Innlent

Gosinu í Holuhrauni gæti lokið á næstu vikum

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Dregið hefur úr eldgosinu í Holuhrauni og því gæti lokið á næstu vikum. Þetta segir eldfjallafræðingur en hann hefur aldrei séð eins mikla breytingu á gosinu og orðið hefur á innan við tveimur vikum.

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.
Þegar vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í gær sáu þeir strax að breyting hafði orðið á gosinu. „ Það er klárlega farið að draga úr því sko það er alveg ljóst. Við sjáum sem sagt þarna mikla breytingu á tíu dögum. Svona mikla breytingu á svona stuttum tíma höfum við aldrei séð áður. Við sjáum náttúrulega að það hefur lækkað mikið í gígunum. Það hefur sigið í tjörninni um einhverja tíu fimmtán metra. Það er miklu minna kvikumagn inni í gígunum sjálfum, “ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. 

Hann bendir á að þó það dragi úr gosinu og því gæti farið að ljúka sé enn gliðnunarhrina í gangi í Bárðarbungu. Mikil skjálftavirkni fylgi henni og hún sé enn til staðar. „ Þessu gosi gæti lokið núna á næstu vikum en það gæti komið annað,“ segir Ármann Höskuldsson.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.