Sjö ára stelpa: „Mamma segir að ég sé í fimleikum til að fá fallegan líkama" Kjartan Atli Kjartansson skrifar 23. janúar 2015 16:56 Myndin tengist fréttinni ekki. Fimleikaþjálfarinn Glódís Guðgeirsdóttir segir frá því á Twitter-síðu sinni að ein sjö ára stúlka hafi sagt henni að móðir hennar vilji að hún sé í fimleikum til þess að fá fallegan líkama.7 ára stelpa sem ég þjálfa sagði: "mamma segir að ég sé í fimleikum til að fá fallegan líkama" :( :( :( :( — Glódís Guðgeirs (@glodisgud) January 23, 2015 „Ég fékk bara fyrir hjartað þegar hún sagði þetta," útskýrir Glódís í samtali við Vísi og segir að þarna hafi stúlkunni verið send ákaflega röng skilaboð. „Í fyrsta lagi finnst mér sérstakt að móðir skuli hugsa svona í og í öðru lagi finnst mér mjög einkennilegt að hún hafi sagt þetta fyrir framan barnið," bætir fimleikaþjálfarinn við. Hún segist ekki telja að þetta sé útbreidd skoðun margra ungra stúlkna í fimleikum. „Ég vona allavega ekki. Ég vona að þær sjái þetta ekki svona." Hún segir að krakkar fái svo miklu meira út úr iðkun fimleika en bara fallegan líkama. Henni finnst ekki rétt að hafa útlitið í fyrirrúmi þegar það kemur að iðkun íþróttarinnar, sérstaklega fyrir sjö ára stúlkur. „Krakkar læra aga og margt fleira í fimleikum. Þegar ég var ung og var að byrja að æfa fimleika dýrkaði ég þetta sport algjörlega og taldi niður daganna á milli æfinga." Á Twitter segist Glódís jafnframt ætla að ræða við mömmuna.@sunnevaran94 hlakka til að spjalla við mömmuna.. gerði mig gjörsamlega orðlausa — Glódís Guðgeirs (@glodisgud) January 23, 2015Auður segir mikilvægt að gæta þess hvernig rætt sé við börn.Mikil pressa að útlitið sé á tiltekinn háttAuður Magndís Auðardóttir en kynjafræðingur og hún segir að það sé þekkt í fræðunum að sjálfsálit krakka geti beðið hnekki á unglingsárum. Þar hafi pressa um útlit mikil áhrif. „Allir verða fyrir þessari pressu, bæði stelpur og strákar. En það eru sterkar vísbendingar um að þessi pressa hafi meiri áhrif á stelpur, þó svo hún hafi líka áhrif á strákana," útskýrir Auður og heldur áfram: „Börn fá rosalega mikið af skilaboðum um að útlitið eigi að vera á tiltekinn hátt. Þetta er ekki bara eitthvað eitt dæmi, heldur fjölmörg. Í tímaritum, í tölvuleikjum og í bíómyndum. Og líka frá foreldrum og fólkinu í kringum þau. Þessi skilaboð safnast öll saman og geta haft áhrif á sjálfsmyndina síðar meir. Við getum í raun líkt þessu við Legó-kubba, sem byggjast upp og mynda heild sem hefur áhrif." Auður segir að mikilvægt sé að huga að því hvaða skilaboð börnum séu send. „Það er mikilvægt að við fullorðna fólkið séum meiðvituð um að þessu litlu kmment komi saman og hafi áhrif. Það ætlar sér auðvitað enginn að búa til pressu á börn. En stundum segir fólk eitthvað ómeðvitað. Maður þarf endalaust að vera að passa sig. Við erum vön að tala á ákveðinn hátt um líkama og útlit og það hefur allt áhrif á börnin okkar." Mest lesið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið „Það er verið að byggja á fullu en við erum ekki að byggja drauma“ Menning Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Fimleikaþjálfarinn Glódís Guðgeirsdóttir segir frá því á Twitter-síðu sinni að ein sjö ára stúlka hafi sagt henni að móðir hennar vilji að hún sé í fimleikum til þess að fá fallegan líkama.7 ára stelpa sem ég þjálfa sagði: "mamma segir að ég sé í fimleikum til að fá fallegan líkama" :( :( :( :( — Glódís Guðgeirs (@glodisgud) January 23, 2015 „Ég fékk bara fyrir hjartað þegar hún sagði þetta," útskýrir Glódís í samtali við Vísi og segir að þarna hafi stúlkunni verið send ákaflega röng skilaboð. „Í fyrsta lagi finnst mér sérstakt að móðir skuli hugsa svona í og í öðru lagi finnst mér mjög einkennilegt að hún hafi sagt þetta fyrir framan barnið," bætir fimleikaþjálfarinn við. Hún segist ekki telja að þetta sé útbreidd skoðun margra ungra stúlkna í fimleikum. „Ég vona allavega ekki. Ég vona að þær sjái þetta ekki svona." Hún segir að krakkar fái svo miklu meira út úr iðkun fimleika en bara fallegan líkama. Henni finnst ekki rétt að hafa útlitið í fyrirrúmi þegar það kemur að iðkun íþróttarinnar, sérstaklega fyrir sjö ára stúlkur. „Krakkar læra aga og margt fleira í fimleikum. Þegar ég var ung og var að byrja að æfa fimleika dýrkaði ég þetta sport algjörlega og taldi niður daganna á milli æfinga." Á Twitter segist Glódís jafnframt ætla að ræða við mömmuna.@sunnevaran94 hlakka til að spjalla við mömmuna.. gerði mig gjörsamlega orðlausa — Glódís Guðgeirs (@glodisgud) January 23, 2015Auður segir mikilvægt að gæta þess hvernig rætt sé við börn.Mikil pressa að útlitið sé á tiltekinn háttAuður Magndís Auðardóttir en kynjafræðingur og hún segir að það sé þekkt í fræðunum að sjálfsálit krakka geti beðið hnekki á unglingsárum. Þar hafi pressa um útlit mikil áhrif. „Allir verða fyrir þessari pressu, bæði stelpur og strákar. En það eru sterkar vísbendingar um að þessi pressa hafi meiri áhrif á stelpur, þó svo hún hafi líka áhrif á strákana," útskýrir Auður og heldur áfram: „Börn fá rosalega mikið af skilaboðum um að útlitið eigi að vera á tiltekinn hátt. Þetta er ekki bara eitthvað eitt dæmi, heldur fjölmörg. Í tímaritum, í tölvuleikjum og í bíómyndum. Og líka frá foreldrum og fólkinu í kringum þau. Þessi skilaboð safnast öll saman og geta haft áhrif á sjálfsmyndina síðar meir. Við getum í raun líkt þessu við Legó-kubba, sem byggjast upp og mynda heild sem hefur áhrif." Auður segir að mikilvægt sé að huga að því hvaða skilaboð börnum séu send. „Það er mikilvægt að við fullorðna fólkið séum meiðvituð um að þessu litlu kmment komi saman og hafi áhrif. Það ætlar sér auðvitað enginn að búa til pressu á börn. En stundum segir fólk eitthvað ómeðvitað. Maður þarf endalaust að vera að passa sig. Við erum vön að tala á ákveðinn hátt um líkama og útlit og það hefur allt áhrif á börnin okkar."
Mest lesið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið „Það er verið að byggja á fullu en við erum ekki að byggja drauma“ Menning Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Fröken Dúlla og konurnar sem báru skömmina Lífið samstarf Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira