Sjö ára stelpa: „Mamma segir að ég sé í fimleikum til að fá fallegan líkama" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. janúar 2015 16:56 Myndin tengist fréttinni ekki. Fimleikaþjálfarinn Glódís Guðgeirsdóttir segir frá því á Twitter-síðu sinni að ein sjö ára stúlka hafi sagt henni að móðir hennar vilji að hún sé í fimleikum til þess að fá fallegan líkama.7 ára stelpa sem ég þjálfa sagði: "mamma segir að ég sé í fimleikum til að fá fallegan líkama" :( :( :( :( — Glódís Guðgeirs (@glodisgud) January 23, 2015 „Ég fékk bara fyrir hjartað þegar hún sagði þetta," útskýrir Glódís í samtali við Vísi og segir að þarna hafi stúlkunni verið send ákaflega röng skilaboð. „Í fyrsta lagi finnst mér sérstakt að móðir skuli hugsa svona í og í öðru lagi finnst mér mjög einkennilegt að hún hafi sagt þetta fyrir framan barnið," bætir fimleikaþjálfarinn við. Hún segist ekki telja að þetta sé útbreidd skoðun margra ungra stúlkna í fimleikum. „Ég vona allavega ekki. Ég vona að þær sjái þetta ekki svona." Hún segir að krakkar fái svo miklu meira út úr iðkun fimleika en bara fallegan líkama. Henni finnst ekki rétt að hafa útlitið í fyrirrúmi þegar það kemur að iðkun íþróttarinnar, sérstaklega fyrir sjö ára stúlkur. „Krakkar læra aga og margt fleira í fimleikum. Þegar ég var ung og var að byrja að æfa fimleika dýrkaði ég þetta sport algjörlega og taldi niður daganna á milli æfinga." Á Twitter segist Glódís jafnframt ætla að ræða við mömmuna.@sunnevaran94 hlakka til að spjalla við mömmuna.. gerði mig gjörsamlega orðlausa — Glódís Guðgeirs (@glodisgud) January 23, 2015Auður segir mikilvægt að gæta þess hvernig rætt sé við börn.Mikil pressa að útlitið sé á tiltekinn háttAuður Magndís Auðardóttir en kynjafræðingur og hún segir að það sé þekkt í fræðunum að sjálfsálit krakka geti beðið hnekki á unglingsárum. Þar hafi pressa um útlit mikil áhrif. „Allir verða fyrir þessari pressu, bæði stelpur og strákar. En það eru sterkar vísbendingar um að þessi pressa hafi meiri áhrif á stelpur, þó svo hún hafi líka áhrif á strákana," útskýrir Auður og heldur áfram: „Börn fá rosalega mikið af skilaboðum um að útlitið eigi að vera á tiltekinn hátt. Þetta er ekki bara eitthvað eitt dæmi, heldur fjölmörg. Í tímaritum, í tölvuleikjum og í bíómyndum. Og líka frá foreldrum og fólkinu í kringum þau. Þessi skilaboð safnast öll saman og geta haft áhrif á sjálfsmyndina síðar meir. Við getum í raun líkt þessu við Legó-kubba, sem byggjast upp og mynda heild sem hefur áhrif." Auður segir að mikilvægt sé að huga að því hvaða skilaboð börnum séu send. „Það er mikilvægt að við fullorðna fólkið séum meiðvituð um að þessu litlu kmment komi saman og hafi áhrif. Það ætlar sér auðvitað enginn að búa til pressu á börn. En stundum segir fólk eitthvað ómeðvitað. Maður þarf endalaust að vera að passa sig. Við erum vön að tala á ákveðinn hátt um líkama og útlit og það hefur allt áhrif á börnin okkar." Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Sjá meira
Fimleikaþjálfarinn Glódís Guðgeirsdóttir segir frá því á Twitter-síðu sinni að ein sjö ára stúlka hafi sagt henni að móðir hennar vilji að hún sé í fimleikum til þess að fá fallegan líkama.7 ára stelpa sem ég þjálfa sagði: "mamma segir að ég sé í fimleikum til að fá fallegan líkama" :( :( :( :( — Glódís Guðgeirs (@glodisgud) January 23, 2015 „Ég fékk bara fyrir hjartað þegar hún sagði þetta," útskýrir Glódís í samtali við Vísi og segir að þarna hafi stúlkunni verið send ákaflega röng skilaboð. „Í fyrsta lagi finnst mér sérstakt að móðir skuli hugsa svona í og í öðru lagi finnst mér mjög einkennilegt að hún hafi sagt þetta fyrir framan barnið," bætir fimleikaþjálfarinn við. Hún segist ekki telja að þetta sé útbreidd skoðun margra ungra stúlkna í fimleikum. „Ég vona allavega ekki. Ég vona að þær sjái þetta ekki svona." Hún segir að krakkar fái svo miklu meira út úr iðkun fimleika en bara fallegan líkama. Henni finnst ekki rétt að hafa útlitið í fyrirrúmi þegar það kemur að iðkun íþróttarinnar, sérstaklega fyrir sjö ára stúlkur. „Krakkar læra aga og margt fleira í fimleikum. Þegar ég var ung og var að byrja að æfa fimleika dýrkaði ég þetta sport algjörlega og taldi niður daganna á milli æfinga." Á Twitter segist Glódís jafnframt ætla að ræða við mömmuna.@sunnevaran94 hlakka til að spjalla við mömmuna.. gerði mig gjörsamlega orðlausa — Glódís Guðgeirs (@glodisgud) January 23, 2015Auður segir mikilvægt að gæta þess hvernig rætt sé við börn.Mikil pressa að útlitið sé á tiltekinn háttAuður Magndís Auðardóttir en kynjafræðingur og hún segir að það sé þekkt í fræðunum að sjálfsálit krakka geti beðið hnekki á unglingsárum. Þar hafi pressa um útlit mikil áhrif. „Allir verða fyrir þessari pressu, bæði stelpur og strákar. En það eru sterkar vísbendingar um að þessi pressa hafi meiri áhrif á stelpur, þó svo hún hafi líka áhrif á strákana," útskýrir Auður og heldur áfram: „Börn fá rosalega mikið af skilaboðum um að útlitið eigi að vera á tiltekinn hátt. Þetta er ekki bara eitthvað eitt dæmi, heldur fjölmörg. Í tímaritum, í tölvuleikjum og í bíómyndum. Og líka frá foreldrum og fólkinu í kringum þau. Þessi skilaboð safnast öll saman og geta haft áhrif á sjálfsmyndina síðar meir. Við getum í raun líkt þessu við Legó-kubba, sem byggjast upp og mynda heild sem hefur áhrif." Auður segir að mikilvægt sé að huga að því hvaða skilaboð börnum séu send. „Það er mikilvægt að við fullorðna fólkið séum meiðvituð um að þessu litlu kmment komi saman og hafi áhrif. Það ætlar sér auðvitað enginn að búa til pressu á börn. En stundum segir fólk eitthvað ómeðvitað. Maður þarf endalaust að vera að passa sig. Við erum vön að tala á ákveðinn hátt um líkama og útlit og það hefur allt áhrif á börnin okkar."
Mest lesið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Lífið Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Lífið Kjalar ástfanginn í tvö ár Lífið Nýju Harry, Ron og Hermione fundin Bíó og sjónvarp Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Lífið Enginn til ama á hátíðinni Tíska og hönnun Alda Karen keppir í hermiakstri Lífið Fleiri fréttir Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Sjá meira