Innlent

Gosinu í Holuhrauni gæti lokið á næstu vikum

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar

Dregið hefur úr eldgosinu í Holuhrauni og því gæti lokið á næstu vikum. Þetta segir eldfjallafræðingur en hann hefur aldrei séð eins mikla breytingu á gosinu og orðið hefur á innan við tveimur vikum.

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.

Þegar vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í gær sáu þeir strax að breyting hafði orðið á gosinu. „ Það er klárlega farið að draga úr því sko það er alveg ljóst. Við sjáum sem sagt þarna mikla breytingu á tíu dögum. Svona mikla breytingu á svona stuttum tíma höfum við aldrei séð áður. Við sjáum náttúrulega að það hefur lækkað mikið í gígunum. Það hefur sigið í tjörninni um einhverja tíu fimmtán metra. Það er miklu minna kvikumagn inni í gígunum sjálfum, “ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. 

Hann bendir á að þó það dragi úr gosinu og því gæti farið að ljúka sé enn gliðnunarhrina í gangi í Bárðarbungu. Mikil skjálftavirkni fylgi henni og hún sé enn til staðar. „ Þessu gosi gæti lokið núna á næstu vikum en það gæti komið annað,“ segir Ármann Höskuldsson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.