Innlent

Stórir styrkir til Barnaverndarstofu og LungA Skólans

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fulltrúar Lunga skólans, Barnaverndarstofu og Evrópu unga fólksins undirrituðu samninga í dag.
Fulltrúar Lunga skólans, Barnaverndarstofu og Evrópu unga fólksins undirrituðu samninga í dag. mynd/aðsend

Í dag voru undirritaðir samningar milli Evrópu unga fólksins og fulltrúa Barnaverndarstofu annarsvegar og fulltrúa LungA skólans á Seyðisfirði hinsvegar.



Báðir aðilar sóttu um styrk til Evrópu unga fólksins 1. október 2014 og fær hvort verkefni rúmar 20 milljónir króna í styrk.



Verkefni Lunga skólans felur í sér þróun á námskrá skólans í samstarfi við aðila í Danmörku og Svíþjóð. Verkefni Barnaverndarstofu er unnið í samstarfi við sænska aðila og felur í sér innleiðingu á nýrri tækni til að auka gæði á úrvinnslu barnaverndarmála.



Evrópa unga fólksins veitir styrki til æskulýðsgeirans á Íslandi úr Erasmus+.  Árið 2014 veitti Evrópa unga fólksins 198 milljónir króna í styrki til 47 verkefna úr Erasmus+ sem er mennta- æskulýðs- og íþróttaáætlun ESB.



Næsti umsóknarfrestur um styrki hjá Evrópu unga fólksins er 4. febrúar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×