Innlent

Enn fjöldi fastur í Staðarskála

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Mannmergð er í Staðarskála.
Mannmergð er í Staðarskála. mynd/steinar arason

Fjöldi manns er enn veðurtepptur í Staðarskála en Holtavörðuheiði er lokuð sökum veðurs. Þegar mest lét voru vel á þriðjahundrað manns staddir í skálanum.

Eitthvað hefur fækkað í skálanum því samkvæmt starfsmanni þar hafa um áttatíu fengið gistingu í Reykjaskóla og fjölskyldufólk fengið inni á hótel Staðarflöt. Þó eru enn á annað hundrað manns fastir í Staðarskála.

Snjómoksturstæki fór á heiðina fyrir hálfri klukkustund til að meta aðstæður og athuga hvort hægt sé að hleypa einhverjum yfir heiðina í nótt. Líklegt er að einhverjir munu þurfa að hafast við í Staðarskála í nótt. Grillið lokar nú klukkan ellefu en verslunin verður opin fram á nótt hið minnsta.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.