðgun og hótanir gagnvart barnsmóður sinni og fyrrverandi unnustu. 16. maí 2014 18:21 Frelsissvipting á jólanótt: Áfram í gæsluvarðhaldi Maður sem dæmdur var í sex ára fangelsi í maí verður í gæsluvarðhaldi þar til áfrýjun verður tekin fyrir í Hæstarétti. Maðurinn hótaði barnsmóður og tveggja ára dóttur lífláti og nauðgaði konunni. 8. október 2014 14:12 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni sem í maí var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir nauðgun, líkamsárás og frelsissviptingu á hendur barnsmóður sinni og barni á jólanótt árið 2013. Maðurinn hefur setið óslitið í gæsluvarðhaldi síðan þá og dregst það frá refsingunni. Þá er honum gert að greiða konunni 3,5 milljónir króna og barninu 800 þúsund, ásamt því að greiða allan áfrýjunarkostnað. Maðurinn, sem er íslenskur, hélt konunni og tveggja ára dóttur þeirra nauðugum í íbúð konunnar í Mosfellsbæ í fimm klukkustundir að morgni jóladag, þar til henni tókst að flýja úr íbúðinni og leita skjóls hjá nágranna. Sérsveit lögreglu var kölluð út til að yfirbuga manninn en hann hafði hótað konunni og barninu, sem enn var í íbúðinni, lífláti.Játaði að hafa ráðist á konuna Hann játaði að hafa ráðist á konuna, slegið hana víðsvegar um líkamann og rifið í hár hennar, en neitaði hins vegar að hafa slegið hana hnefahöggum og kannaðist ekki við að hafa sparkað í hana. Þá sagðist hann hafa haft samræði við konuna en það hafi verið með hennar samþykki.Sjá einnig: Frelsissvipting á jólanótt Í dómi héraðsdóms segir að nauðgunarbrotið hafi verið framið á „sérstaklega meiðandi hátt“. Konan kvað manninn hafa sett hníf að hálsi hennar, girt niður um hana, rifið nærbuxurnar utan af henni og nauðgað henni aftan frá. Þá kvað hún manninn hafa sagst ætla að drepa hana og skera af henni brjóstið. Hún hefði í kjölfarið hlaupið út úr íbúðinni, að næstu blokk, til að fá aðstoð.Brást illa við nýjum kærasta Konan, sem er rétt rúmlega tvítug, hafði boðið manninum að verja jólunum með þeim mæðgum þar sem hann átti fáa að hér á landi, en hann var búsettur í Noregi. Þau hættu saman tæpu ári áður eftir þriggja ára samband. Hann var kominn í samband með annarri konu sem henti honum út á aðfangadagskvöld og hringdi þá í konuna sem bauð honum í heimsókn sem fyrr segir. Maðurinn byrjaði strax að tala illa um nýjan kærasta barnsmóður sinnar. Þegar konan tók ekki undir það með honum réðst maðurinn á hana. Honum er gefið að sök að hafa meðal annars rispað hana með hnífi og tekið af henni farsímann svo hún gæti ekki hringt eftir aðstoð.
Tengdar fréttir Áfram í gæsluvarðhaldi vegna árásar á jólanótt Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni sem ákærður er fyrir frelsissviptingu, líkamsárás, nauðgun og hótanir gagnvart barnsmóður sinni og fyrrverandi unnustu. 16. maí 2014 18:21 Frelsissvipting á jólanótt: Áfram í gæsluvarðhaldi Maður sem dæmdur var í sex ára fangelsi í maí verður í gæsluvarðhaldi þar til áfrýjun verður tekin fyrir í Hæstarétti. Maðurinn hótaði barnsmóður og tveggja ára dóttur lífláti og nauðgaði konunni. 8. október 2014 14:12 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Áfram í gæsluvarðhaldi vegna árásar á jólanótt Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir karlmanni sem ákærður er fyrir frelsissviptingu, líkamsárás, nauðgun og hótanir gagnvart barnsmóður sinni og fyrrverandi unnustu. 16. maí 2014 18:21
Frelsissvipting á jólanótt: Áfram í gæsluvarðhaldi Maður sem dæmdur var í sex ára fangelsi í maí verður í gæsluvarðhaldi þar til áfrýjun verður tekin fyrir í Hæstarétti. Maðurinn hótaði barnsmóður og tveggja ára dóttur lífláti og nauðgaði konunni. 8. október 2014 14:12