Innlent

Enn fjöldi fastur í Staðarskála

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Mannmergð er í Staðarskála.
Mannmergð er í Staðarskála. mynd/steinar arason
Fjöldi manns er enn veðurtepptur í Staðarskála en Holtavörðuheiði er lokuð sökum veðurs. Þegar mest lét voru vel á þriðjahundrað manns staddir í skálanum.

Eitthvað hefur fækkað í skálanum því samkvæmt starfsmanni þar hafa um áttatíu fengið gistingu í Reykjaskóla og fjölskyldufólk fengið inni á hótel Staðarflöt. Þó eru enn á annað hundrað manns fastir í Staðarskála.

Snjómoksturstæki fór á heiðina fyrir hálfri klukkustund til að meta aðstæður og athuga hvort hægt sé að hleypa einhverjum yfir heiðina í nótt. Líklegt er að einhverjir munu þurfa að hafast við í Staðarskála í nótt. Grillið lokar nú klukkan ellefu en verslunin verður opin fram á nótt hið minnsta.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.