Portrett af öllum þingforsetum síðan 1900 Linda Blöndal skrifar 22. janúar 2015 18:58 Portrett Alþingis eru nú 52 talsins, meirihlutinn af forsetum Alþingis. Sum eru í Alþingishúsinu en önnur í húsum þingsins í nágrenni þess. Verkin eru án efa merk heimild í listasögu Íslands og nú síðast var síðastliðinn föstudag afhjúpuð mynd af Sturlu Böðvarssyni forseta þingsins frá 2007 til 2009, sem Baltasar Samper málaði. Sum verða umdeild eins og verk Stephen Lárus Stephen listmálara, sonar Karólínu Lárusdóttur listakonu sem málaði portrettið af Sólveigu Pétursdóttur árið 2012 og þótti ónefndum listfræðingi Sólveig sitja þar í einkennilega líkri stellingu og Móna Lísa. „Þetta er bara gömul hefð, það eru engar skrifaðar reglur um þetta", sagði Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Tækifæri fyrir listamenn Flest verkin hafa fjórir listamenn málað, þeir Gunnlaugur Blöndal, Baltasar, Einar Hákonarson og Ásgeir Bjarnþórsson. Alþingi velur listamanninn í samráði við þann sem mála á. Helgi telur að portrettin eigi enn erindi í dag. „Við höfum ekki síður þetta sem tækifæri fyrir myndlistamenn til að spreyta sig á portrett. Þetta er list, og þetta er merkilegt safn. Forseti Alþingis er einn af handhöfum forsetavalds og hann er forystumaður þjóðþingsins þannig að okkur finnst alveg ærið tilefni til þess að sýna honum mikinn sóma", segir Helgi.Gott að hafa þingskörunga á veggjunum Um það bil eitt verk er pantað á hverju kjörtímabili. Helgi segir gott að hafa þau uppi við í húsinu „Mér finnst líka að mörgu leyti mjög gott að hafa þessa menn hér á veggjum. Þetta eru yfirleitt þingskörungar og þeir eru hér með augun á okkur. Mér finnst fara vel á þessu". Ekki er nægt pláss í Alþingishúsinu fyrir myndirna og þarf að bæta úr því, segir Helgi. Ekki hefur enn verið hafist handa við gerð Portretts af síðasta þingforseta, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Portrett Alþingis eru nú 52 talsins, meirihlutinn af forsetum Alþingis. Sum eru í Alþingishúsinu en önnur í húsum þingsins í nágrenni þess. Verkin eru án efa merk heimild í listasögu Íslands og nú síðast var síðastliðinn föstudag afhjúpuð mynd af Sturlu Böðvarssyni forseta þingsins frá 2007 til 2009, sem Baltasar Samper málaði. Sum verða umdeild eins og verk Stephen Lárus Stephen listmálara, sonar Karólínu Lárusdóttur listakonu sem málaði portrettið af Sólveigu Pétursdóttur árið 2012 og þótti ónefndum listfræðingi Sólveig sitja þar í einkennilega líkri stellingu og Móna Lísa. „Þetta er bara gömul hefð, það eru engar skrifaðar reglur um þetta", sagði Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Tækifæri fyrir listamenn Flest verkin hafa fjórir listamenn málað, þeir Gunnlaugur Blöndal, Baltasar, Einar Hákonarson og Ásgeir Bjarnþórsson. Alþingi velur listamanninn í samráði við þann sem mála á. Helgi telur að portrettin eigi enn erindi í dag. „Við höfum ekki síður þetta sem tækifæri fyrir myndlistamenn til að spreyta sig á portrett. Þetta er list, og þetta er merkilegt safn. Forseti Alþingis er einn af handhöfum forsetavalds og hann er forystumaður þjóðþingsins þannig að okkur finnst alveg ærið tilefni til þess að sýna honum mikinn sóma", segir Helgi.Gott að hafa þingskörunga á veggjunum Um það bil eitt verk er pantað á hverju kjörtímabili. Helgi segir gott að hafa þau uppi við í húsinu „Mér finnst líka að mörgu leyti mjög gott að hafa þessa menn hér á veggjum. Þetta eru yfirleitt þingskörungar og þeir eru hér með augun á okkur. Mér finnst fara vel á þessu". Ekki er nægt pláss í Alþingishúsinu fyrir myndirna og þarf að bæta úr því, segir Helgi. Ekki hefur enn verið hafist handa við gerð Portretts af síðasta þingforseta, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Dómsdagsklukkan færð fram Erlent Fleiri fréttir Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira