Grænmetisætur vara við grænmetissultu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. janúar 2015 14:27 Kjarnafæði framleiðir grænmetissultuna. Grænmetissulta er nýjasti þorraréttur Íslendinga og hefur notið nokkurra vinsælda. Fjallað var um þennan nýja rétt í kvöldfréttum RÚV í gær og kom þar fram að hann væri sérstaklega hentugur fyrir grænmetisætur. Samtök grænmetisæta benda þó á að rétturinn henti ekki grænmetisætum. Í honum sé matarlím (gelatín) sem unnið sé úr sinum, beinum og öðrum líkamsleifum spendýra. Samtökin fagna þó allri nýsköpun sem snýr að auknu framboði grænmetisfæðis og segja það mikið gleðiefni að kjötframleiðendur séu farnir að huga að þessum hratt vaxandi hópi neytenda.Ekki hugsað sérstaklega fyrir grænmetisætur Grænmetissultan er frá Kjarnafæði og hafa Samtök grænmetisæta þegar haft samband við fyrirtækið. Ólafur Már Þórisson, sölu- og markaðsfulltrúi Kjarnafæðis, segir réttinn þó ekki hafa verið hugsaðan fyrir grænmetisætur, en að í bígerð séu réttir sem markaðssettir verða sérstaklega fyrir þann hóp. Varan hafi hugsuð sem nýjung fyrir þá sem ekki hafa getað notið þorrans sem skildi. „Þó okkur sé mjög vel við grænmetisætur þá var rétturinn ekki hugsaður sérstaklega fyrir þær. Við fengum vinsamlega ábendingu frá samtökunum og við höfum tekið ákvörðun um að vera í meira samstarfi með vörurnar okkar og þau ætla að hjálpa okkur í vöruþróun þannig að réttirnir henti líka grænmetisætum. Ég er þegar búinn að tala við gæðastjórann og strax komnar lausnir, til dæmis matarlím úr þara,“ segir Ólafur.Hér má sjá hvað Vísindavefurinn segir um gelatín:Gelatín er hlaupkennt, lyktarlaust og bragðlaust prótein sem verður til við hitun kollagenþráða meðal annars úr sinum og beinum spendýra í nærveru vatns. Eins og önnur prótein, samanstendur gelatín af amínósýrum. Út frá næringarfræðilegu sjónarmiði er gelatín ekki hágæðaprótein eins og önnur dýraprótein, vegna þess að í það vantar lífsnauðsynlegu amínósýruna tryptófan.Vegna eiginleika gelatíns sem þykkingarefnis er það mikið notað í margs konar matvæli og matargerð, sem matarlím eða hlaup. Sömuleiðis er það notað í lím og filmur. Gelatín er stundum ranglega talið vera styrkaukandi fyrir þann sem þess neytir. Í matvælaiðnaði er það notað í sultur og hlaup, sælgæti, ís og niðursoðnar kjötvörur, svo að eitthvað sé nefnt.Tilkynningu samtakanna má sjá hér fyrir neðan. Innlegg frá Samtök grænmetisæta á Íslandi. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Grænmetissulta er nýjasti þorraréttur Íslendinga og hefur notið nokkurra vinsælda. Fjallað var um þennan nýja rétt í kvöldfréttum RÚV í gær og kom þar fram að hann væri sérstaklega hentugur fyrir grænmetisætur. Samtök grænmetisæta benda þó á að rétturinn henti ekki grænmetisætum. Í honum sé matarlím (gelatín) sem unnið sé úr sinum, beinum og öðrum líkamsleifum spendýra. Samtökin fagna þó allri nýsköpun sem snýr að auknu framboði grænmetisfæðis og segja það mikið gleðiefni að kjötframleiðendur séu farnir að huga að þessum hratt vaxandi hópi neytenda.Ekki hugsað sérstaklega fyrir grænmetisætur Grænmetissultan er frá Kjarnafæði og hafa Samtök grænmetisæta þegar haft samband við fyrirtækið. Ólafur Már Þórisson, sölu- og markaðsfulltrúi Kjarnafæðis, segir réttinn þó ekki hafa verið hugsaðan fyrir grænmetisætur, en að í bígerð séu réttir sem markaðssettir verða sérstaklega fyrir þann hóp. Varan hafi hugsuð sem nýjung fyrir þá sem ekki hafa getað notið þorrans sem skildi. „Þó okkur sé mjög vel við grænmetisætur þá var rétturinn ekki hugsaður sérstaklega fyrir þær. Við fengum vinsamlega ábendingu frá samtökunum og við höfum tekið ákvörðun um að vera í meira samstarfi með vörurnar okkar og þau ætla að hjálpa okkur í vöruþróun þannig að réttirnir henti líka grænmetisætum. Ég er þegar búinn að tala við gæðastjórann og strax komnar lausnir, til dæmis matarlím úr þara,“ segir Ólafur.Hér má sjá hvað Vísindavefurinn segir um gelatín:Gelatín er hlaupkennt, lyktarlaust og bragðlaust prótein sem verður til við hitun kollagenþráða meðal annars úr sinum og beinum spendýra í nærveru vatns. Eins og önnur prótein, samanstendur gelatín af amínósýrum. Út frá næringarfræðilegu sjónarmiði er gelatín ekki hágæðaprótein eins og önnur dýraprótein, vegna þess að í það vantar lífsnauðsynlegu amínósýruna tryptófan.Vegna eiginleika gelatíns sem þykkingarefnis er það mikið notað í margs konar matvæli og matargerð, sem matarlím eða hlaup. Sömuleiðis er það notað í lím og filmur. Gelatín er stundum ranglega talið vera styrkaukandi fyrir þann sem þess neytir. Í matvælaiðnaði er það notað í sultur og hlaup, sælgæti, ís og niðursoðnar kjötvörur, svo að eitthvað sé nefnt.Tilkynningu samtakanna má sjá hér fyrir neðan. Innlegg frá Samtök grænmetisæta á Íslandi.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira